Munaði sekúndum að allir færust 5. desember 2004 00:01 Yfirlögregluþjónninn á Sauðárkróki segir að aðeins hafi munað sekúndum að fjögur ungmenni færust öll í húsbrunanum þar í gærmorgun. Bænastund var haldin í Sauðárkrókskirkju nú síðdegis vegna slyssins en 21 árs gamall piltur lét lífið í eldsvoðanum. Fánar á Sauðárkróki blöktu í hálfa stöng í dag og margir höfðu kveikt á kertum. Klukkan hálffjögur streymdu bæjarbúar til bænastundar í kirkjunni vegna eldsvoðans, sem varð í íbúðarhúsi við Bárustíg í gærmorgun. Fjöldi ungmenna hafði verið í húsinu um nóttina í samkvæmi. Þegar eldurinn kom upp voru fjögur ungmenni þar enn, þrír piltar og ein stúlka, og þykir ganga kraftaverki næst að þrjú þeirra skyldu bjargast út. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að aðeins hafi munað sekúndum að þau færust öll í brunanum. Einn piltur bjargaði sér með því að stökkva fram af svölum á annarri hæð. Þá var stúlku einnig bjargað af efri hæðinni. Björn segir að slökkviliðsmenn og nágrannar hafi unnið þrekvirki við bjarga hinum út. Nágrannar hafi gripið stúlku eftir að hafa manað hana til að stökkva út um glugga af annarri hæð. Þá þykir mildi að reykkafarar úr hópi slökkviliðsmanna skyldu ná að bjarga pilti út af neðri hæðinni. Þeir hnutu um eitthvað á gólfinu, sem í ljós kom að var pilturinn, og drógu hann umsvifalaust með sér út. Björn segir slökkviliðsmennina óyggjandi hafa bjargað lífi hans með því. Vegna brunans var því frestað í gær að tendra ljós á jólatrénu á Kirkjutorgi. Það var hins vegar gert nú síðdegis að bænastund lokinni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
Yfirlögregluþjónninn á Sauðárkróki segir að aðeins hafi munað sekúndum að fjögur ungmenni færust öll í húsbrunanum þar í gærmorgun. Bænastund var haldin í Sauðárkrókskirkju nú síðdegis vegna slyssins en 21 árs gamall piltur lét lífið í eldsvoðanum. Fánar á Sauðárkróki blöktu í hálfa stöng í dag og margir höfðu kveikt á kertum. Klukkan hálffjögur streymdu bæjarbúar til bænastundar í kirkjunni vegna eldsvoðans, sem varð í íbúðarhúsi við Bárustíg í gærmorgun. Fjöldi ungmenna hafði verið í húsinu um nóttina í samkvæmi. Þegar eldurinn kom upp voru fjögur ungmenni þar enn, þrír piltar og ein stúlka, og þykir ganga kraftaverki næst að þrjú þeirra skyldu bjargast út. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að aðeins hafi munað sekúndum að þau færust öll í brunanum. Einn piltur bjargaði sér með því að stökkva fram af svölum á annarri hæð. Þá var stúlku einnig bjargað af efri hæðinni. Björn segir að slökkviliðsmenn og nágrannar hafi unnið þrekvirki við bjarga hinum út. Nágrannar hafi gripið stúlku eftir að hafa manað hana til að stökkva út um glugga af annarri hæð. Þá þykir mildi að reykkafarar úr hópi slökkviliðsmanna skyldu ná að bjarga pilti út af neðri hæðinni. Þeir hnutu um eitthvað á gólfinu, sem í ljós kom að var pilturinn, og drógu hann umsvifalaust með sér út. Björn segir slökkviliðsmennina óyggjandi hafa bjargað lífi hans með því. Vegna brunans var því frestað í gær að tendra ljós á jólatrénu á Kirkjutorgi. Það var hins vegar gert nú síðdegis að bænastund lokinni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira