Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. mars 2025 23:48 Hvorugur forsetanna sækir fundinn en von er á að vopnahléstillaga verði rædd. AP Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna eru báðir staddir í Jeddah-borg þar sem fundurinn fer fram þó Selenskí forseti taki ekki beinan þátt í viðræðunum frekar en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Hann fór til Jeddah-borgar á fund Múhameðs bin Salman, krúnuprins Sádí-Arabíu. Í stað Selenskís eru þó utanríkis- og varnarmálaráðherrar ríkisstjórnar hans. Hann birti færslu á samfélagsmiðla í dag þar sem sagði raunsæjar tillögur liggja fyrir. Þessi fundur er sá fyrsti fulltrúa þjóðanna tveggja síðan Selenskí, Trump og Vance varaforseti munnhjuggust í Hvíta húsinu undir lok síðasta mánuðar. Selenskí var vísað á dyr án þess að næðist að undirrita samning sem kvað á um aðgengi Bandaríkjanna að jarðefnaauðlindum Úkraínu sem til stóð á fundinum. Í kjölfar fundarins stöðvaði Donald Trump alla hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu og lokaði á aðgengi úkraínskra stjórnvalda að njósnaupplýsingum. Vólódímír Selenskí hefur sagst vera tilbúinn til að undirrita samninginn og segist vongóður um að fundurinn beri árangur hver svo sem sá árangur kann að vera. Breski miðillinn Guardian greinir frá því að gert sé ráð fyrir því að úkraínska sendinefndin hyggist leggja til vopnahléstillögu sem feli í sér bann á flygilda- og eldflaugaárásum auk banns á öllum hernaðaraðgerðum í og yfir Svartahafi. Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Sádi-Arabía Tengdar fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Sérsveitir rússneska hersins eru sagðar hafa gengið langa leið inni í gaslögn til að ráðast úr launsátri á úkraínskar hersveitir í Kúrsk-héraði. Úkraínumenn segjast hafa uppgötvað árás hermannanna í tæka tíð. 9. mars 2025 15:41 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna eru báðir staddir í Jeddah-borg þar sem fundurinn fer fram þó Selenskí forseti taki ekki beinan þátt í viðræðunum frekar en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Hann fór til Jeddah-borgar á fund Múhameðs bin Salman, krúnuprins Sádí-Arabíu. Í stað Selenskís eru þó utanríkis- og varnarmálaráðherrar ríkisstjórnar hans. Hann birti færslu á samfélagsmiðla í dag þar sem sagði raunsæjar tillögur liggja fyrir. Þessi fundur er sá fyrsti fulltrúa þjóðanna tveggja síðan Selenskí, Trump og Vance varaforseti munnhjuggust í Hvíta húsinu undir lok síðasta mánuðar. Selenskí var vísað á dyr án þess að næðist að undirrita samning sem kvað á um aðgengi Bandaríkjanna að jarðefnaauðlindum Úkraínu sem til stóð á fundinum. Í kjölfar fundarins stöðvaði Donald Trump alla hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu og lokaði á aðgengi úkraínskra stjórnvalda að njósnaupplýsingum. Vólódímír Selenskí hefur sagst vera tilbúinn til að undirrita samninginn og segist vongóður um að fundurinn beri árangur hver svo sem sá árangur kann að vera. Breski miðillinn Guardian greinir frá því að gert sé ráð fyrir því að úkraínska sendinefndin hyggist leggja til vopnahléstillögu sem feli í sér bann á flygilda- og eldflaugaárásum auk banns á öllum hernaðaraðgerðum í og yfir Svartahafi.
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Sádi-Arabía Tengdar fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Sérsveitir rússneska hersins eru sagðar hafa gengið langa leið inni í gaslögn til að ráðast úr launsátri á úkraínskar hersveitir í Kúrsk-héraði. Úkraínumenn segjast hafa uppgötvað árás hermannanna í tæka tíð. 9. mars 2025 15:41 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Sérsveitir rússneska hersins eru sagðar hafa gengið langa leið inni í gaslögn til að ráðast úr launsátri á úkraínskar hersveitir í Kúrsk-héraði. Úkraínumenn segjast hafa uppgötvað árás hermannanna í tæka tíð. 9. mars 2025 15:41
Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37
Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17