Kennarar greiða samninginn sjálfir 18. nóvember 2004 00:01 Kennarar íhuga hvernig þeir geta tjáð óánægju sína með nýjan kjarasamning án þess að fella hann og hann fari í gerðardóm, segir Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. Hann segir að litið sé á samninginn sem nauðungarsamning. Hilmar gagnrýnir umtal um rúmlega tveggja tuga launahækkanir kennara. Þeir greiði að hluta hækkunina sjálfir. Samkvæmt útreikningum heimildarmanns Fréttablaðsins hækka grunnlaun meðalkennara sem ekki nýtur sérstakra ívilnana um 20 prósent á samningstímanum. Kjósi meðalkennarinn óbreyttan vinnutíma fær hann tvo tíma í yfirvinnu og launin hækka um tæp 28 prósent. Reiknað er út frá að kennarinn fái meðaltal úr launapotti sem skólastjórar úthluta. Hilmar segir stærsta hluta 9,27 prósenta launahækkunarinnar sem taka eigi gildi 1. ágúst 2005, eða 7,5 prósent, þegar hluta af launum kennara. Hækkunin verði því einungis 1,77 prósent að meðaltali. Skýrist það af því að launin verði hækkuð um þrjá launaflokka sem skólastjórar höfðu til umráða. Misjafnt sé hve marga flokka kennararnir höfðu en að meðaltali hafi kennarar haft tvo og hálfan flokk. Umskiptin séu því ekki mikil. Hilmar segir launaflokka kennara hafa verið frá einum og allt að sjö flokkum. Þeir sem mest hafi geti lækkað í launum: "Það er þó bót í máli að skólastjórar hafa einn flokk á hvert stöðugildi til að deila út til kennara." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að með því að tryggja kennurum þrjá launaflokka í föstum launum séu hagsmunir meirihluta kennara tryggðir. Samningarnir tryggi því fólki flokkana til framtíðar. Skólastjórar geti með nýjum samningi veitt 20 prósentum kennara fjóra launaflokka. Þeir stjórni því hvort launin lækki eður ei. Eftir því sem blaðið kemst næst eru 85 prósent kennara með þrjá flokka eða minna. Enginn kennari í Reykjavík hafi haft sjö flokka. Einungis á þriðja tug þeirra hafi verið með fimm eða fleiri flokka og um 180 fjóra. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Kennarar íhuga hvernig þeir geta tjáð óánægju sína með nýjan kjarasamning án þess að fella hann og hann fari í gerðardóm, segir Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. Hann segir að litið sé á samninginn sem nauðungarsamning. Hilmar gagnrýnir umtal um rúmlega tveggja tuga launahækkanir kennara. Þeir greiði að hluta hækkunina sjálfir. Samkvæmt útreikningum heimildarmanns Fréttablaðsins hækka grunnlaun meðalkennara sem ekki nýtur sérstakra ívilnana um 20 prósent á samningstímanum. Kjósi meðalkennarinn óbreyttan vinnutíma fær hann tvo tíma í yfirvinnu og launin hækka um tæp 28 prósent. Reiknað er út frá að kennarinn fái meðaltal úr launapotti sem skólastjórar úthluta. Hilmar segir stærsta hluta 9,27 prósenta launahækkunarinnar sem taka eigi gildi 1. ágúst 2005, eða 7,5 prósent, þegar hluta af launum kennara. Hækkunin verði því einungis 1,77 prósent að meðaltali. Skýrist það af því að launin verði hækkuð um þrjá launaflokka sem skólastjórar höfðu til umráða. Misjafnt sé hve marga flokka kennararnir höfðu en að meðaltali hafi kennarar haft tvo og hálfan flokk. Umskiptin séu því ekki mikil. Hilmar segir launaflokka kennara hafa verið frá einum og allt að sjö flokkum. Þeir sem mest hafi geti lækkað í launum: "Það er þó bót í máli að skólastjórar hafa einn flokk á hvert stöðugildi til að deila út til kennara." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að með því að tryggja kennurum þrjá launaflokka í föstum launum séu hagsmunir meirihluta kennara tryggðir. Samningarnir tryggi því fólki flokkana til framtíðar. Skólastjórar geti með nýjum samningi veitt 20 prósentum kennara fjóra launaflokka. Þeir stjórni því hvort launin lækki eður ei. Eftir því sem blaðið kemst næst eru 85 prósent kennara með þrjá flokka eða minna. Enginn kennari í Reykjavík hafi haft sjö flokka. Einungis á þriðja tug þeirra hafi verið með fimm eða fleiri flokka og um 180 fjóra.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira