Innlent

BHM harmar lagasetninguna

Bandalag háskólamanna harmar að Alþingi hafi bundið enda á verkfall grunnskólakennara með lagasetningu. Samningsréttur launafólks er stjórnarskrárvarinn og verkfallsrétturinn nauðsynlegt tæki til að ná fram kjarabótum. BHM þekkir af eigin raun hve slæm áhrif lagasetning hefur á samskipti launamanna og viðsemjenda en 1990 voru sett bráðabirgðalög sem kipptu launahækkunum BHM-félaga úr sambandi. Tekið hefur mörg ár að ná þeim kjarabótum aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×