Óvissa í skólastarfinu 15. nóvember 2004 00:01 Ófremdarástand skapast víða í grunnskólum landsins ef kennarar mæta ekki til vinnu í stórum stíl. Á dreifðum fundum kennara í gær ákváðu margir þeirra að mæta ekki til vinnu í dag og var það tilkynnt skólastjórnendum. Í flestum tilfellum neyðast skólastjórar því til að senda börn heim úr skólanum. Í Korpuskóla í Grafarvogi í Reykjavík verða til dæmis nemendur í 5. til 10. bekk sendir heim og svo verður hringt í foreldra barna í 1.-4. bekk og þeir beðnir um að sækja börnin sín. "Það verður að koma í ljós hvað gerist. Það skýrist kannski á fundi hjá ríkissáttasemjara í kvöld hvort það verður eitthvað ásættanlegra fyrir kennara að koma inn aftur en við verðum bara að sjá hvernig það verður. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að kennarar mæti til vinnu en komum ekki til með að geta leyst forföll ef kennarar eru veikir," sagði Svanhildur M. Ólafsdóttir, skólastjóri Korpuskóla, í gær. Gunnsteinn Sigurðsson er skólastjóri Lindaskóla í Kópavogi. "Þetta fer allt eftir umfanginu. Ef til þess kemur að stór hluti kennara mætir ekki þá náttúrlega segir það sig sjálft að það verður ekki hægt að halda uppi venjulegri kennslu. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að kennarar komi ekki til starfa í dag. Ég mæti til vinnu á morgun og bý mig undir að mitt starfsfólk mæti til vinnu. Það er búið að setja lög um þetta og ég bý mig undir það. Auðvitað er það undir niðri vegna þessarar umræðu sem hefur verið. Ég verð bara að bregðast við því þegar þar að kemur ef þannig fer en ég vona að ekki komi til þess. Ég skynja að kennarar eru bæði sárir og reiðir," sagði Gunnsteinn. Kennarar lögðu í gær til að miðlunartillögu ríkissáttasemjara yrði tekið, kennarar fengju 130 þúsund króna eingreiðslu, 5,5 prósenta launahækkun strax ásamt ýmsu smálegu en niðurstaða fundarins í gær var 130 þúsund króna eingreiðsla til að liðka fyrir samningum nú í vikunni. Samningafundur hefur verið boðaður klukkan 10 í dag. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Ófremdarástand skapast víða í grunnskólum landsins ef kennarar mæta ekki til vinnu í stórum stíl. Á dreifðum fundum kennara í gær ákváðu margir þeirra að mæta ekki til vinnu í dag og var það tilkynnt skólastjórnendum. Í flestum tilfellum neyðast skólastjórar því til að senda börn heim úr skólanum. Í Korpuskóla í Grafarvogi í Reykjavík verða til dæmis nemendur í 5. til 10. bekk sendir heim og svo verður hringt í foreldra barna í 1.-4. bekk og þeir beðnir um að sækja börnin sín. "Það verður að koma í ljós hvað gerist. Það skýrist kannski á fundi hjá ríkissáttasemjara í kvöld hvort það verður eitthvað ásættanlegra fyrir kennara að koma inn aftur en við verðum bara að sjá hvernig það verður. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að kennarar mæti til vinnu en komum ekki til með að geta leyst forföll ef kennarar eru veikir," sagði Svanhildur M. Ólafsdóttir, skólastjóri Korpuskóla, í gær. Gunnsteinn Sigurðsson er skólastjóri Lindaskóla í Kópavogi. "Þetta fer allt eftir umfanginu. Ef til þess kemur að stór hluti kennara mætir ekki þá náttúrlega segir það sig sjálft að það verður ekki hægt að halda uppi venjulegri kennslu. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að kennarar komi ekki til starfa í dag. Ég mæti til vinnu á morgun og bý mig undir að mitt starfsfólk mæti til vinnu. Það er búið að setja lög um þetta og ég bý mig undir það. Auðvitað er það undir niðri vegna þessarar umræðu sem hefur verið. Ég verð bara að bregðast við því þegar þar að kemur ef þannig fer en ég vona að ekki komi til þess. Ég skynja að kennarar eru bæði sárir og reiðir," sagði Gunnsteinn. Kennarar lögðu í gær til að miðlunartillögu ríkissáttasemjara yrði tekið, kennarar fengju 130 þúsund króna eingreiðslu, 5,5 prósenta launahækkun strax ásamt ýmsu smálegu en niðurstaða fundarins í gær var 130 þúsund króna eingreiðsla til að liðka fyrir samningum nú í vikunni. Samningafundur hefur verið boðaður klukkan 10 í dag.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira