Aldrei meira lagt í baráttuna 1. nóvember 2004 00:01 Aldrei í sögu bandarískra stjórnmála hefur verið lagt jafn mikið kapp á að fá almenning á kjörstað og nú er gert. Repúblikanar eru sagðir hafa milljón sjálfboðaliða í því að hvetja fólk til að mæta á kjörstað til að kjósa George W. Bush Bandaríkjaforseta meðan demókratar hafa í það minnsta 250 þúsund sjálfboðaliða og fjölda starfsmanna til að vinna sama starf fyrir öldungadeildarþingmanninn John Kerry. Þessi áhersla, mikil óvissa um úrslitin og mjög skiptar skoðanir almennings leiða til þess að búist er við því að kjörsókn verði mun meiri en undanfarin ár. Eleanor Clift, stjórnmálaskýrandi Fox fréttastöðvarinnar, spáir því að allt að tíu milljón fleiri einstaklingar kjósi nú en fyrir fjórum árum, 110 til 115 milljónir í stað þeirra 105 milljóna sem greiddu atkvæði þá. Andrew Kohut, sem sér um gerð skoðanakannana hjá Pew stofnuninni bjóst við meiri kjörsókn en í síðustu þremur forsetakosningum og jafnvel hærri en 1992. Þrátt fyrir það má búast við að hátt í helmingur þeirra sem hafa rétt á að kjósa sitji heima. Samkvæmt könnun Marist stofnunarinnar er mun meiri áhugi fyrir þessum kosningum en síðustu forsetakosningum. Þá sögðust 58 prósent skráðra kjósenda mjög áhugasamir um kosningarnar en í ár er það hlutfall komið upp í 74 prósent. Frambjóðendurnir hafa líka mikla trú á kjörsókn. John Kerry spáði því í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina að metkjörsókn yrði í kosningunum í ár. Að því er fram kemur í Washington Post hringja kosningastjórnir frambjóðendanna, hvor fyrir sig, daglega í 400 þúsund manns í Ohio-ríki einu saman. Þar er barist um 20 ríki og samkvæmt könnun Columbus Dispatch munaði aðeins átta svörum á þeim Bush og Kerry í skoðanakönnun þar sem 2.880 manns voru spurðir. Átta svara forskot Kerry er það minnsta í sögu kannana Columbus Dispatch. Bush er sagður verja andvirði tæpum níu milljörðum í að fá fólk á kjörstað, þrefalt meira en fyrir fjórum árum og Kerry rúmum fjórum milljörðum, tvöfalt meira en Al Gore gerði fyrir fjórum árum að sögn Washington Post. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Aldrei í sögu bandarískra stjórnmála hefur verið lagt jafn mikið kapp á að fá almenning á kjörstað og nú er gert. Repúblikanar eru sagðir hafa milljón sjálfboðaliða í því að hvetja fólk til að mæta á kjörstað til að kjósa George W. Bush Bandaríkjaforseta meðan demókratar hafa í það minnsta 250 þúsund sjálfboðaliða og fjölda starfsmanna til að vinna sama starf fyrir öldungadeildarþingmanninn John Kerry. Þessi áhersla, mikil óvissa um úrslitin og mjög skiptar skoðanir almennings leiða til þess að búist er við því að kjörsókn verði mun meiri en undanfarin ár. Eleanor Clift, stjórnmálaskýrandi Fox fréttastöðvarinnar, spáir því að allt að tíu milljón fleiri einstaklingar kjósi nú en fyrir fjórum árum, 110 til 115 milljónir í stað þeirra 105 milljóna sem greiddu atkvæði þá. Andrew Kohut, sem sér um gerð skoðanakannana hjá Pew stofnuninni bjóst við meiri kjörsókn en í síðustu þremur forsetakosningum og jafnvel hærri en 1992. Þrátt fyrir það má búast við að hátt í helmingur þeirra sem hafa rétt á að kjósa sitji heima. Samkvæmt könnun Marist stofnunarinnar er mun meiri áhugi fyrir þessum kosningum en síðustu forsetakosningum. Þá sögðust 58 prósent skráðra kjósenda mjög áhugasamir um kosningarnar en í ár er það hlutfall komið upp í 74 prósent. Frambjóðendurnir hafa líka mikla trú á kjörsókn. John Kerry spáði því í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina að metkjörsókn yrði í kosningunum í ár. Að því er fram kemur í Washington Post hringja kosningastjórnir frambjóðendanna, hvor fyrir sig, daglega í 400 þúsund manns í Ohio-ríki einu saman. Þar er barist um 20 ríki og samkvæmt könnun Columbus Dispatch munaði aðeins átta svörum á þeim Bush og Kerry í skoðanakönnun þar sem 2.880 manns voru spurðir. Átta svara forskot Kerry er það minnsta í sögu kannana Columbus Dispatch. Bush er sagður verja andvirði tæpum níu milljörðum í að fá fólk á kjörstað, þrefalt meira en fyrir fjórum árum og Kerry rúmum fjórum milljörðum, tvöfalt meira en Al Gore gerði fyrir fjórum árum að sögn Washington Post.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira