Innlent

Heimdallur harmar hækkunina

Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna, harmar þá ákvörðun stjórnvalda að hækka áfengisskatt sem fyrir hafi verið sá hæsti í heiminum. Hann hafi síðast verið hækkaður um 15% árið 2002 og nú um 7%. Þetta gerist á sama tíma og Danir hafi verið að lækka áfengisskatt um 45%, Finnar um 33% og Svíar stefni að 30-40% lækkun. Heimdallur segir það skjóta skökku við að í kjölfar fyrirhugðra tekjuskattslækkunar grípi stjórnvöld til þess ráðs að hækka neysluskatta í stað sparnaðar í ríkisrekstrinum. Þá telja samtök ferðaþjónustunnar hækkunina ganga þvert á þá yfirlýstu stefnu stjórnvalda að ferðaþjónustunni á Íslandi verði sköpuð sambærileg rekstrarskilyrði og gilda í samkeppnislöndunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×