Innlent

Happdrættislög í bága við EES

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA hefur gefið ríkisstjórninni þrjá mánuði til að breyta lögum um happdrætti þar sem þau stangist á við EES samninginn. Jónas Fr. Jónsson deildarstjóri hjá ESA segir að eftirlitsstofnunin hafi margsinnis gert árangurslausar tilraunir til að fá íslensk stjórnvöld til að bregðast við en án árangur. Ákvæði laganna sem banni Íslendingum að eiga viðskipti við erlend happrdrætti og starfa fyrir þau stangist á við EES samninginn. Lagasetningin sem um ræðir er á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins. Ekki náðist í Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra sem er erlendis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×