Bókaþjóð eða bókmenntaþjóð? 8. desember 2004 00:01 Enn ein bókajólin og allt komið í brjál. Búið að tilnefna til Bókmenntaverðlaunanna og allir fúlir. En við hverju bjóst fólk, þegar fræðingar úr viðskiptageiranum er fengnir til að meta bókmenntaverk? Á í framhaldi að fá bókmenntafræðinga til þess að veita ráð í verðbréfaviðskiptum? Eða virkar þetta bara aðra leiðina á þeim tímum yfirgangs peningaáherslu og græðgi sem við lifum? Enginn marktækur á neinu sviði mannlífsins nema hann hafi forskeytin viðsk-,fjárm- eða lög- í menntun sinni. Skítt með það hvort þeir hafi einhvern tímann lesið skáldverk, eða bara sýnt þeim lágmarks áhuga. En, þetta heita jú einu sinni Íslensku bókmenntaverðlaunin, ekki Íslensku bókaverðlaunin. Annars er brjálið sem er í gangi dálítið áhugavert. Vaka/Helgafell heldur áfram að klúðra markaðssetningu á sínum skáldprinsi, Ólafi Jóhanni. Nú eru það auglýsingar þar sem birtar eru setningar bók hans til hróss og undir setningunum stendur ýmist "Morgunblaðið" eða "Sjónvarpið". Það eru tíðindi. Hingað til hafa hvorki Morgunblaðið né Sjónvarpið haft skoðun á bókmenntum, þaðan af síður að til séu bókmenntagagnrýnendur með þessu nafni. Það kann að vera að þeir hjá Vöku/Helgafelli álíti þessa þjóð heimska - en svo heimsk er hún ekki að hún láti bjóða sér svona slummur í markaðssetningum, rjúki til og kaupi bókina. Það versta við þetta er að eini maðurinn sem ber skaða af dellunni er höfundurinn. Sem er synd, vegna þess að bókin hans á það ekki skilið. Það er líka merkilegt að fylgjast með því hvaða bækur eru í umræðunni og hvaða bækur eru ekki í umræðunni. Það virðist fyrirfram ákveðin niðurstaða að þegja sumar bækur í hel. Nefni þar sem dæmi Flóttann eftir Sindra Freysson, sem gerir ekkert annað en að koma á óvart á hverri síðu. Bók sem er búin öllum þeim kostum sem gott bókmenntaverk má prýða. Áhugaverð og vel skrifuð saga. Feykilega þroskaður og öruggur stíll og frásagnarháttur. Ljóðrænir sprettir lausir við tilgerð og falla vel að sögunni. Heillandi vald á tungumálinu. Af öllum þeim bókum sem maður hvolfir í sig um nætur þetta misserið er hún sú eftirminnilegasta - og með þeim allra, allra bestu. Hvernig má það vera að þetta bókmenntaverk kemst ekki í umræðuna? Aldrei heyrir maður heldur minnst á ævisögu Jónasar Ingimundarsonar, Á vængjum söngsins, sögu einhvers áhugaverðasta tónlistarmanns okkar tíma, mannsins sem hefur varið lífi sínu í að kenna okkur að hlusta á góða tónlist og hvernig góð rödd hljómar. Það fréttist líka lítið af Hér eftir Kristínu Ómarsdóttur og Rigningu í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur, ólíkum bókmenntaverkum sem standa vel fyrir sínu og flestir sem lesa hrífast af. Hvers vegna er hávaðinn út af örfáum bókum í klikkaðri markaðssetningu svo mikill að góðu verkin, sem standa fyllilega fyrir sínu og vel það, hverfa í skuggann? Spyr sá sem ekki skilur auglýsingaofbeldi - og þaðan af síður dómnefndir sem eru illa læsar á bókmenntir.Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Enn ein bókajólin og allt komið í brjál. Búið að tilnefna til Bókmenntaverðlaunanna og allir fúlir. En við hverju bjóst fólk, þegar fræðingar úr viðskiptageiranum er fengnir til að meta bókmenntaverk? Á í framhaldi að fá bókmenntafræðinga til þess að veita ráð í verðbréfaviðskiptum? Eða virkar þetta bara aðra leiðina á þeim tímum yfirgangs peningaáherslu og græðgi sem við lifum? Enginn marktækur á neinu sviði mannlífsins nema hann hafi forskeytin viðsk-,fjárm- eða lög- í menntun sinni. Skítt með það hvort þeir hafi einhvern tímann lesið skáldverk, eða bara sýnt þeim lágmarks áhuga. En, þetta heita jú einu sinni Íslensku bókmenntaverðlaunin, ekki Íslensku bókaverðlaunin. Annars er brjálið sem er í gangi dálítið áhugavert. Vaka/Helgafell heldur áfram að klúðra markaðssetningu á sínum skáldprinsi, Ólafi Jóhanni. Nú eru það auglýsingar þar sem birtar eru setningar bók hans til hróss og undir setningunum stendur ýmist "Morgunblaðið" eða "Sjónvarpið". Það eru tíðindi. Hingað til hafa hvorki Morgunblaðið né Sjónvarpið haft skoðun á bókmenntum, þaðan af síður að til séu bókmenntagagnrýnendur með þessu nafni. Það kann að vera að þeir hjá Vöku/Helgafelli álíti þessa þjóð heimska - en svo heimsk er hún ekki að hún láti bjóða sér svona slummur í markaðssetningum, rjúki til og kaupi bókina. Það versta við þetta er að eini maðurinn sem ber skaða af dellunni er höfundurinn. Sem er synd, vegna þess að bókin hans á það ekki skilið. Það er líka merkilegt að fylgjast með því hvaða bækur eru í umræðunni og hvaða bækur eru ekki í umræðunni. Það virðist fyrirfram ákveðin niðurstaða að þegja sumar bækur í hel. Nefni þar sem dæmi Flóttann eftir Sindra Freysson, sem gerir ekkert annað en að koma á óvart á hverri síðu. Bók sem er búin öllum þeim kostum sem gott bókmenntaverk má prýða. Áhugaverð og vel skrifuð saga. Feykilega þroskaður og öruggur stíll og frásagnarháttur. Ljóðrænir sprettir lausir við tilgerð og falla vel að sögunni. Heillandi vald á tungumálinu. Af öllum þeim bókum sem maður hvolfir í sig um nætur þetta misserið er hún sú eftirminnilegasta - og með þeim allra, allra bestu. Hvernig má það vera að þetta bókmenntaverk kemst ekki í umræðuna? Aldrei heyrir maður heldur minnst á ævisögu Jónasar Ingimundarsonar, Á vængjum söngsins, sögu einhvers áhugaverðasta tónlistarmanns okkar tíma, mannsins sem hefur varið lífi sínu í að kenna okkur að hlusta á góða tónlist og hvernig góð rödd hljómar. Það fréttist líka lítið af Hér eftir Kristínu Ómarsdóttur og Rigningu í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur, ólíkum bókmenntaverkum sem standa vel fyrir sínu og flestir sem lesa hrífast af. Hvers vegna er hávaðinn út af örfáum bókum í klikkaðri markaðssetningu svo mikill að góðu verkin, sem standa fyllilega fyrir sínu og vel það, hverfa í skuggann? Spyr sá sem ekki skilur auglýsingaofbeldi - og þaðan af síður dómnefndir sem eru illa læsar á bókmenntir.Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar