Enn óvissa um Þórólf 9. nóvember 2004 00:01 Þótt allt útlit sé fyrir að Vinstri - grænir hafi ekki endurheimt traust sitt á Þórólfi Árnasyni er ekki hægt að gefa sér að hann hætti sem borgarstjóri R-listans á næstunni. Ný skoðanakönnun Gallups sýnir að íbúar Reykjavíkur skiptast í tvær fylkingar í afstöðunni til þess hvort Þórólfur eigi að fara eða vera, en samt ber meirihluti borgarbúa enn traust til hans og er ánægður með störf hans. Rúm vika er frá því að síðari hluti olíumálsins hófst þegar Samkeppnisstofnun skilaði endanlegri skýrslu um samráð olíufélaganna. Á þeim tíma sem liðinn er hafa grunnskólabörn í borginni farið aftur í skólann eftir sex vikna verkfall, notið kennslu í sex daga og farið svo aftur heim í verkfallsfrí. Svandís Svavarsdóttir, formaður félags Vinstri - grænna í Reykjavík, telur tímabært að borgarstjórnarflokkur R-listans snúi sér að öðru en að ræða hvort Þórólfur Árnason eigi að vera borgarstjóri eða ekki. Sérstaklega sé brýnt að ræða kennaraverkfallið. Henni finnst mál Þórólfs hafa tekið of langan tíma og nú þurfi vinnufrið til að fara að ræða það sem skipti máli. Svandís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun á því að Þórólfur eigi að víkja á þeim tíma sem honum var gefinn til að skýra sína hlið málsins, störf sín hjá Olíufélaginu Essó og þátttöku í samráðinu. Í kvöld verði félagsfundur hjá Vinstri - grænum og þá verði formleg afstaða flokksins í borginni ákveðin. Hún segir að það fólk sem hún hafi talað við hafi sömu afstöðu og það hafi haft hingað til og á því ekki von á breytingum í afstöðu flokksins. Málin verði þó að sjálfsögðu rædd vel og vandlega á fundinum í kvöld. Gallup kannaði afstöðu Reykvíkinga til borgarstjórans Þórólfs Árnasonar dagana 5.-8. nóvember. Ríflega 670 manns tóku þátt í könnuninni en úrtakið var eitt þúsund Reykvíkingar á aldrinum 18-75 ára, valdir af tilviljun úr þjóðskrá. Spurt var hvort fólk vildi að Þórólfur sæti áfram sem borgarstjóri eða segði af sér. Við því svaraði helmingur svarenda já en helmingur nei. Þá var spurt hvort fólk væri ánægt með störf Þórólfs í borginni. Tæplega 77 prósent sögðu já, tæp 7 prósent sögðu nei og tæplega 16,5 prósent vildu ekki taka afstöðu. Gallup hefur tvisvar áður beðið Reykvíkinga um að svara þessari spurningu; fyrst í september árið 2003 eftir mikla umræðu um frumskýrslu olíufélaganna það sumar. Ánægja borgarbúa með Þórólf hefur vaxið jafnt með hverri könnun. Að lokum var spurt hversu mikið traust fólk bæri til Þórólfs Árnasonar. Rúmlega 56 prósent segjast bera mikið traust til hans eða töluvert fleiri en telja hann eiga að vera áfram í embætti. 23 prósent aðspurðra bera lítið traust til Þórólfs en rúmur fimmtungur ber hvorki lítið né mikið traust til hans. Elsti hópurinn ber áberandi mest traust til Þórólfs. Erfiðlega hefur gengið að ná tali af borgarfulltrúum R-listans í dag, svo sem eins og aðra daga sem mál þetta hefur verið til umræðu. Heimildir fréttastofu herma að framsóknarmenn séu enn reiðubúnir að styðja Þórólf til áframhaldandi setu í stóli borgarstjóra. Samfylkingarmenn séu á báðum áttum en miklu þykir skipta að Ingibjörg Sólrún sé ekki reiðubúin að beita sér gegn honum. Þá hefur Árni Þór Sigurðsson, formaður borgarstjórnar, sem kemur úr röðum Vinstri - grænna og hefur lýst því yfir að hann beri ekki fullt traust til Þórólfs, nú látið hafa eftir sér í Fréttablaðinu að hann hafi aldrei sagt að Þórólfur ætti að hætta. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Þótt allt útlit sé fyrir að Vinstri - grænir hafi ekki endurheimt traust sitt á Þórólfi Árnasyni er ekki hægt að gefa sér að hann hætti sem borgarstjóri R-listans á næstunni. Ný skoðanakönnun Gallups sýnir að íbúar Reykjavíkur skiptast í tvær fylkingar í afstöðunni til þess hvort Þórólfur eigi að fara eða vera, en samt ber meirihluti borgarbúa enn traust til hans og er ánægður með störf hans. Rúm vika er frá því að síðari hluti olíumálsins hófst þegar Samkeppnisstofnun skilaði endanlegri skýrslu um samráð olíufélaganna. Á þeim tíma sem liðinn er hafa grunnskólabörn í borginni farið aftur í skólann eftir sex vikna verkfall, notið kennslu í sex daga og farið svo aftur heim í verkfallsfrí. Svandís Svavarsdóttir, formaður félags Vinstri - grænna í Reykjavík, telur tímabært að borgarstjórnarflokkur R-listans snúi sér að öðru en að ræða hvort Þórólfur Árnason eigi að vera borgarstjóri eða ekki. Sérstaklega sé brýnt að ræða kennaraverkfallið. Henni finnst mál Þórólfs hafa tekið of langan tíma og nú þurfi vinnufrið til að fara að ræða það sem skipti máli. Svandís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun á því að Þórólfur eigi að víkja á þeim tíma sem honum var gefinn til að skýra sína hlið málsins, störf sín hjá Olíufélaginu Essó og þátttöku í samráðinu. Í kvöld verði félagsfundur hjá Vinstri - grænum og þá verði formleg afstaða flokksins í borginni ákveðin. Hún segir að það fólk sem hún hafi talað við hafi sömu afstöðu og það hafi haft hingað til og á því ekki von á breytingum í afstöðu flokksins. Málin verði þó að sjálfsögðu rædd vel og vandlega á fundinum í kvöld. Gallup kannaði afstöðu Reykvíkinga til borgarstjórans Þórólfs Árnasonar dagana 5.-8. nóvember. Ríflega 670 manns tóku þátt í könnuninni en úrtakið var eitt þúsund Reykvíkingar á aldrinum 18-75 ára, valdir af tilviljun úr þjóðskrá. Spurt var hvort fólk vildi að Þórólfur sæti áfram sem borgarstjóri eða segði af sér. Við því svaraði helmingur svarenda já en helmingur nei. Þá var spurt hvort fólk væri ánægt með störf Þórólfs í borginni. Tæplega 77 prósent sögðu já, tæp 7 prósent sögðu nei og tæplega 16,5 prósent vildu ekki taka afstöðu. Gallup hefur tvisvar áður beðið Reykvíkinga um að svara þessari spurningu; fyrst í september árið 2003 eftir mikla umræðu um frumskýrslu olíufélaganna það sumar. Ánægja borgarbúa með Þórólf hefur vaxið jafnt með hverri könnun. Að lokum var spurt hversu mikið traust fólk bæri til Þórólfs Árnasonar. Rúmlega 56 prósent segjast bera mikið traust til hans eða töluvert fleiri en telja hann eiga að vera áfram í embætti. 23 prósent aðspurðra bera lítið traust til Þórólfs en rúmur fimmtungur ber hvorki lítið né mikið traust til hans. Elsti hópurinn ber áberandi mest traust til Þórólfs. Erfiðlega hefur gengið að ná tali af borgarfulltrúum R-listans í dag, svo sem eins og aðra daga sem mál þetta hefur verið til umræðu. Heimildir fréttastofu herma að framsóknarmenn séu enn reiðubúnir að styðja Þórólf til áframhaldandi setu í stóli borgarstjóra. Samfylkingarmenn séu á báðum áttum en miklu þykir skipta að Ingibjörg Sólrún sé ekki reiðubúin að beita sér gegn honum. Þá hefur Árni Þór Sigurðsson, formaður borgarstjórnar, sem kemur úr röðum Vinstri - grænna og hefur lýst því yfir að hann beri ekki fullt traust til Þórólfs, nú látið hafa eftir sér í Fréttablaðinu að hann hafi aldrei sagt að Þórólfur ætti að hætta.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent