Skoðun

Gefið til góðs

Jólakötturinn skrifar
Góðir lesendur,

eigið þið ekki nóg af drasli? Nóg af hlutum sem þið hafið ekkert pláss fyrir? Nóg af jólasveinastyttum og jólaseríum og kúlum og diskum og bollum og skálum og skeiðum? Nóg af bókum og dúkum og dúkkum og böngsum og tónlist og myndlist og myndum og spólum? Fyrir þessi jól ætla ég ekki að gefa eina einustu áþreifanlega jólagjöf. Ég ætla hinsvegar að senda ljúfar hugsanir. Ég ætla að nota svo sem eins og klukkutíma af þeim átján sem ég nota til hugleiðslu á dag í að hugleiða fyrir betri heimi og mala gegn stríði. Það er miklu meira gagn í því en öllu þessi dóti og drasli. Svo ætla ég að gefa helminginn af öllum gjöfunum sem ég annars hefði keypt til hjálpar hungruðum í þriðja heiminum. Þá er ég búinn að gera góðverk ársins í tvennum skilningi: Fólkið í Afríku fær meira að borða og fólkið á Íslandi meira pláss heima hjá sér. Svo vil ég að lokum minna á að öll föt verða miklu ódýrari eftir jól og því borgar sig ekkert að vera að kaupa jólaföt. Lifið heil!




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×