Innlent

Laus úr haldi

Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Lofti Jens Magnússyni, sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað í varðhald til 27. janúar. Loftur Jens veitti Ragnari Björnssyni hnefahögg fyrr í mánuðinum á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að Ragnar lést. Hæstiréttur segir sterkan grun leika á að Loftur Jens hafi gerst sekur um að hafa slegið manninn. Allmargir urðu vitni að högginu og er því lýst í skýrslum lögreglu að sá sem sló Ragnar hafi verið í jólasveinabúningi en þannig var Loftur klæddur þegar atvikið varð. Þótti Hæstarétti lögreglan ekki hafa fært fram viðhlítandi rök fyrir því að hafa Loft áfram í gæsluvarðhaldi með tilliti til almannahagsmuna og því ekki næg efni til að verða við kröfu um framlengingu varðhaldsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×