Öruggasta öldurhús í heimi 7. desember 2004 00:01 Mjög hefur verið hert á allri öryggisgæslu í heiminum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og þykir mörgum nóg um. Í höfuðborg Þýskalands er ástandið orðið þannig að erfitt er að fá sér bjór, að minnsta kosti á Windhorst-barnum í Mitte-hverfinu. Nágrannar bandaríska sendiráðsins á Laufásvegi hafa kvartað sáran yfir nábýlinu við það. Götunni hefur verið lokað í annan endann og fólk hefur ekki aðgang að lóðum í kringum hús sín. Öryggisráðstafanir við bandarísk sendiráð eiga sér þó eðlilegar skýringar enda hafa þau verið skotmark hryðjuverkamanna víða um heim. Skemmst er að minnast árásarinnar á ræðismannsskrifstofuna í Jeddah á mánudaginn og fyrir nokkrum árum voru sendiráð Bandaríkjamanna í Kenýa og Tansaníu sprengd í loft upp með þeim afleiðingum að hundruð manna létu lífið. Bandaríska sendiráðið í Berlín stendur við götu í Mitte-hverfinu en þar var áður fyrr mikil umferð. Fyrir þremur árum var götunni hins vegar lokað og kemst enginn að byggingunni nema að þungvopnuð sveit lögreglumanna hleypi viðkomandi inn eftir vegabréfsskoðun og vopnaleit. Hjólreiðamönnum sem leið eiga um er gert að teyma hjólhesta sína. Næsti nágranni sendiráðsins er Windhorst-barinn og vill þannig til að kráin er innan víggirðingarinnar. Barinn var eitt sinn vinsæll á meðal kaupsýslumanna í nágrenninu en viðskiptin hrundu eftir 11. september enda þótti fastakúnnunum fyrrverandi lítt spennandi að vera þuklaðir af lögreglumönnum og þurfa að sýna vegabréf í hvert skipti sem þeir vildu svala þorsta sínum. Leit um tíma út fyrir að Windhorst-barnum yrði lokað enda kvartaði eigandi hans, Günther Windhorst, sáran yfir hag sínum fyrsta kastið. "Margir sem vinna í nágrenninu voru vanir að fá sér einn kaldan á leið sinni á neðanjarðarlestarstöðina. Nú fara þeir beint á stöðina," sagði hann í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina fyrir nokkrum misserum. Nú hefur Günther hins vegar snúið vörn í markaðssókn undir slagorðinu "öruggasta öldurhús í heimi". Þarna getur nú fólk bergt á miðinum í vernduðu umhverfi undir gínandi vélbyssukjöftum og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa. Ferðamenn hafa flykkst á barinn og er hann vinsælli en nokkru sinni fyrr. Erlent Menning Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Mjög hefur verið hert á allri öryggisgæslu í heiminum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og þykir mörgum nóg um. Í höfuðborg Þýskalands er ástandið orðið þannig að erfitt er að fá sér bjór, að minnsta kosti á Windhorst-barnum í Mitte-hverfinu. Nágrannar bandaríska sendiráðsins á Laufásvegi hafa kvartað sáran yfir nábýlinu við það. Götunni hefur verið lokað í annan endann og fólk hefur ekki aðgang að lóðum í kringum hús sín. Öryggisráðstafanir við bandarísk sendiráð eiga sér þó eðlilegar skýringar enda hafa þau verið skotmark hryðjuverkamanna víða um heim. Skemmst er að minnast árásarinnar á ræðismannsskrifstofuna í Jeddah á mánudaginn og fyrir nokkrum árum voru sendiráð Bandaríkjamanna í Kenýa og Tansaníu sprengd í loft upp með þeim afleiðingum að hundruð manna létu lífið. Bandaríska sendiráðið í Berlín stendur við götu í Mitte-hverfinu en þar var áður fyrr mikil umferð. Fyrir þremur árum var götunni hins vegar lokað og kemst enginn að byggingunni nema að þungvopnuð sveit lögreglumanna hleypi viðkomandi inn eftir vegabréfsskoðun og vopnaleit. Hjólreiðamönnum sem leið eiga um er gert að teyma hjólhesta sína. Næsti nágranni sendiráðsins er Windhorst-barinn og vill þannig til að kráin er innan víggirðingarinnar. Barinn var eitt sinn vinsæll á meðal kaupsýslumanna í nágrenninu en viðskiptin hrundu eftir 11. september enda þótti fastakúnnunum fyrrverandi lítt spennandi að vera þuklaðir af lögreglumönnum og þurfa að sýna vegabréf í hvert skipti sem þeir vildu svala þorsta sínum. Leit um tíma út fyrir að Windhorst-barnum yrði lokað enda kvartaði eigandi hans, Günther Windhorst, sáran yfir hag sínum fyrsta kastið. "Margir sem vinna í nágrenninu voru vanir að fá sér einn kaldan á leið sinni á neðanjarðarlestarstöðina. Nú fara þeir beint á stöðina," sagði hann í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina fyrir nokkrum misserum. Nú hefur Günther hins vegar snúið vörn í markaðssókn undir slagorðinu "öruggasta öldurhús í heimi". Þarna getur nú fólk bergt á miðinum í vernduðu umhverfi undir gínandi vélbyssukjöftum og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa. Ferðamenn hafa flykkst á barinn og er hann vinsælli en nokkru sinni fyrr.
Erlent Menning Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira