
Innlent
Stjórnin grípur ekki inn í
Svo virðist sem ríkisstjórnin muni ekki grípa inn í kennaradeiluna í bráð. Verkfallið var rætt á fundi hennar í morgun, en lagasetningu bar ekki á góma. Að mati forsætisráðherra er sú umræða ekki tímabær. Sjöunda vika kennaraverkfalls hófst í dag. Halldór Ágrímsson forsætisráðherra telur rétt að bíða og sjá hvort deiluaðilar finni samningsflöt, þótt ljóst sé að ekki blási byrlega. Þrátt fyrir að þolinmæði margra sé að bresta vegna ástandsins í grunnskólum landsins hefur stjórnin ekki rætt lagasetningu; að sögn forsætisráðaherra er það alltaf neyðarúrræði. Hann telur að það hafi komið fram hjá öllum að slíkt gefist ekki vel til frambúðar því það sé ávallt frestun á þeim vanda sem menn standi frammi fyrir. Ráðherrann kvaðst ekki geta svarað því hve lengi eðlilegt sé að viðsemjendur sitji við samningaborðið áður en ríkisstjórnin grípi inn í.