Innlent

Jafnvel flogið beint til Japan

Sæmundur Pálsson heldur hugsanlega til Japan í dag til að fylgja Bobby Fischer til Íslands. Til greina kemur að fljúga beint til Tókýó og leigja til þess einkaþotu enda flugleiðin löng og hefðbundið farþegaflug tímafrekt. Þrír til fjórir verða í föruneyti Sæmundar. "Lögfræðingur Fischers telur ekkert því til fyrirstöðu að japönsk stjórnvöld láti hann lausan. Enn er óvíst hvort bréf Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra dugi til að frelsa Fischer en þá er sendiherra Íslands í Japan reiðubúinn að gefa út bráðabirgðavegabréf fyrir hann," segir Sæmundur. Sæmundur ræddi í tvígang við Fischer í gær og reyndi að róa hann. "Hann er ofboðslega heiftúðugur út í Bandaríkjamenn og dregur lítið úr yfirlýsingum. Ég hef hins vegar sagt honum að með gífuryrðunum geri hann ekki annað en að spilla fyrir öllum þeim sem hafa unnið hörðum höndum að frelsi hans." Sæmundur hefur fylgst grannt með umfjöllun um málefni Fischers í fjölmiðlum í útlöndum og segir athyglina gríðarlega. "Sennilega fær þetta meiri athygli í heiminum en einvígið 1972," segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×