Fuglaflensa í fleiri dýrategundir 8. desember 2004 00:01 Veira sú, sem veldur fuglaflensu í Asíulöndum, er ekki lengur bundin við hænsnfugla, heldur virðist hún hafa aukið sýkingarmátt sinn í öðrum dýrategundum, svo sem spendýrum, að því er nýjustu rannsóknir benda til. Þetta á við um ketti og önnur dýr af kattakyni, sem áður höfðu ekki verið talin móttækileg fyrir inflúensu. Þetta kom meðal annars fram í viðtali Fréttablaðsins við Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu og formann framkvæmdastjórnar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um stöðu fuglaflensuvírussins illræmda, sem menn óttast nú mjög að geti valdið skæðum faraldri á heimsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld um víða veröld gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að undirbúa hugsanlegar varnaraðgerðir gegn inflúensufaraldrinum sem menn telja fullvíst að fari af stað af völdum fuglaflensuvírussins. Davíð sagði, að engin merki væri á lofti um að veiran væri farin að smitast á milli manna, en faraldurinn færi ekki af stað fyrr en það gerðist. Að vísu hefði borist tilkynning frá Taílandi þess efnis að smit hefði borist á milli manna í fjölskyldu. Það hefði ekki verið staðfest, né nein önnur smit á milli manna þrátt fyrir afar strangt eftirlit. Hann sagði enn fremur að í fyrstu hefði fólk veikst af fuglaflensuvírusnum í Kína, Tælandi og Víet Nam. Þá hefði fólk tekið að veikjast í Indónesíu og í ágúst hefði Malasía tilkynnt um veikindi í fólki þar af völdum fuglaflensuvírussins. Það hefði verið níunda Asíulandið sem sent hefði frá sér tilkynningu þess efnis. Dánartíðni þeirra sem veikst hefðu væri um 72 prósent. Davíð sagði enn fremur að um miðjan nóvember hefði Alþjóða heilbrigðismálastofnunin efnt til fundar með forsvarsmönnum allra helstu framleiðenda bóluefnis í heiminum til að ræða möguleika á framleiðslu bóluefnis gegn inflúensufaraldri af völdum veirunnar. Þar hefðu verið settar fram hugmyndir um hvernig haga mætti baráttunni gegn henni. Á tveggja daga aukafundi framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem hefst í Reykjavík í dag, er meðal annars fyrirhugað að fjalla um hugsanlegar afleiðingar og viðbrögð við flensufaröldrum á borð við drepsóttir fyrri ára, svo sem spænsku veikina og svarta dauða. Meðal þeirra sem sækja fundinn er æðsti yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar dr. Lee Jong-wook. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Veira sú, sem veldur fuglaflensu í Asíulöndum, er ekki lengur bundin við hænsnfugla, heldur virðist hún hafa aukið sýkingarmátt sinn í öðrum dýrategundum, svo sem spendýrum, að því er nýjustu rannsóknir benda til. Þetta á við um ketti og önnur dýr af kattakyni, sem áður höfðu ekki verið talin móttækileg fyrir inflúensu. Þetta kom meðal annars fram í viðtali Fréttablaðsins við Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu og formann framkvæmdastjórnar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um stöðu fuglaflensuvírussins illræmda, sem menn óttast nú mjög að geti valdið skæðum faraldri á heimsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld um víða veröld gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að undirbúa hugsanlegar varnaraðgerðir gegn inflúensufaraldrinum sem menn telja fullvíst að fari af stað af völdum fuglaflensuvírussins. Davíð sagði, að engin merki væri á lofti um að veiran væri farin að smitast á milli manna, en faraldurinn færi ekki af stað fyrr en það gerðist. Að vísu hefði borist tilkynning frá Taílandi þess efnis að smit hefði borist á milli manna í fjölskyldu. Það hefði ekki verið staðfest, né nein önnur smit á milli manna þrátt fyrir afar strangt eftirlit. Hann sagði enn fremur að í fyrstu hefði fólk veikst af fuglaflensuvírusnum í Kína, Tælandi og Víet Nam. Þá hefði fólk tekið að veikjast í Indónesíu og í ágúst hefði Malasía tilkynnt um veikindi í fólki þar af völdum fuglaflensuvírussins. Það hefði verið níunda Asíulandið sem sent hefði frá sér tilkynningu þess efnis. Dánartíðni þeirra sem veikst hefðu væri um 72 prósent. Davíð sagði enn fremur að um miðjan nóvember hefði Alþjóða heilbrigðismálastofnunin efnt til fundar með forsvarsmönnum allra helstu framleiðenda bóluefnis í heiminum til að ræða möguleika á framleiðslu bóluefnis gegn inflúensufaraldri af völdum veirunnar. Þar hefðu verið settar fram hugmyndir um hvernig haga mætti baráttunni gegn henni. Á tveggja daga aukafundi framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem hefst í Reykjavík í dag, er meðal annars fyrirhugað að fjalla um hugsanlegar afleiðingar og viðbrögð við flensufaröldrum á borð við drepsóttir fyrri ára, svo sem spænsku veikina og svarta dauða. Meðal þeirra sem sækja fundinn er æðsti yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar dr. Lee Jong-wook.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira