Innlent

Nýr umboðsmaður barna

Forsætisráðherra skipaði í gær Ingibjörgu Þ. Rafnar hæstaréttarlögmann í embætti umboðsmanns barna frá og með áramótum. Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að Ingbjörg hafi, auk margvíslegra lögfræði- og trúnaðarstarfa, tekið tekið þátt í mótun löggjafar um málefni barna, bæði laga um fæðingarorlof árið 1986 og laga um vernd barna og ungmenna árið 1992. "Ingibjörg hefur langa og farsæla reynslu af störfum tengdum réttindum barna og aðbúnaði þeirra og því vel að þessu starfi komin," segir í tilkynningunni. Eiginmaður Ingibjargar er Þorsteinn Pálsson, sendiherra og eiga þau þrjú börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×