Fuglaflensa í fleiri dýrategundir 8. desember 2004 00:01 Veira sú, sem veldur fuglaflensu í Asíulöndum, er ekki lengur bundin við hænsnfugla, heldur virðist hún hafa aukið sýkingarmátt sinn í öðrum dýrategundum, svo sem spendýrum, að því er nýjustu rannsóknir benda til. Þetta á við um ketti og önnur dýr af kattakyni, sem áður höfðu ekki verið talin móttækileg fyrir inflúensu. Þetta kom meðal annars fram í viðtali Fréttablaðsins við Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu og formann framkvæmdastjórnar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um stöðu fuglaflensuvírussins illræmda, sem menn óttast nú mjög að geti valdið skæðum faraldri á heimsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld um víða veröld gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að undirbúa hugsanlegar varnaraðgerðir gegn inflúensufaraldrinum sem menn telja fullvíst að fari af stað af völdum fuglaflensuvírussins. Davíð sagði, að engin merki væri á lofti um að veiran væri farin að smitast á milli manna, en faraldurinn færi ekki af stað fyrr en það gerðist. Að vísu hefði borist tilkynning frá Taílandi þess efnis að smit hefði borist á milli manna í fjölskyldu. Það hefði ekki verið staðfest, né nein önnur smit á milli manna þrátt fyrir afar strangt eftirlit. Hann sagði enn fremur að í fyrstu hefði fólk veikst af fuglaflensuvírusnum í Kína, Tælandi og Víet Nam. Þá hefði fólk tekið að veikjast í Indónesíu og í ágúst hefði Malasía tilkynnt um veikindi í fólki þar af völdum fuglaflensuvírussins. Það hefði verið níunda Asíulandið sem sent hefði frá sér tilkynningu þess efnis. Dánartíðni þeirra sem veikst hefðu væri um 72 prósent. Davíð sagði enn fremur að um miðjan nóvember hefði Alþjóða heilbrigðismálastofnunin efnt til fundar með forsvarsmönnum allra helstu framleiðenda bóluefnis í heiminum til að ræða möguleika á framleiðslu bóluefnis gegn inflúensufaraldri af völdum veirunnar. Þar hefðu verið settar fram hugmyndir um hvernig haga mætti baráttunni gegn henni. Á tveggja daga aukafundi framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem hefst í Reykjavík í dag, er meðal annars fyrirhugað að fjalla um hugsanlegar afleiðingar og viðbrögð við flensufaröldrum á borð við drepsóttir fyrri ára, svo sem spænsku veikina og svarta dauða. Meðal þeirra sem sækja fundinn er æðsti yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar dr. Lee Jong-wook. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Veira sú, sem veldur fuglaflensu í Asíulöndum, er ekki lengur bundin við hænsnfugla, heldur virðist hún hafa aukið sýkingarmátt sinn í öðrum dýrategundum, svo sem spendýrum, að því er nýjustu rannsóknir benda til. Þetta á við um ketti og önnur dýr af kattakyni, sem áður höfðu ekki verið talin móttækileg fyrir inflúensu. Þetta kom meðal annars fram í viðtali Fréttablaðsins við Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu og formann framkvæmdastjórnar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um stöðu fuglaflensuvírussins illræmda, sem menn óttast nú mjög að geti valdið skæðum faraldri á heimsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld um víða veröld gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að undirbúa hugsanlegar varnaraðgerðir gegn inflúensufaraldrinum sem menn telja fullvíst að fari af stað af völdum fuglaflensuvírussins. Davíð sagði, að engin merki væri á lofti um að veiran væri farin að smitast á milli manna, en faraldurinn færi ekki af stað fyrr en það gerðist. Að vísu hefði borist tilkynning frá Taílandi þess efnis að smit hefði borist á milli manna í fjölskyldu. Það hefði ekki verið staðfest, né nein önnur smit á milli manna þrátt fyrir afar strangt eftirlit. Hann sagði enn fremur að í fyrstu hefði fólk veikst af fuglaflensuvírusnum í Kína, Tælandi og Víet Nam. Þá hefði fólk tekið að veikjast í Indónesíu og í ágúst hefði Malasía tilkynnt um veikindi í fólki þar af völdum fuglaflensuvírussins. Það hefði verið níunda Asíulandið sem sent hefði frá sér tilkynningu þess efnis. Dánartíðni þeirra sem veikst hefðu væri um 72 prósent. Davíð sagði enn fremur að um miðjan nóvember hefði Alþjóða heilbrigðismálastofnunin efnt til fundar með forsvarsmönnum allra helstu framleiðenda bóluefnis í heiminum til að ræða möguleika á framleiðslu bóluefnis gegn inflúensufaraldri af völdum veirunnar. Þar hefðu verið settar fram hugmyndir um hvernig haga mætti baráttunni gegn henni. Á tveggja daga aukafundi framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem hefst í Reykjavík í dag, er meðal annars fyrirhugað að fjalla um hugsanlegar afleiðingar og viðbrögð við flensufaröldrum á borð við drepsóttir fyrri ára, svo sem spænsku veikina og svarta dauða. Meðal þeirra sem sækja fundinn er æðsti yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar dr. Lee Jong-wook.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira