Lífið

Leitað á heimili Michaels Jacksons

Lögreglan í Kaliforníu gerði húsleit á heimili söngvarans Michaels Jacksons, Neverland-búgarðinum, í gær. Tilgangurinn var að leita sönnunargagna í tengslum við ásakanir á hendur söngavaranum um kynferðislega misnotkun á börnum. Michael Jackson, sem nú er fjörutíu og sex ára, bíður þess að réttarhöld yfir honum hefjist í lok næsta mánaðar. Hann hefur staðfastlega neitað öllum ásökunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.