Innlent

Aukið fé til heilsugæslu

Virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi segja til sín í aukinni heilsugæsluþjónustu. Í aukafjárlögum fær Heilbrigðisstofnun Austurlands 25 milljóna króna fjárveitingu og er það annars vegar 15 milljónir króna vegna aukinnar heilsugæsluþjónustu í kjölfar stóriðjuframkvæmda á Austurlandi. Í greinargerð segir að vegna framkvæmda við álver, jarðgöng og virkjun hafi álag á heilsugæsluna aukist verulega þegar á fyrri hluta ársins 2004. Nú sé aðeins einn læknir starfandi á þessu svæði og nauðsynlegt sé að bæta við þjónustu læknis og hjúkrunarfræðings þegar á þessu ári. Hins vegar eiga 10 milljónir króna til viðbótar að renna til aukinnar heilsugæsluþjónustu á Egilsstöðum. Nefnt er að komum á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum hafi fjölgað um 11 prósent á árinu 2003. Auk þess séu samskipti við þá fjölmörgu útlendinga sem koma þangað tímafrekari sökum tungumálaerfiðleika og tilfellin að jafnaði erfiðari og flóknari en hjá öðrum skjólstæðingum stofnunarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×