Innlent

Helmingsstækkun á BUGL

Ýmis samtök og aðrir velunnarar geðdeildarstarfsins hafa safnað fé að undanförnu til styrktar byggingunni, en BUGL býr við afar þröngan og ófullnægjandi kost. "Skipulagsvinnan er á lokastigi," sagði Ólafur. "Hún verður kynnt almenningi þegar henni er lokið." Ólafur sagði að ef skipulagsferlið gengi vel eftir ættu framkvæmdir við bygginguna að hefjast næsta haust. Vonir stæðu til að fyrsta áfanga yrði lokið á innan við tveimur árum. Stefnt er að því að tvöfalda húsnæði BUGL, úr um 1.500 fermetrum í 3.000. "Þetta er framkvæmd upp á 350-400 milljónir. En ef allt er tekið til í dag erum við með um 170 milljónir samanlagt. Inni í þeirri upphæð er sala á eign. Þá er Landspítali - háskólasjúkrahús að undirbúa beiðni á fjárlögum til þessara framkvæmda. Það er víst venja að hefja slíkar framkvæmdir á fjárframlögum frá stjórnvöldum. Þannig að sá sjóður sem við höfum verið að safna með framlögum verður notaður til að ljúka verkinu. Þetta stendur því og fellur með því að stjórnvöld veiti fjármagni í framkvæmdirnar." Í hinu fyrirhugaða húsnæði verður sérhönnuð göngudeildarbygging til að veita börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra þjónustu. Þá verður gjörbylting á aðstöðu iðjuþjálfunar og skólans, sem verða í sameinaðri byggingu. Loks verða bæði barna- og unglingalegudeild stækkaðar, þannig að hægt verður að tvískipta þeim og leggja meiri áherslu á dagdeildarþjónustu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×