Sneiðum hjá spikinu 17. desember 2004 00:01 Fræða á fólk frekar en að banna því segir Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringarráðgjafi og gefur lítið fyrir tillögur Samfylkingarinnar um takmörkun á auglýsingum á óhollum mat. Hún kallar eftir aukinni fræðslu um heilbrigða lífshætti og hvetur landsmenn til að drekka mikið af vatni um jólin svo að saltmagnið í líkamanum verði nú ekki of mikið. Foreldrarnir beri ábyrgðina Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru en eins og rakið hefur verið á síðum þessa blaðs eru skiptar skoðanir um málið. "Mér finnst þetta of seint í rassinn gripið. Ég er þeirrar skoðunar að maður eigi að fræða fólk en ekki að banna því, gefa því heldur kost á að velja," segir Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarráðgjafi og kennari. Hún neitar því ekki að fyrirtæki eigi að axla sína ábyrgð í þessum efnum en bendir samt á að það sé fyrst og fremst í verkahring foreldranna að ákveða hvað börnin láti ofan í sig. "Þetta er á okkar ábyrgð og mér finnst að við getum ekki alltaf hent þessu út til þjóðfélagsins. Við fæðum börn og svo er eins og allir aðrir eigi að sjá um þau," segir hún. Fræðsluna fyrr Guðrún er ómyrk í máli þegar talið berst að fræðslu um hollan mat og heilbrigða lífshætti en á henni telur hún sáran skort. "Ég held að ef við byrjum strax í leikskólunum að fræða börnin þá erum við að tala fyrir mjög móttækilegum eyrum. Þarna erum við hins vegar ekki með neina markvissa fræðslu." Sama sagan er í grunnskólunum en þar segir Guðrún Þóra lítill áhugi sé á markvissri heimilisfræðikennslu. "Það er til þessi fína námskrá en hins vegar vantar alveg eftirfylgnina, enginn fylgist með hvort farið sé eftir henni. Alltof oft er eingöngu verið að baka kökur og hræra deig." Allt í lagi að syndga smávegis Jólin eru á næsta leyti en þá er sykur-, salt- og fituneysla þjóðarinnar í hámarki. Spikfeitt hangikjötið er hesthúsað í tonnavís og ófáir konfektkassarnir verða tæmdir. Öllu er svo skolað niður með dísætum gosdrykkjum. Guðrún Þóra telur þó ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur. "Ef þú borðar slíkan mat einn og einn dag skiptir þetta engu máli. Ef þú liggur hins vegar yfir þessu í hálfan mánuð þá er það slæmt. Ef fólk borðar alla jafna hollan mat, sleppir síðan af sér beislinu en tekur síðan upp fyrri hætti þá rjátlast kílóin tiltölulega fljótt af þeim aftur. Líkaminn finnur sitt jafnvægi." Engu að síður er Guðrún Þóra með nokkur góð ráð í handraðanum fyrir landsmenn yfir hátíðarnar. "Ég mæli með því að fólk drekki nóg til að losa saltið úr líkamanum og þá meina ég vatn en ekki sykraða gosdrykki. Síðan er bara að hreyfa sig. Hreyfingin er gífurlega mikilvæg líka," segir hún og bætir því við að varasamt sé að að borða salt dag eftir dag. "Það er ekki gott að borða hamborgarhrygg á aðfangadag, hangikjöt á jóladag og síðan afgangana á annan í jólum, sérstaklega þegar fólk er farið að eldast." Gufusoðnar rjúpur Hvað skyldi svo vera á borðum næringarráðgjafans á aðfangadagskvöld? "Ég hef alltaf haft rjúpur og ætli ég hafi þær ekki bara áfram," segir Guðrún Þóra en hún var með skosku rjúpurnar í fyrra og þótti fínar. "Ég steiki þær og gufusýð, set.leggina í botninn, bringuna niður og smjörklípu og mysuost ofan í og vatn upp að leggjunum. Þannig helst bragðið í rjúpunum," segir Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringarráðgjafi. Heilsa Innlent Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fræða á fólk frekar en að banna því segir Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringarráðgjafi og gefur lítið fyrir tillögur Samfylkingarinnar um takmörkun á auglýsingum á óhollum mat. Hún kallar eftir aukinni fræðslu um heilbrigða lífshætti og hvetur landsmenn til að drekka mikið af vatni um jólin svo að saltmagnið í líkamanum verði nú ekki of mikið. Foreldrarnir beri ábyrgðina Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru en eins og rakið hefur verið á síðum þessa blaðs eru skiptar skoðanir um málið. "Mér finnst þetta of seint í rassinn gripið. Ég er þeirrar skoðunar að maður eigi að fræða fólk en ekki að banna því, gefa því heldur kost á að velja," segir Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarráðgjafi og kennari. Hún neitar því ekki að fyrirtæki eigi að axla sína ábyrgð í þessum efnum en bendir samt á að það sé fyrst og fremst í verkahring foreldranna að ákveða hvað börnin láti ofan í sig. "Þetta er á okkar ábyrgð og mér finnst að við getum ekki alltaf hent þessu út til þjóðfélagsins. Við fæðum börn og svo er eins og allir aðrir eigi að sjá um þau," segir hún. Fræðsluna fyrr Guðrún er ómyrk í máli þegar talið berst að fræðslu um hollan mat og heilbrigða lífshætti en á henni telur hún sáran skort. "Ég held að ef við byrjum strax í leikskólunum að fræða börnin þá erum við að tala fyrir mjög móttækilegum eyrum. Þarna erum við hins vegar ekki með neina markvissa fræðslu." Sama sagan er í grunnskólunum en þar segir Guðrún Þóra lítill áhugi sé á markvissri heimilisfræðikennslu. "Það er til þessi fína námskrá en hins vegar vantar alveg eftirfylgnina, enginn fylgist með hvort farið sé eftir henni. Alltof oft er eingöngu verið að baka kökur og hræra deig." Allt í lagi að syndga smávegis Jólin eru á næsta leyti en þá er sykur-, salt- og fituneysla þjóðarinnar í hámarki. Spikfeitt hangikjötið er hesthúsað í tonnavís og ófáir konfektkassarnir verða tæmdir. Öllu er svo skolað niður með dísætum gosdrykkjum. Guðrún Þóra telur þó ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur. "Ef þú borðar slíkan mat einn og einn dag skiptir þetta engu máli. Ef þú liggur hins vegar yfir þessu í hálfan mánuð þá er það slæmt. Ef fólk borðar alla jafna hollan mat, sleppir síðan af sér beislinu en tekur síðan upp fyrri hætti þá rjátlast kílóin tiltölulega fljótt af þeim aftur. Líkaminn finnur sitt jafnvægi." Engu að síður er Guðrún Þóra með nokkur góð ráð í handraðanum fyrir landsmenn yfir hátíðarnar. "Ég mæli með því að fólk drekki nóg til að losa saltið úr líkamanum og þá meina ég vatn en ekki sykraða gosdrykki. Síðan er bara að hreyfa sig. Hreyfingin er gífurlega mikilvæg líka," segir hún og bætir því við að varasamt sé að að borða salt dag eftir dag. "Það er ekki gott að borða hamborgarhrygg á aðfangadag, hangikjöt á jóladag og síðan afgangana á annan í jólum, sérstaklega þegar fólk er farið að eldast." Gufusoðnar rjúpur Hvað skyldi svo vera á borðum næringarráðgjafans á aðfangadagskvöld? "Ég hef alltaf haft rjúpur og ætli ég hafi þær ekki bara áfram," segir Guðrún Þóra en hún var með skosku rjúpurnar í fyrra og þótti fínar. "Ég steiki þær og gufusýð, set.leggina í botninn, bringuna niður og smjörklípu og mysuost ofan í og vatn upp að leggjunum. Þannig helst bragðið í rjúpunum," segir Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringarráðgjafi.
Heilsa Innlent Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira