Lúðvík beitti bolabrögðum og reyndist ódrengur 13. nóvember 2004 00:01 "Lúðvík beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins," segir Andrés Sigmundsson,bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar slita á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn í gær. Slitin urðu að sögn vegna trúnaðarbrests, meðal annars vegna undirritunar Andrésar á viljayfirlýsingu um kaup á svokölluðu Fiskiðjuhúsi sem menningarhúsi fyrir 153 milljónir króna. Andrés segist engan hafa skuldbundið og engan skaðað, einungis lýst yfir því að áfram skyldi unnið í málinu. "Lúðvík ákvað hins vegar að nota þetta tilefni með lævíslegum hætti til að sverta mannorð mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný til valda í Vestmannaeyjabæ. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum," segir Andrés Sigmundsson í yfirlýsingunni. Ennfremur segir í yfirlýsingunni að Lúðvík hafi undibúið vandlega það sem Andrés kallar aðför að sér, enda hafi Lúðvík verið búinn að mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki fáum stundum síðar, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Því sé vart annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafi síðustu daga í Eyjum en að leiðtogar Vestmannaeyjalista og Sjálfstæðisflokks hafi hannað atburðarásina frá upphafi til enda. Yfirlýsing Andrésar Sigmundssonar í heild:"Vestmannaeyjalistinn undir forystu Lúðvíks Bergvissonar hefur slitið vinstra samstarfinu við Framsóknarflokkinn í bæjarstjórn Vestmanneyja með tilvísun til trúnaðarbrests við undirritaðan. Í sjálfu sér er ekki við það að athuga að stjórnmálamaður á borð við Lúðvík Bergvinsson skipti um skoðun frá vinstri til hægri, en á hinn bóginn er ólíðandi að það sé gert með upplognum tilefnum og með því að vega að mannorði annarra manna. Staðreyndin er sú að Lúðvík hafði undibúið vandlega aðförina að undirrituðum enda var hann þegar samdægurs búinn að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Það er ekki annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafa síðustu daga í Eyjum heldur en þeir kumpánar, Lúðvík og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, hafi hannað atburðarásina frá upphafi til enda.Það er rangt að ég hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á svokölluðu Fiskiðjuhúsi sem menningarhúsi fyrir 153 milljónir. Viljayfirlýsingin sem ég undiritaði felur einungis í sér það sem þar stendur, áhuga viðkomandi að halda áfram viðræðum í byrjun þeirra, og leggja fram hugmyndir til skoðunar og ákvörðunar. Þar er skýrt tekið fram að "samkomulag er háð formlegu samþykki Verkefnastjórnar um Menningarhús í Vestmannaeyjum og skráðum eigendum" Fiskiðjuhússins. Í þessu felst ekki annað en að tillögur verði lagðar fram til kynningar og ákvörðun tekin hvort þeim verði hafnað eða þær samþykktar. Það er lögfræðilegt mat að engar frekari skuldbindingar hafi falist í þessari viljayfirlýsingu – og því þurfa aðrar hvatir en faglegar að koma til sögu þegar þetta er notað sem tilefni til samstarfsslita. Ég hafði engan skuldbundið – og engan skaðað.Lúðvík Bergvinsson ákvað hins vegar að nota þetta tilefni með lævíslegum hætti til að sverta mannorð mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný til valda í Vestmannaeyjabæ. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum, meirihlutasamstarf sem verið hefur "með miklum ágætum" eins og það er orðað í bókun Lúðvíks.Lúðvík Bergvinsson hefur vissulega heimild til að treysta þeim sem honum sýnist, og mynda meirihluta með hægri mönnum, en það er fráleitt hægt að sætta sig við þær aðferðir sem hann hefur notað til að slíta vinstra samstarfinu. Hann beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins. Andrés Sigmundsson. Vestmannaeyjum." Entist í 20 mánuði. Nýr bæjarstjórnarmeirihluti var myndaður í Eyjum í lok mars 2003. Sambúðin tók enda í gærkvöld þegar Vestmannaeyjalistinn undir forystu Lúðvíks Bergvinssonar batt enda á hana og myndaði nýjan meirihluta fáum klukkutímum síðar með Sjálfstæðisflokki. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
"Lúðvík beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins," segir Andrés Sigmundsson,bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar slita á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn í gær. Slitin urðu að sögn vegna trúnaðarbrests, meðal annars vegna undirritunar Andrésar á viljayfirlýsingu um kaup á svokölluðu Fiskiðjuhúsi sem menningarhúsi fyrir 153 milljónir króna. Andrés segist engan hafa skuldbundið og engan skaðað, einungis lýst yfir því að áfram skyldi unnið í málinu. "Lúðvík ákvað hins vegar að nota þetta tilefni með lævíslegum hætti til að sverta mannorð mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný til valda í Vestmannaeyjabæ. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum," segir Andrés Sigmundsson í yfirlýsingunni. Ennfremur segir í yfirlýsingunni að Lúðvík hafi undibúið vandlega það sem Andrés kallar aðför að sér, enda hafi Lúðvík verið búinn að mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki fáum stundum síðar, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Því sé vart annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafi síðustu daga í Eyjum en að leiðtogar Vestmannaeyjalista og Sjálfstæðisflokks hafi hannað atburðarásina frá upphafi til enda. Yfirlýsing Andrésar Sigmundssonar í heild:"Vestmannaeyjalistinn undir forystu Lúðvíks Bergvissonar hefur slitið vinstra samstarfinu við Framsóknarflokkinn í bæjarstjórn Vestmanneyja með tilvísun til trúnaðarbrests við undirritaðan. Í sjálfu sér er ekki við það að athuga að stjórnmálamaður á borð við Lúðvík Bergvinsson skipti um skoðun frá vinstri til hægri, en á hinn bóginn er ólíðandi að það sé gert með upplognum tilefnum og með því að vega að mannorði annarra manna. Staðreyndin er sú að Lúðvík hafði undibúið vandlega aðförina að undirrituðum enda var hann þegar samdægurs búinn að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Það er ekki annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafa síðustu daga í Eyjum heldur en þeir kumpánar, Lúðvík og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, hafi hannað atburðarásina frá upphafi til enda.Það er rangt að ég hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á svokölluðu Fiskiðjuhúsi sem menningarhúsi fyrir 153 milljónir. Viljayfirlýsingin sem ég undiritaði felur einungis í sér það sem þar stendur, áhuga viðkomandi að halda áfram viðræðum í byrjun þeirra, og leggja fram hugmyndir til skoðunar og ákvörðunar. Þar er skýrt tekið fram að "samkomulag er háð formlegu samþykki Verkefnastjórnar um Menningarhús í Vestmannaeyjum og skráðum eigendum" Fiskiðjuhússins. Í þessu felst ekki annað en að tillögur verði lagðar fram til kynningar og ákvörðun tekin hvort þeim verði hafnað eða þær samþykktar. Það er lögfræðilegt mat að engar frekari skuldbindingar hafi falist í þessari viljayfirlýsingu – og því þurfa aðrar hvatir en faglegar að koma til sögu þegar þetta er notað sem tilefni til samstarfsslita. Ég hafði engan skuldbundið – og engan skaðað.Lúðvík Bergvinsson ákvað hins vegar að nota þetta tilefni með lævíslegum hætti til að sverta mannorð mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný til valda í Vestmannaeyjabæ. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum, meirihlutasamstarf sem verið hefur "með miklum ágætum" eins og það er orðað í bókun Lúðvíks.Lúðvík Bergvinsson hefur vissulega heimild til að treysta þeim sem honum sýnist, og mynda meirihluta með hægri mönnum, en það er fráleitt hægt að sætta sig við þær aðferðir sem hann hefur notað til að slíta vinstra samstarfinu. Hann beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins. Andrés Sigmundsson. Vestmannaeyjum." Entist í 20 mánuði. Nýr bæjarstjórnarmeirihluti var myndaður í Eyjum í lok mars 2003. Sambúðin tók enda í gærkvöld þegar Vestmannaeyjalistinn undir forystu Lúðvíks Bergvinssonar batt enda á hana og myndaði nýjan meirihluta fáum klukkutímum síðar með Sjálfstæðisflokki.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira