Eru jólasveinarnir til í alvöru? 10. desember 2004 00:01 Von er á jólasveininum Stekkjastaur til byggða í nótt og er viðbúið að gluggakistur víða um land verði þaktar skóm af ýmsu tagi. Engu að síður eru skiptar skoðanir um hvort jólasveinninn sé yfirhöfuð til. Vísindavefur Háskólans hefur sett fram helstu rök með og á móti í málinu. Þeir sem telja jólasveininn til benda til dæmis á að sveinarnir sjást víða um jólaleytið, til dæmis á jólaböllum og niðri í bæ. Krakkar fá gjafir í skóinn og þeim er sagt að jólasveinarnir setji þær þar. Hver annar ætti svo sem að setja gjafirnar í skóinn? Ennfremur hefur heyrst að fólk verði stundum vart við ýmis ummerki eftir komu jólasveina. Til dæmis á Skyrgámur að hafa farið í ísskápinn hjá fólki og skilið eftir sig skyrslettur. Þeir sem telja að jólasveinar séu ekki til spyrja hvernig á því geti staðið að einn jólasveinn geti farið heim til allra barna á landinu og gefið þeim í skóinn á einni nóttu. Á landinu eru um 70.000 börn fimmtán ára og yngri. Ef við hugsum okkur að jólasveinninn hafi í mesta lagi tólf klukkustundir til að færa þeim öllum gjöf í skóinn á meðan þau sofa þarf hann að setja gjafir í 97 skó á hverri mínútu. Ennfremur eiga sumir erfitt með að skilja hvernig jólasveinninn getur borið allt dótið. Ef meðalþyngd gjafar er 200 grömm þá þarf jólasveinninn að burðast með fjórtán tonn af gjöfum þegar hann leggur af stað. Jafnframt hefur verið dregið í efa að sveinki hafi efni á öllum þessum gjöfum. Innlent Jól Mest lesið Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Svona skreyti ég tréð í ár Jól Jólabakstur fyrir alla fjölskylduna Jól 15 metra hermaður Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Borgin breytist í jólaþorp Jól Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún neglir Vetrarsól Gunna Þórðar Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 21. desember Jól
Von er á jólasveininum Stekkjastaur til byggða í nótt og er viðbúið að gluggakistur víða um land verði þaktar skóm af ýmsu tagi. Engu að síður eru skiptar skoðanir um hvort jólasveinninn sé yfirhöfuð til. Vísindavefur Háskólans hefur sett fram helstu rök með og á móti í málinu. Þeir sem telja jólasveininn til benda til dæmis á að sveinarnir sjást víða um jólaleytið, til dæmis á jólaböllum og niðri í bæ. Krakkar fá gjafir í skóinn og þeim er sagt að jólasveinarnir setji þær þar. Hver annar ætti svo sem að setja gjafirnar í skóinn? Ennfremur hefur heyrst að fólk verði stundum vart við ýmis ummerki eftir komu jólasveina. Til dæmis á Skyrgámur að hafa farið í ísskápinn hjá fólki og skilið eftir sig skyrslettur. Þeir sem telja að jólasveinar séu ekki til spyrja hvernig á því geti staðið að einn jólasveinn geti farið heim til allra barna á landinu og gefið þeim í skóinn á einni nóttu. Á landinu eru um 70.000 börn fimmtán ára og yngri. Ef við hugsum okkur að jólasveinninn hafi í mesta lagi tólf klukkustundir til að færa þeim öllum gjöf í skóinn á meðan þau sofa þarf hann að setja gjafir í 97 skó á hverri mínútu. Ennfremur eiga sumir erfitt með að skilja hvernig jólasveinninn getur borið allt dótið. Ef meðalþyngd gjafar er 200 grömm þá þarf jólasveinninn að burðast með fjórtán tonn af gjöfum þegar hann leggur af stað. Jafnframt hefur verið dregið í efa að sveinki hafi efni á öllum þessum gjöfum.
Innlent Jól Mest lesið Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Svona skreyti ég tréð í ár Jól Jólabakstur fyrir alla fjölskylduna Jól 15 metra hermaður Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Borgin breytist í jólaþorp Jól Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún neglir Vetrarsól Gunna Þórðar Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 21. desember Jól