Verða að kyngja tilboðinu 10. nóvember 2004 00:01 Samningafundur hófst í kennaradeilunni klukkan tíu í morgun. Grunnskólakennarar lögðu fram tilboð í fyrradag sem felur í sér tuttugu og fimm prósenta launahækkun og segja að sveitarfélögin verði að kyngja því ef þau vilja fá kennara aftur í skólana. Þegar ljóst var í fyrradag að miðlunartillaga ríkissáttasemjara var kolfelld komu bæði sveitarfélögin og grunnskólakennarar með tillögur. Í tillögu sveitarfélaganna kemur að sögn fram vilji til að samræma vinnutíma og laun kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn. Þetta fengust kennarar ekki til að ræða, sögðu þetta eingöngu óljósar hugmyndir. Í tilboði kennaranna sjálfra felast talsvert meiri launahækkanir en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan fól í sér 130 þúsund króna eingreiðslu, 16,5% launahækkun og 26% kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Í tilboði kennara eru ákvæði um vinnufyrirkomulag sem eru svipuð og í miðlunartillögunni, en eingreiðslan 150 þúsund krónur, launahækkanir 25%, sem - ásamt fleiru - þýðir um 36% kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, telur að það sem kennarar „spili út“ þarna sé það sem þurfi til að leysa þetta verkfall. „Ég held að sveitarfélögin verði að kyngja þessu ef þau ætla að fá kennara inn í skólana,“ segir Eiríkur. Það verður hins vegar að teljast harla ólíklegt. Sveitarfélögin telja sig hafa teygt sig lengra en þau í raun gátu með miðlunartillögunni. Á samningafundinum í dag munu sveitarfélögin a.m.k. ræða tilboð kennara og reikna það út. Ekki horfir vænlega í deilunni og fá úrræði eftir. Kennarar hafa ekki útilokað gerðardóm, en það hafa sveitarfélögin gert. Lagasetning var ekki rædd í ríkisstjórn í gær en það er í sjálfu sér ekki útilokað að ríkissáttasemjari leggi fram nýja miðlunartillögu. Væntanlega sér hann þó lítinn tilgang í því, nema það sé fyrirséð að hún verði samþykkt. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Samningafundur hófst í kennaradeilunni klukkan tíu í morgun. Grunnskólakennarar lögðu fram tilboð í fyrradag sem felur í sér tuttugu og fimm prósenta launahækkun og segja að sveitarfélögin verði að kyngja því ef þau vilja fá kennara aftur í skólana. Þegar ljóst var í fyrradag að miðlunartillaga ríkissáttasemjara var kolfelld komu bæði sveitarfélögin og grunnskólakennarar með tillögur. Í tillögu sveitarfélaganna kemur að sögn fram vilji til að samræma vinnutíma og laun kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn. Þetta fengust kennarar ekki til að ræða, sögðu þetta eingöngu óljósar hugmyndir. Í tilboði kennaranna sjálfra felast talsvert meiri launahækkanir en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan fól í sér 130 þúsund króna eingreiðslu, 16,5% launahækkun og 26% kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Í tilboði kennara eru ákvæði um vinnufyrirkomulag sem eru svipuð og í miðlunartillögunni, en eingreiðslan 150 þúsund krónur, launahækkanir 25%, sem - ásamt fleiru - þýðir um 36% kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, telur að það sem kennarar „spili út“ þarna sé það sem þurfi til að leysa þetta verkfall. „Ég held að sveitarfélögin verði að kyngja þessu ef þau ætla að fá kennara inn í skólana,“ segir Eiríkur. Það verður hins vegar að teljast harla ólíklegt. Sveitarfélögin telja sig hafa teygt sig lengra en þau í raun gátu með miðlunartillögunni. Á samningafundinum í dag munu sveitarfélögin a.m.k. ræða tilboð kennara og reikna það út. Ekki horfir vænlega í deilunni og fá úrræði eftir. Kennarar hafa ekki útilokað gerðardóm, en það hafa sveitarfélögin gert. Lagasetning var ekki rædd í ríkisstjórn í gær en það er í sjálfu sér ekki útilokað að ríkissáttasemjari leggi fram nýja miðlunartillögu. Væntanlega sér hann þó lítinn tilgang í því, nema það sé fyrirséð að hún verði samþykkt.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira