Innlent

Fjórtán samningafundir

Fjórtán fundir leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaga hafa farið fram frá því að kjarasamningur þeirra á milli rann út í lok ágúst. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir stefnuna setta á sambærileg laun fyrir leikskólakennara og grunnskólakennara. Tölur Kjararannsóknarnefndar sýna að munurinn á meðaldagvinnulaunum allra aldurshópa er ríflega 20 prósent. Björg segir að meðalstarfsaldur leikskólakennara sé yngri en grunnskólakennara. Það skýri einhvern muninn: "En það er þó launamunur á hópunum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×