Eimir eftir af áráttuhegðun 29. nóvember 2004 00:01 "Þetta hefur gengið framar vonum, en röskunin sem varð er þó enn að trufla hann," sagði Pálína E. Þórðardóttir, móðir hans. "Einhverfir leita í einhverja áráttu þegar þeir hafa ekki sitt reglubundna líf. Hann fer í áráttuhegðun þegar áreitið kemur og það eimir enn eftir af því. Það tekur væntanlega lengri tíma að vinna úr því." Pálína og faðir Jóns Þórs, Jóhannes Jónsson, sögðu meðan verkfallið stóð, að það væri beinlínis sárt að horfa upp á þá afturför sem hefði orðið hjá honum. Jón Þór er eins og aðrir einhverfir, mjög háður reglu og skipulagi og sögðu foreldrar hans þann tíma sem verkfallið hefur staðið kostað hann marga mánuði í afturför. Hann var þá farinn að taka reiðiköst. Fyrstu daga verkfallsins grét hann mikið og var farinn að pissa á sig, jafnvel nokkrum sinnum á dag, en áður hafði það komið örsjaldan fyrir. Pálína sagði starfsfólkið í Hamraskóla, þar sem Jón Þór er, vera frábært í alla staði. Þar er rekin deild fyrir einhverfa nemendur, sem eru sjö talsins. Krakkarnir eru á ýmsum aldri, allt upp í 8. bekk. "Verkfallið truflaði hann verulega og við eigum enn svolítið í land," sagði Pálína. "Hann varð mjög glaður þegar hann komst aftur í skólann. Það var ekki vandamál að fá hann til að fara aftur þangað, en það var kannski meira vandamál að fá hann til að fara að vinna aftur og gera sín verkefni. Það er ekki komið í sama horf og var áður en verkfallið skall á." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Fleiri fréttir Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Sjá meira
"Þetta hefur gengið framar vonum, en röskunin sem varð er þó enn að trufla hann," sagði Pálína E. Þórðardóttir, móðir hans. "Einhverfir leita í einhverja áráttu þegar þeir hafa ekki sitt reglubundna líf. Hann fer í áráttuhegðun þegar áreitið kemur og það eimir enn eftir af því. Það tekur væntanlega lengri tíma að vinna úr því." Pálína og faðir Jóns Þórs, Jóhannes Jónsson, sögðu meðan verkfallið stóð, að það væri beinlínis sárt að horfa upp á þá afturför sem hefði orðið hjá honum. Jón Þór er eins og aðrir einhverfir, mjög háður reglu og skipulagi og sögðu foreldrar hans þann tíma sem verkfallið hefur staðið kostað hann marga mánuði í afturför. Hann var þá farinn að taka reiðiköst. Fyrstu daga verkfallsins grét hann mikið og var farinn að pissa á sig, jafnvel nokkrum sinnum á dag, en áður hafði það komið örsjaldan fyrir. Pálína sagði starfsfólkið í Hamraskóla, þar sem Jón Þór er, vera frábært í alla staði. Þar er rekin deild fyrir einhverfa nemendur, sem eru sjö talsins. Krakkarnir eru á ýmsum aldri, allt upp í 8. bekk. "Verkfallið truflaði hann verulega og við eigum enn svolítið í land," sagði Pálína. "Hann varð mjög glaður þegar hann komst aftur í skólann. Það var ekki vandamál að fá hann til að fara aftur þangað, en það var kannski meira vandamál að fá hann til að fara að vinna aftur og gera sín verkefni. Það er ekki komið í sama horf og var áður en verkfallið skall á."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Fleiri fréttir Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Sjá meira