Innlent

Stuðmaður á þing

Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og kvikmyndagerðarmaður lagðist til svefns undir morgun á fimmtudagsmorgni. Á dauða sínum átti hann von en ekk því að eftir sex tíma svefn myndi hann undirrita hátíðlegt drengskaparheit um að virða stjórnarskrá lýðveldisins sem alþingismaður. "Þetta kom mjög óvænt upp á og með engum fyrirvara" segir Jakob, "mér sýnist í fljótu bragði að þetta sé þægileg innivinna". Jakob var í sjöunda sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík-suður en þegar þingmaður forfallaðist áttu þeir tveir sem sátu í sætunum fyrir ofan hann ekki heimangengt. Jakob segir móttökurnar hafa verið einstaklega hlýlegar. "Ég hef ekki verið kysstur jafn mikið og tekið jafn þétt i höndina frá því á ættarmóti Reykjahlíðarættarinnar ´89." Aðspurður hvort hann myndi klikkja út i jómfrúarræðunni með því að leggja til við hæstvirtan forseta að þingheimur færi á Stuðmannamyndina sem frumsýnd verður um jólin kvað hann nei við. "Ætli ég gæti mín ekki á því að stuða engann alvarlega svona rétt fyrir hátíðirnar. Læt það bíða betri tíma þegar ég kem til lengri dvalar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×