Innlent

55 milljón króna sekt

Maður á fimmtugsaldri var, í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Þá er hann dæmdur til að greiða 55 milljónir króna í sekt og verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna kemur hennar í stað eins árs fangelsi. Brotin framdi maðurinn þegar hann var með eigin rekstur og þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri leikskóla. Hann stóð ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda starfsmanna sinna, samtals um rúmlega 27 milljón króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×