Samningar ógna stöðugleikanum 17. nóvember 2004 00:01 Laun kennara hækka um 24,7 prósent á samningstímanum til 2008. Mest er hækkunin fyrsta árið eða um 17,7 prósent í þremur skrefum á tæplega einu ári eða fram til 1. ágúst 2005. Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu strax og 70 þúsund króna uppbót næsta vor. Kennsluskylda minnkar um klukkustund á viku næsta vetur og aftur um eina viku árið 2007. Nýtt ákvæði er um lífeyrissparnað. Tryggva Þór Herbertssyni, forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, líst ekkert á hækkunina með tilliti til verðbólguþróunarinnar. "Þetta er gríðarleg hækkun. Ef aðrir hópar fá eitthvað á þessum nótum þá ógnar það stöðugleikanum og það er einmitt það sem hagfræðingar hafa varað við, víxlhækkun verðlags og launa. Þegar kaupmáttaraukningin verður alltof mikil miðað við efnahagslegar forsendur leiðir það beint út í verðlagið. Ef þetta leiðir yfir í aðra kjarasamninga, sem það á örugglega eftir að gera, þá er ljóst að það verður mjög erfitt með tilliti til verðlagsins. Það verður settur enn meiri þungi á hagstjórnina en þegar hefur verið gert," segir hann. "Ég legg ekki mat á samninginn sem slíkan en ég er sammála forystu Kennarasambandsins um að það sé hyggilegra ganga frá samningi núna en bíða eftir úrslitum gerðardóms. Ég er sannfærður um að Kennarasambandið hefur með baráttu sinni skilað árangri inn í framtíðina," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og sagðist ekki horfa til láglauna- og millitekjufólks á Íslandi þegar verðbólgan væri annars vegar. "Ábyrgðin liggur allt annars staðar. Það er fráleitt að kenna láglauna og millitekjufólki í réttmætri kjarabáráttu um verðbólguna. Ríkisstjórn og atvinnurekendur eiga frekar að horfa í eigin barm, á stóriðjustefnu sem hefur valdið þenslu, þensluhvetjandi skattalækkunaráform og sjálftökuliðsins á markaði." Hvorki forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins né Seðlabankans vildu tjá sig um verðbólguhættuna í gær. Launahækkun kennara 2004-2008:5,5 %1. okt. 20043,0 %1. jan. 20059,27 %1. ág. 20052,50 %1. jan. 20062,25 %1. jan. 20072,25 %1. jan. 2008 Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Laun kennara hækka um 24,7 prósent á samningstímanum til 2008. Mest er hækkunin fyrsta árið eða um 17,7 prósent í þremur skrefum á tæplega einu ári eða fram til 1. ágúst 2005. Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu strax og 70 þúsund króna uppbót næsta vor. Kennsluskylda minnkar um klukkustund á viku næsta vetur og aftur um eina viku árið 2007. Nýtt ákvæði er um lífeyrissparnað. Tryggva Þór Herbertssyni, forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, líst ekkert á hækkunina með tilliti til verðbólguþróunarinnar. "Þetta er gríðarleg hækkun. Ef aðrir hópar fá eitthvað á þessum nótum þá ógnar það stöðugleikanum og það er einmitt það sem hagfræðingar hafa varað við, víxlhækkun verðlags og launa. Þegar kaupmáttaraukningin verður alltof mikil miðað við efnahagslegar forsendur leiðir það beint út í verðlagið. Ef þetta leiðir yfir í aðra kjarasamninga, sem það á örugglega eftir að gera, þá er ljóst að það verður mjög erfitt með tilliti til verðlagsins. Það verður settur enn meiri þungi á hagstjórnina en þegar hefur verið gert," segir hann. "Ég legg ekki mat á samninginn sem slíkan en ég er sammála forystu Kennarasambandsins um að það sé hyggilegra ganga frá samningi núna en bíða eftir úrslitum gerðardóms. Ég er sannfærður um að Kennarasambandið hefur með baráttu sinni skilað árangri inn í framtíðina," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og sagðist ekki horfa til láglauna- og millitekjufólks á Íslandi þegar verðbólgan væri annars vegar. "Ábyrgðin liggur allt annars staðar. Það er fráleitt að kenna láglauna og millitekjufólki í réttmætri kjarabáráttu um verðbólguna. Ríkisstjórn og atvinnurekendur eiga frekar að horfa í eigin barm, á stóriðjustefnu sem hefur valdið þenslu, þensluhvetjandi skattalækkunaráform og sjálftökuliðsins á markaði." Hvorki forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins né Seðlabankans vildu tjá sig um verðbólguhættuna í gær. Launahækkun kennara 2004-2008:5,5 %1. okt. 20043,0 %1. jan. 20059,27 %1. ág. 20052,50 %1. jan. 20062,25 %1. jan. 20072,25 %1. jan. 2008
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira