Mannúðarástæður réðu för 16. desember 2004 00:01 Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur nú til umfjöllunar ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að veita Bobby Fisher dvalarleyfi hér á landi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sagði við sendiherra Bandaríkjanna að þessi ákvörðun hefði verið tekin af mannúðarástæðum og vegna þess að það væru að koma jól. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, greindi sendiherra Bandaríkjanna frá þessari ákvörðun íslenskra stjórnvalda á fundi í sendiráðinu. Sá fundur var skipulagður fyrir nokkru og fjallaði að mestu um önnur mál. Davíð sagðist á fundinum ekki búast við neinum viðbrögðum strax en að hann vildi greina frá þessu. Ákvörðunin byggði á mannúðarástæðum og svo leru að koma jól bætti utanríkisráðherrann við. Málið er nú til umfjöllunnar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nokkuð í að viðbragða þaðan verði að vænta. Allir stærstu vestrænu fjölmiðlar heims hafa í dag fjallað um tilboð íslenskra stjórnvalda um dvalarleyfi til handa Bobby Fischer. Til að mynda fjölluðu fréttastofur BBC, ABC, CNBC, CNN og Reuters nokkuð ítarlega um málið í morgun. BBC segir að stuðningsmenn Fischers og forsvarsmenn samtakanna Free Bobby Fischer hafi vart ráðið sér fyrir kæti þegar fregnirnar bárust, og að Fischer hafi sagt í viðtali við Stöð 2 fyrr í vikunni að hann vonaðist til að fá pólitískt hæli á hér á landi. Nokkrar efasemdir koma fram um að það sé mögulegt fyrir Fischer að komast til Íslands, þrátt fyrir boðið. Þó greinir Reuters frá því að japönsk innflytjendayfirvöld útiloki ekki þann möguleika að Fischer fái að fara til Íslands, geti hann sýnt gilt vegabréf. Hins vegar sé venjan sú að menn séu sendir til þess lands sem þeir hafa ríkisborgararrétt í og Fischer sé ekki með tilboð um ríkisborgararrétt. Fischer gladdist mjög yfir þessum tíðindum að sögn Þórðar Ægis Óskarssonar, sendiherra Íslands í Tókyó en hann greindi honum frá niðurstöðunni. Hann segir Fischer hafa tekið mjög vel í boðið. Ef til þess kæmi að japönsk stjórnvöld féllust á að hleypa Fischer til Íslands, yrði hann þó fyrst að fella niður áfrýjunarmál fyrir japönskum rétti þar sem hann óskar þess meðal annars að fá stöðu sem flóttamaður í Japan. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur nú til umfjöllunar ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að veita Bobby Fisher dvalarleyfi hér á landi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sagði við sendiherra Bandaríkjanna að þessi ákvörðun hefði verið tekin af mannúðarástæðum og vegna þess að það væru að koma jól. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, greindi sendiherra Bandaríkjanna frá þessari ákvörðun íslenskra stjórnvalda á fundi í sendiráðinu. Sá fundur var skipulagður fyrir nokkru og fjallaði að mestu um önnur mál. Davíð sagðist á fundinum ekki búast við neinum viðbrögðum strax en að hann vildi greina frá þessu. Ákvörðunin byggði á mannúðarástæðum og svo leru að koma jól bætti utanríkisráðherrann við. Málið er nú til umfjöllunnar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nokkuð í að viðbragða þaðan verði að vænta. Allir stærstu vestrænu fjölmiðlar heims hafa í dag fjallað um tilboð íslenskra stjórnvalda um dvalarleyfi til handa Bobby Fischer. Til að mynda fjölluðu fréttastofur BBC, ABC, CNBC, CNN og Reuters nokkuð ítarlega um málið í morgun. BBC segir að stuðningsmenn Fischers og forsvarsmenn samtakanna Free Bobby Fischer hafi vart ráðið sér fyrir kæti þegar fregnirnar bárust, og að Fischer hafi sagt í viðtali við Stöð 2 fyrr í vikunni að hann vonaðist til að fá pólitískt hæli á hér á landi. Nokkrar efasemdir koma fram um að það sé mögulegt fyrir Fischer að komast til Íslands, þrátt fyrir boðið. Þó greinir Reuters frá því að japönsk innflytjendayfirvöld útiloki ekki þann möguleika að Fischer fái að fara til Íslands, geti hann sýnt gilt vegabréf. Hins vegar sé venjan sú að menn séu sendir til þess lands sem þeir hafa ríkisborgararrétt í og Fischer sé ekki með tilboð um ríkisborgararrétt. Fischer gladdist mjög yfir þessum tíðindum að sögn Þórðar Ægis Óskarssonar, sendiherra Íslands í Tókyó en hann greindi honum frá niðurstöðunni. Hann segir Fischer hafa tekið mjög vel í boðið. Ef til þess kæmi að japönsk stjórnvöld féllust á að hleypa Fischer til Íslands, yrði hann þó fyrst að fella niður áfrýjunarmál fyrir japönskum rétti þar sem hann óskar þess meðal annars að fá stöðu sem flóttamaður í Japan.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira