Lífið

Húsleit hjá poppgoði

Rannsóknarlögreglumenn Sýslumannsembættis Santa Barbara í Kaliforníu í Bandaríkjunum gerðu húsleit á búgarði poppgoðsins Michaels Jackson á föstudag, en hann á að mæta fyrir rétt eftir nokkrar vikur sakaður um barnamisnotkun. Yfirvöld vildu ekki gefa upp af hverju ráðist hafi verið til inngöngu á búgarðinn nú, meira en ári eftir fyrstu húsleit á staðnum. Í tilkynningu Sýslumannsembættisins sagði bara að húsleitin væri "hluti yfirstandandi rannsóknar." Michael Jackson, sem er 46 ára gamall, var í desember í fyrra kærður fyrir að misnota ungan dreng og halda að honum áfengi. Réttarhöldin yfir honum eiga að byrja 31. janúar næstkomandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.