Skrifborðið og þvottavélarnar 25. nóvember 2004 00:01 Hin landsþekkta söngkona Svanhildur Jakobsdóttir heldur mikið upp á allt sem hún á: "Af húsgögnum held ég mest upp á skrifborðið okkar, sem er norskt og sérstaklega fallegt. Við keyptum það einu sinni þegar hljómsveitin okkar spilaði á þorrablóti fyrir Íslendinga í Noregi. Við höfðum ákveðið að nota ferðina til að kaupa okkur sófaborð og fórum um allt vítt og breitt til að leita að því. Fundum nú ekkert sófaborð sem okkur líkaði en hinsvegar sáum við skrifborðið og ákváðum að fjárfesta í því í staðinn. Svo hringdum við í Flugfélagið til að athuga hvort þeir gætu flutt fyrir okkur skrifborð og það var ekkert sjálfsagðara þó líkast til hafi runnið á þá tvær grímur þegar þeir sáu hvað borðið var stórt. Skrifborðið er fallegt og verður vonandi erfðagripur. Það gleður auga manns á hverjum degi." Svo eru uppþvottavélar og þvottavélar í sérstöku uppáhaldi hjá Svanhildi. "Það er svo stórkostlegt að geta á hverjum degi hent öllu leirtaui og óhreinum fötum inn í sitt hvora vélina og afgreiða málin þannig. Mér er minnisstætt þegar ég ákvað að keypt yrði uppþvottavél en það var fyrir mörgum árum að öll fjölskyldan var inni í stofu að horfa á eitthvað sérstaklega skemmtilegt í sjónvarpinu nema ég, sem stóð inni í eldhúsi og vaskaði upp. Mér finnast uppþvottavélar öndvegistæki sem enginn skyldi vera án. Heilsa Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hin landsþekkta söngkona Svanhildur Jakobsdóttir heldur mikið upp á allt sem hún á: "Af húsgögnum held ég mest upp á skrifborðið okkar, sem er norskt og sérstaklega fallegt. Við keyptum það einu sinni þegar hljómsveitin okkar spilaði á þorrablóti fyrir Íslendinga í Noregi. Við höfðum ákveðið að nota ferðina til að kaupa okkur sófaborð og fórum um allt vítt og breitt til að leita að því. Fundum nú ekkert sófaborð sem okkur líkaði en hinsvegar sáum við skrifborðið og ákváðum að fjárfesta í því í staðinn. Svo hringdum við í Flugfélagið til að athuga hvort þeir gætu flutt fyrir okkur skrifborð og það var ekkert sjálfsagðara þó líkast til hafi runnið á þá tvær grímur þegar þeir sáu hvað borðið var stórt. Skrifborðið er fallegt og verður vonandi erfðagripur. Það gleður auga manns á hverjum degi." Svo eru uppþvottavélar og þvottavélar í sérstöku uppáhaldi hjá Svanhildi. "Það er svo stórkostlegt að geta á hverjum degi hent öllu leirtaui og óhreinum fötum inn í sitt hvora vélina og afgreiða málin þannig. Mér er minnisstætt þegar ég ákvað að keypt yrði uppþvottavél en það var fyrir mörgum árum að öll fjölskyldan var inni í stofu að horfa á eitthvað sérstaklega skemmtilegt í sjónvarpinu nema ég, sem stóð inni í eldhúsi og vaskaði upp. Mér finnast uppþvottavélar öndvegistæki sem enginn skyldi vera án.
Heilsa Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira