Sprengjum rigndi yfir Falluja 8. nóvember 2004 00:01 Bandarískir og íraskir hermenn réðust til atlögu gegn vígamönnum í Falluja í gær. Meira en fjögur þúsund hermenn brutu sér leið inn í útjaðar borgarinnar þar sem þeir náðu tveimur brúm og helsta sjúkrahúsi borgarinnar næsta auðveldlega á sitt vald áður en þeir lentu í hörðum bardögum við vígamenn. Síðar um daginn náðu bandarískar hersveitir lestarstöð borgarinnar á sitt vald. Stærstur hluti borgarbúa, allt að 80 til 90 prósent, er talinn hafa flúið borgina að undanförnu af ótta við bardagana. Bandaríkjamenn héldu uppi miklum loftárásum og stórskotaliðssveitir þeirra létu sprengjum rigna yfir Falluja eftir að Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, samþykkti árásina og setti útgöngubann í borginni. "Fólkið í Falluja hefur verið hneppt í gíslingu, líkt og fólkið í Samarra, og þið verðið að frelsa það," sagði Allawi þegar hann ávarpaði hermenn fyrir orrustuna um Falluja. "Ykkar starf er að handtaka morðingjana en ef þið verðið að drepa þá verður að hafa það." Starfsmaður sjúkrahúss sagði að í það minnsta tólf hefðu látist og tuttugu látist í loftárásunum. Iyad Allawi sagði á blaðamannafundi að 38 vígamenn hefðu fallið í bardögum nærri sjúkrahúsinu og brúnum sem íraskir og bandarískir hermenn náðu á sitt vald í gærmorgun. Þar hefðu einnig fjórir erlendir vígamenn verið handteknir. Um 20 þúsund bandarískum og íröskum hermönnum hefur verið safnað saman í nágrenni Falluja til að ganga á milli bols og höfuðs á vígamönnum. Bandaríkjaher áætlar að á milli tvö þúsund og 2.500 vígamenn séu í borginni og nágrenni hennar. Bandarískir hermenn bönnuðu öllum karlmönnum á aldrinum fimmtán til fimmtíu ára að fara inn í eða út úr Falluja og vöruðu við því að þeir sem væru á ferli ættu á hættu að verða skotnir. Konur og börn mega yfirgefa borgina en ekki snúa aftur fyrr en ró hefur verið komið á. Forsætisráðherra Íraks lokaði alþjóðaflugvellinum í Bagdad fyrir almennri umferð í tvo sólarhringa vegna aðgerða í Falluja og lokaði landamærunum að Jórdaníu og Sýrlandi fyrir öllum nema flutningabílum hlöðnum matvælum. Hann lýsti á sama tíma yfir útgöngubanni í Falluja og sagði að hver sá sem væri vopnaður yrði skotinn eða handtekinn. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
Bandarískir og íraskir hermenn réðust til atlögu gegn vígamönnum í Falluja í gær. Meira en fjögur þúsund hermenn brutu sér leið inn í útjaðar borgarinnar þar sem þeir náðu tveimur brúm og helsta sjúkrahúsi borgarinnar næsta auðveldlega á sitt vald áður en þeir lentu í hörðum bardögum við vígamenn. Síðar um daginn náðu bandarískar hersveitir lestarstöð borgarinnar á sitt vald. Stærstur hluti borgarbúa, allt að 80 til 90 prósent, er talinn hafa flúið borgina að undanförnu af ótta við bardagana. Bandaríkjamenn héldu uppi miklum loftárásum og stórskotaliðssveitir þeirra létu sprengjum rigna yfir Falluja eftir að Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, samþykkti árásina og setti útgöngubann í borginni. "Fólkið í Falluja hefur verið hneppt í gíslingu, líkt og fólkið í Samarra, og þið verðið að frelsa það," sagði Allawi þegar hann ávarpaði hermenn fyrir orrustuna um Falluja. "Ykkar starf er að handtaka morðingjana en ef þið verðið að drepa þá verður að hafa það." Starfsmaður sjúkrahúss sagði að í það minnsta tólf hefðu látist og tuttugu látist í loftárásunum. Iyad Allawi sagði á blaðamannafundi að 38 vígamenn hefðu fallið í bardögum nærri sjúkrahúsinu og brúnum sem íraskir og bandarískir hermenn náðu á sitt vald í gærmorgun. Þar hefðu einnig fjórir erlendir vígamenn verið handteknir. Um 20 þúsund bandarískum og íröskum hermönnum hefur verið safnað saman í nágrenni Falluja til að ganga á milli bols og höfuðs á vígamönnum. Bandaríkjaher áætlar að á milli tvö þúsund og 2.500 vígamenn séu í borginni og nágrenni hennar. Bandarískir hermenn bönnuðu öllum karlmönnum á aldrinum fimmtán til fimmtíu ára að fara inn í eða út úr Falluja og vöruðu við því að þeir sem væru á ferli ættu á hættu að verða skotnir. Konur og börn mega yfirgefa borgina en ekki snúa aftur fyrr en ró hefur verið komið á. Forsætisráðherra Íraks lokaði alþjóðaflugvellinum í Bagdad fyrir almennri umferð í tvo sólarhringa vegna aðgerða í Falluja og lokaði landamærunum að Jórdaníu og Sýrlandi fyrir öllum nema flutningabílum hlöðnum matvælum. Hann lýsti á sama tíma yfir útgöngubanni í Falluja og sagði að hver sá sem væri vopnaður yrði skotinn eða handtekinn.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira