Sjónarhóll á sínum stað 15. nóvember 2004 00:01 Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, var opnaður á laugardaginn og fyrsti starfsdagurinn var í gær. Þar var strax mikið að gera, töluvert verið að panta viðtöl og fólk virðist almennt hafa áttað sig á starfseminni, að sögn Hrefnu Haraldsdóttur fjölskylduráðgjafa. "Samtökin hafa verið starfandi um nokkurn tíma svo það er komin nokkur reynsla. Hópurinn sem leitar til okkar breikkar, áður fyrr voru þetta foreldrar barna með skilgreindar fatlanir en nú koma foreldrar barna með ýmis frávik, t.d. langveik börn, börn með athyglisbrest og þessháttar. Við vonum að fólk leiti til okkar um stuðning og það er sama hvers eðlis málið er, þau eru öll jafn mikilvæg. Svo má líka koma því að að Sjónarhóll er ekki bara fyrir foreldra sem eiga börn og unglinga heldur líka þá sem eiga fullorðin börn sem eiga við heilbrigðisvandamál að stríða." Hvernig þjónusta er veitt á Sjónarhóli? "Við veitum foreldrum upplýsingar um sinn rétt og barnanna, gefum góð ráð og stuðning. Það er enginn í kerfinu sem segir foreldrum hver réttur barnsins er, kerfið er flókinn frumskógur og þeir sem finnst þeir ekki fá þjónustu við hæfi leita hingað. Okkar starf er allt á forsendum foreldranna, við gerum ekkert nema foreldrarnir sjái tilgang í því." Hrefna hefur orðið vör við að þörfin er mikil :"Við ætlum heldur ekki að gleyma því að við erum til vegna þess að landsmenn allir söfnuðu fé og erum að fara út á land að kynna okkar starf. Vonandi getum við í framtíðinni boðið upp á fasta viðveru á stærri stöðum úti á landi því þar er stuðningsins ekki síður þörf. Við á Sjónarhóli viljum vera á staðnum og fólk á ekki alltaf að þurfa að koma til Reykjavíkur." Hvernig er svo starfseminni háttað? "Sjónarhóll er samsettur úr hagsmunasamtökum og óháður öllum rekstraraðilum sem skiptir mjög miklu því við getum þá veitt ákveðið aðhald. Við störfum hér þrjár eins og stendur: Þorgerður Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri sem er hjúkrunarfræðingur að mennt, Guðbjörg Andrésdóttir móttökuritari sem er foreldri fatlaðs barns en hennar reynsla hér innanhúss er mjög dýrmæt, einkum vegna þess að hún er sú fyrsta sem foreldrarnir heyra í og svo ég sem er eini ráðgjafinn sem stendur en vonandi koma inn fleiri." Það ríkir bjartsýni á Sjónarhóli. "Margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir ráðgjafarstöð af þessum toga og ég vona að við stöndum undir þeim væntingum. Þetta er spennandi og ábyrgðarmikið starf og við hlökkum til að takast á við það," segir Hrefna Haraldsdóttir að lokum. Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, var opnaður á laugardaginn og fyrsti starfsdagurinn var í gær. Þar var strax mikið að gera, töluvert verið að panta viðtöl og fólk virðist almennt hafa áttað sig á starfseminni, að sögn Hrefnu Haraldsdóttur fjölskylduráðgjafa. "Samtökin hafa verið starfandi um nokkurn tíma svo það er komin nokkur reynsla. Hópurinn sem leitar til okkar breikkar, áður fyrr voru þetta foreldrar barna með skilgreindar fatlanir en nú koma foreldrar barna með ýmis frávik, t.d. langveik börn, börn með athyglisbrest og þessháttar. Við vonum að fólk leiti til okkar um stuðning og það er sama hvers eðlis málið er, þau eru öll jafn mikilvæg. Svo má líka koma því að að Sjónarhóll er ekki bara fyrir foreldra sem eiga börn og unglinga heldur líka þá sem eiga fullorðin börn sem eiga við heilbrigðisvandamál að stríða." Hvernig þjónusta er veitt á Sjónarhóli? "Við veitum foreldrum upplýsingar um sinn rétt og barnanna, gefum góð ráð og stuðning. Það er enginn í kerfinu sem segir foreldrum hver réttur barnsins er, kerfið er flókinn frumskógur og þeir sem finnst þeir ekki fá þjónustu við hæfi leita hingað. Okkar starf er allt á forsendum foreldranna, við gerum ekkert nema foreldrarnir sjái tilgang í því." Hrefna hefur orðið vör við að þörfin er mikil :"Við ætlum heldur ekki að gleyma því að við erum til vegna þess að landsmenn allir söfnuðu fé og erum að fara út á land að kynna okkar starf. Vonandi getum við í framtíðinni boðið upp á fasta viðveru á stærri stöðum úti á landi því þar er stuðningsins ekki síður þörf. Við á Sjónarhóli viljum vera á staðnum og fólk á ekki alltaf að þurfa að koma til Reykjavíkur." Hvernig er svo starfseminni háttað? "Sjónarhóll er samsettur úr hagsmunasamtökum og óháður öllum rekstraraðilum sem skiptir mjög miklu því við getum þá veitt ákveðið aðhald. Við störfum hér þrjár eins og stendur: Þorgerður Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri sem er hjúkrunarfræðingur að mennt, Guðbjörg Andrésdóttir móttökuritari sem er foreldri fatlaðs barns en hennar reynsla hér innanhúss er mjög dýrmæt, einkum vegna þess að hún er sú fyrsta sem foreldrarnir heyra í og svo ég sem er eini ráðgjafinn sem stendur en vonandi koma inn fleiri." Það ríkir bjartsýni á Sjónarhóli. "Margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir ráðgjafarstöð af þessum toga og ég vona að við stöndum undir þeim væntingum. Þetta er spennandi og ábyrgðarmikið starf og við hlökkum til að takast á við það," segir Hrefna Haraldsdóttir að lokum.
Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira