Innlent

Nauðbeygð til að hækka álögur

Formaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld nauðbeygja sveitarfélögin til þess að hækka álögur eða skera niður félagslega þjónustu með því að bæta sífellt á þau verkefnum án þess að láta fé fylgja þeim. Össur Skarphéðinsson,  formaður Samfylkingarinnar, er málshefjandi í utandagskrárumræðu um skiptingu tekna á milli ríkis og sveitarfélaga sem hefst á Alþingi klukkan þrjú í dag. Hann segir ríkið skulda sveitarfélögunum pening og félagsmálaráðherra verði að svara því hvort þessir peningar muni koma eða ekki. Ef hann geri það ekki sé alveg ljóst að ríkisstjórnin sé að þrýsta á sveitarfélögin að hækka skatta og ýmis konar gjöld eða að draga niður þjónustu, og þannig ráðast í félagslegan niðurskurð. Spurður hvort Reykvíkingar megi eiga von á því að skattar verði lækkaðir aftur ef meira fjármagni verði veitt til sveitarfélaganna segist Össur ekki treysta sér til að segja til um það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×