Óvíst um lyktir Evrópudraums Tyrkja 21. desember 2004 00:01 Þótt leiðtogar Evrópusambandsins hafi á misserislokafundi sínum í Brussel fyrir helgina náð sögulegu samkomulagi um að bjóða Tyrkjum til aðildarviðræðna er ekki þar með sagt að hægt sé að slá því föstu að af fullri aðild þeirra að sambandinu verði. Að minnsta kosti er óhætt að fullyrða að enn líði allmörg ár, jafnvel tveir áratugir, áður en Evrópudraumur Tyrkja rætist. Reyndar er það söguleg staðreynd að í hvert sinn sem farið hefur verið út í formlegar viðræður um ESB-aðild umsóknarríkis hafa þær endað í aðildarsamningi (og inngöngu í framhaldi af því, nema í Noregi þar sem aðildarsamningur hefur tvívegis verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu). En sérstaða Tyrklands sem umsóknarríkis er það mikil að ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að viðræðurnar um aðild þess endi með fullri inngöngu í sambandið. Þetta hefur komið fram bæði hjá evrópskum stjórnmálaleiðtogum - þar á meðal Jacques Chirac Frakklandsforseta - og sérfræðingum í samrunaþróuninni í Evrópu. Enda er kveðið á um það í skilyrðum fyrir upptöku aðildarviðræðnanna, að þær séu opnar, niðurstaðan sé ekki fyrirfram gefin og engar tryggingar fyrir því að viðræðunum lykti með aðildarsamningi. 40 ára gömul fyrirheit Yfir 40 ár eru síðan tyrknesk stjórnvöld lýstu fyrst yfir vilja til inngöngu í Evrópusambandið. Í samstarfssamningi Tyrklands og Efnahagsbandalags Evrópu, eins og ESB hét þá, frá árinu 1963, var kveðið á um að samningurinn gæti í fyllingu tímans þjónað sem undirbúningur fyrir aðild að bandalaginu. Tyrkir hafa þyngt róðurinn að þessu takmarki til muna á síðustu árum og hafa nú uppskorið þann árangur að vera boðið til formlegra aðildarviðræðna sem eiga að hefjast 3. október 2005. Leiðin að þessum áfanga hefur verið löng og ströng (sjá rammagrein). Reyndar hafa fulltrúar Tyrkja lýst það mikilli óánægju með skilyrðin sem ESB-leiðtogarnir setja fyrir því að viðræður hefjist næsta haust - aðallega að því er varðar viðurkenningu á lýðveldi Kýpur-Grikkja - að ekki er einu sinni öruggt að tyrkneska þingið muni staðfesta samkomulagið um að hefja viðræðurnar. Of stór biti? Meðal Evrópubúa hafa skoðanir verið mjög skiptar um það hvort þessi fjölmenna þjóð, sem býr að langmestu leyti utan eiginlegra landamæra Evrópu, er mjög mótuð af íslamskri menningu og er auk þess mun fátækari en nokkur þeirra þjóða sem nú eru í sambandinu, eigi erindi í raðir þess. Margir hafa áhyggjur af því að vinnumarkaður heimalanda þeirra yrði fyrir skakkaföllum ef Tyrklandi, með sína 71 milljón íbúa, yrði hleypt inn í sambandið og reglur innri markaðarins um frjálst flæði launþega tækju gildi fyrir þá. Það veldur sumum jafnframt áhyggjum að samkvæmt spám um mannfjöldaþróun er líklegt að eftir þau 10-15 ár sem nú er talað um að aðildarsamningarnir kunni að taka muni Tyrkland vera orðið fjölmennara en það ríki Evrópusambandsins sem nú er fjölmennast, Þýzkaland. Einnig óar sumum við þeim geópólitísku afleiðingum sem það hefði fyrir Evrópusambandið að eiga landamæri að löndum eins og Íran, Írak og Sýrlandi. Aðrir, sem líta aðild Tyrklands jákvæðari augum, telja að það myndi styrkja stöðu ESB sem veldis í alþjóðastjórnmálum að teygja anga sína með þessum áþreifanlega hætti inn að kjarna Mið-Austurlanda. Í þessu sambandi er athyglisvert að Bandaríkjastjórn hefur stutt ESB-aðildaráform Tyrkja með ráðum og dáð (við misjafnar undirtektir í ESB-ríkjunum). Efasemdir um að Tyrkland sé "ESB-tækt" hafa jafnvel komið fram hjá meðlimum framkvæmdastjórnar ESB, þótt sú stofnun mæli sem slík með því að aðildarviðræðurnar við Tyrki fari fram með fulla aðild að markmiði. "Frelsunin árið 1683 hefði verið til einskis," sagði Hollendingurinn Frits Bolkestein, sem þar til fyrir einum mánuði fór með málefni innri markaðarins í framkvæmdastjórninni. Vísaði hann þar til umsáturs hers Tyrkjasoldáns um Vínarborg, sem ekki tókst að hrinda fyrr en pólski konungurinn Jan Sobieski kom Austurríkismönnum til aðstoðar í fylkingarbrjósti fyrir fjölþjóðlegum her (kristinna) Evrópumanna. Aðrir benda á, að Evrópusamruninn snúist einmitt um það að gleyma ekki sögunni, heldur yfirvinna þann klofning sem hún getur valdið í nútímanum. Meginlandsbúar neikvæðir Í skoðanakönnunum hefur komið í ljós mikill munur á viðhorfum íbúa ESB-landanna til aðildar Tyrklands. Víða mælist mjög lítill stuðningur við hana. Meirihluti Breta er fylgjandi, en á meginlandinu er viðhorfið víðast hvar öllu neikvæðara. Í Frakklandi og Austurríki styður aðeins um fjórði hver kjósandi inngöngu Tyrkja í sambandið. Í Þýzkalandi er líka meirihluti almennings mótfallinn henni, en ríkisstjórn jafnaðarmanna og græningja styður hana afdráttarlaust. Kristilegir demókratar, sem eru í stjórnarandstöðu á þýzka þinginu, hafa markað þá stefnu að beita sér gegn fullri aðild Tyrkja en að þeim skuli þess í stað boðið "forréttindasamstarf" við ESB. Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari sem leiddi kristilega demókrataflokkinn CDU í nær aldarfjórðung, hefur lýst því sem hreinu ábyrgðarleysi af hálfu núverandi ráðamanna í ESB-löndunum að gefa Tyrkjum skuldbindandi fyrirheit um aðild eftir 10-15 ár, vitandi að kjósendur í þeirra eigin löndum muni aldrei samþykkja hana. Þegar þar að kæmi yrðu aðrir að súpa seyðið af því að ekki yrði unnt að standa við þessi fyrirheit. Enn dýpra í árinni en Kohl tekur þó Valerie Giscard d´Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, sem fer fremstur í flokki landa sinna sem berjast gegn ESB-aðild Tyrkja. Að hans mati myndi hún stefna evrópskri sjálfsímynd ESB í voða og raska jafnvæginu innan sambandsins þannig að í óefni stefndi. Neyðarhemill innbyggður Á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum höfðu ríkisstjórnaleiðtogar ESB-landanna ákveðið frest til að komast að niðurstöðu um það hvenær hefja skyldi aðildarviðræður við Tyrki, á grundvelli úttektar framkvæmdastjórnar sambandsins á því hvort landið teldist uppfylla hin pólitísku skilyrði fyrir aðildarviðræðum, eins og þau eru skilgreind í "Kaupmannahafnarskilyrðunum" svonefndu frá árinu 1993. Þau voru ákveðin sem eins konar leiðarvísir fyrir kommúnistaríkin fyrrverandi í Mið- og Austur-Evrópu, sem nú hafa flest fengið inngöngu, um þær umbætur sem þau yrðu að gera til að teljast aðildarhæf. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar, sem birt var 6. október síðastliðinn, er komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd umbótastefnu Tyrklandsstjórnar síðustu árin sé það sannfærandi, að hún verðskuldaði að því yrði ekki slegið lengur á frest að taka ákvörðun um að hefja aðildarviðræður. Í skýrslunni er Tyrklandsstjórn reyndar ekki veitt nein syndakvittun. Hún tengdi meðmælin með upptöku viðræðna við skilyrði um eftirlit með framkvæmd frekari umbóta. Jafnframt var mælt með því að eins konar neyðarhemill yrði byggður inn í ferlið; ef til bakslags kæmi hvað varðar réttarríkisreglur eða mannréttindi í Tyrklandi yrði tafarlaust hlé gert á aðildarviðræðunum. Í samþykkt ESB-leiðtoganna frá því á föstudag er tekið fram að í boðinu um að hefja aðildarviðræður felist ekki skuldbindandi fyrirheit um að þeim muni lykta með inngöngu. Í sjónvarpsviðtali fyrir leiðtogafundinn lét Chirac Frakklandsforseti þess getið að þó hann styddi aðildarviðræður af heilum hug gæti hvaða ESB-land sem er hafnað inngöngunni þegar þar að kæmi, og hann áskildi frönsku þjóðinni rétt til að eiga síðasta orðið. Krafa Tyrkja: "Fær leið" Hvað sem fyrirvörum Evrópubúa líður eru Tyrkir almennt mjög áhugasamir um að verða viðurkenndir sem fullgildir jafnokar Evrópuþjóðanna sem fyrir eru í ESB. Skoðanakannanir sýna að yfirgnæfandi meirihluti Tyrkja styður stefnuna á ESB-aðild, um 75% að meðaltali. Mestur er ESB-áhuginn meðal Istanbúlbúa og annarra íbúa Vestur-Tyrklands. Hann er jafnframt meiri meðal yngri kynslóðarinnar en eldra fólks. Tyrklandsstjórn lítur svo á að innganga í ESB jafngildi því að hrinda að fullu í framkvæmd stefnu ríkisstofnandans Kemals Atatürks um að gera Tyrkland að veraldlegu nútímaríki með evrópsku sniði. Í aðdraganda leiðtogafundarins nú fyrir helgina lagði tyrkneska stjórnin áherzlu á að Tyrkir myndu ekki láta bjóða sér hvað sem er til að fá náðarsamlegast að ganga í sambandið. Forsætisráðherrann Recep Tayyip Erdogan sagði Tyrki myndu "fara sína eigin leið" ef Evrópusambandið setti upp ósanngjörn skilyrði fyrir inngöngu þeirra. Að hans sögn væru það "hræðileg mistök" af hálfu ESB að haga sér eins og "kristinn klúbbur". Hann vænti þess af ráðamönnum sambandsins að þeir byðu Tyrkjum "færa leið" til aðildar og hét því að umbótum á tyrknesku stjórn- og efnahagskerfi yrði markvisst fram haldið. Það er reyndar talsvert sem stjórn Erdogans hefur afrekað í þessa átt. Þrátt fyrir íslamskan bakgrunn sinn í stjórnmálum hefur Erdogan og stjórnin sem hann hefur farið fyrir undanfarin tvö og hálft ár gert mikið átak í að laga tyrknesk lög að löggjöf Evrópusambandsins. Eftirtektarverðustu breytingarnar eru í fyrsta lagi að bundinn hefur verið endir á völd hersins til beinna afskipta af stjórnmálum landsins. Herinn vék frá fjórum ríkisstjórnum á tímabilinu 1960-1997, ýmist fyrir þær sakir að vera veikar eða of hallar undir að blanda trúnni í stjórnmálin. Þá hafa margvísleg lýðræðis- og borgararéttindi verið styrkt með nýjum og breyttum lögum, þar á meðal bann við pyntingum og dauðarefsingu. Loks ber að nefna að stjórnin hefur tekið fast á spillingu í stjórnkerfinu og komið efnahagsmálunum í mun stöðugri farveg. Armenamorð og Kýpur Franska stjórnin lagði í vikunni til viðkvæma viðbót við prófsteina á ESB-aðildarhæfni Tyrklands er hún fór fram á að tyrknesk stjórnvöld viðurkenndu opinberlega sögulega ábyrgð á þjóðarmorðinu á Armenum, sem tyrkneski herinn framdi í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Annað viðkvæmt mál er viðurkenning Tyrklands á kýpverska lýðveldinu sem fékk aðild að ESB þann 1. maí sl. Það var aðeins gríski hluti eyjarinnar sem fékk inngöngu þá, ekki tyrkneski norðurhlutinn sem Tyrkir hafa haldið hersetnum í 30 ár. Tyrklandsstjórn hefur verið óviljug til þess að viðurkenna lýðveldi Kýpur-Grikkja þar sem hún álítur Kýpur-Grikki ekki verðskulda hana eftir að áætlun Sameinuðu þjóðanna um sameiningu Kýpur var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu í gríska hlutanum í vor. Kýpur-Tyrkir staðfestu hana. Þótt Tyrklandsstjórn hefði fyrir leiðtogafundinn ekki verið reiðubúin til að gefa nein fyrirheit um viðurkenningu ESB-aðildarríkisins Kýpur stóð Kýpurstjórn ekki gegn ákvörðuninni um aðildarviðræðurnar, gegn því að ekkert verði dregið undan í kröfugerð Kýpverja á hendur Tyrkjum í aðildarviðræðunum sjálfum. Í leiðtogaráðs-ályktuninni um upptöku aðildarviðræðna er ekki gerð skýlaus krafa um að Tyrkir viðurkenni fyrst Kýpurlýðveldið að fullu. Hins vegar fóru leiðtogarnir fram á að Tyrkir sýndu samstarfsvilja í þessum efnum með því að undirrita Ankara-bókunina svonefndu, sem felur í sér skuldbindingu um að samningur ESB og Tyrklands um tollabandalag nái einnig til nýju aðildarríkjanna tíu, þar á meðal Kýpur. Í þessu sambandi er vert að gefa því gaum að Grikklandsstjórn hefur beitt sér eindregið fyrir aðildarviðræðunum við Tyrki. Samskipti grannþjóðanna tveggja, sem hafa marga hildi háð í gegn um tíðina (og voru fyrir aðeins fáeinum árum nær farnar í stríð vegna landamæradeilna í Eyjahafi), eru nú með betra móti. Vekur þetta vonir um að Grikkir geti miðlað málum við Tyrki í Kýpurdeilunni. Niðurstaðan ekki fyrirfram gefin Sumir sérfræðingar í evrópskum stjórnmálum eru reyndar þeirrar skoðunar, að jafnvel þótt aðildarviðræður fari fram af fullri alvöru næstu árin kunni svo að fara að ekkert verði af aðildinni. Þannig hefur fréttavefur BBC eftir John Palmer, forstöðumanni hjá rannsókna- og ráðgjafarstofnuninni European Policy Centre (EPC) í Brussel, að þær umbætur sem hrint hafi verið í framkvæmd í Tyrklandi fram til þessa dugi til að hafnar verði aðildarviðræður, en þær séu langt frá því að vera nægilegar til að landið teljist uppfylla aðildarskilyrðin. "Þetta verða óvenjulegar viðræður. Báðir samningsaðilar eru sammála um að 15 til 20 ár kunni að líða áður en niðurstaða fæst," segir Palmer. "Að mínu áliti munu Tyrkir ekki gera sér rellu út af tímanum [sem ferlið tekur]. Það sem skiptir máli er að umbótaferlið í Tyrklandi er tengt aðildarsamningaferlinu. Það er síðan spurning út af fyrir sig hvort báðir aðilar komist að jákvæðri niðurstöðu þegar þessu ferli lýkur. Ég tel ekki að sú niðurstaða sé fyrirfram gefin." Áfangar á Evrópuför TyrkjaSkilyrði ESB fyrir að hefja aðildarviðræður við Tyrki 3. október 2005:1949: Tyrkir fá aðild að Evrópuráðinu á stofnári þess - Tyrkland undirriti samning um að láta tollasamstarf þess við ESB ná til nýjustu aðildarríkja þess, þ. á m. Kýpur 1952: Tyrkir fá aðild að Atlantshafsbandalaginu - Aðildarviðræðurnar verði opnar, þ.e. engar tryggingar gefnar fyrir því að samningar um inngöngu náist 1963: Samstarfssamningur við EBE gengur í gildi - Skyldi svo fara að aðildarsamningar náist ekki mun ESB ekki snúa baki við Tyrklandi 1987: Tyrkir sækja formlega um ESB-aðild - Tyrkland verður að halda áfram á braut pólitískra og efnahagslegra umbóta 1996: Tyrkland fær aðild að tollabandalagi ESB - Fyrirvarar kunna að vera gerðir um hömlur á frjálst flæði launþega frá Tyrklandi 1999: Leiðtogar ESB skilgreina Tyrkland sem tilvonandi aðildarríki 2002: Leiðtogar ESB setja sér frest til að ákveða hvenær teknar skuli upp aðildarviðræður 2004: Leiðtogar ESB ákveða að aðildarviðræður skuli hafnar við Tyrki hinn 3. október 2005 Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Sjá meira
Þótt leiðtogar Evrópusambandsins hafi á misserislokafundi sínum í Brussel fyrir helgina náð sögulegu samkomulagi um að bjóða Tyrkjum til aðildarviðræðna er ekki þar með sagt að hægt sé að slá því föstu að af fullri aðild þeirra að sambandinu verði. Að minnsta kosti er óhætt að fullyrða að enn líði allmörg ár, jafnvel tveir áratugir, áður en Evrópudraumur Tyrkja rætist. Reyndar er það söguleg staðreynd að í hvert sinn sem farið hefur verið út í formlegar viðræður um ESB-aðild umsóknarríkis hafa þær endað í aðildarsamningi (og inngöngu í framhaldi af því, nema í Noregi þar sem aðildarsamningur hefur tvívegis verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu). En sérstaða Tyrklands sem umsóknarríkis er það mikil að ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að viðræðurnar um aðild þess endi með fullri inngöngu í sambandið. Þetta hefur komið fram bæði hjá evrópskum stjórnmálaleiðtogum - þar á meðal Jacques Chirac Frakklandsforseta - og sérfræðingum í samrunaþróuninni í Evrópu. Enda er kveðið á um það í skilyrðum fyrir upptöku aðildarviðræðnanna, að þær séu opnar, niðurstaðan sé ekki fyrirfram gefin og engar tryggingar fyrir því að viðræðunum lykti með aðildarsamningi. 40 ára gömul fyrirheit Yfir 40 ár eru síðan tyrknesk stjórnvöld lýstu fyrst yfir vilja til inngöngu í Evrópusambandið. Í samstarfssamningi Tyrklands og Efnahagsbandalags Evrópu, eins og ESB hét þá, frá árinu 1963, var kveðið á um að samningurinn gæti í fyllingu tímans þjónað sem undirbúningur fyrir aðild að bandalaginu. Tyrkir hafa þyngt róðurinn að þessu takmarki til muna á síðustu árum og hafa nú uppskorið þann árangur að vera boðið til formlegra aðildarviðræðna sem eiga að hefjast 3. október 2005. Leiðin að þessum áfanga hefur verið löng og ströng (sjá rammagrein). Reyndar hafa fulltrúar Tyrkja lýst það mikilli óánægju með skilyrðin sem ESB-leiðtogarnir setja fyrir því að viðræður hefjist næsta haust - aðallega að því er varðar viðurkenningu á lýðveldi Kýpur-Grikkja - að ekki er einu sinni öruggt að tyrkneska þingið muni staðfesta samkomulagið um að hefja viðræðurnar. Of stór biti? Meðal Evrópubúa hafa skoðanir verið mjög skiptar um það hvort þessi fjölmenna þjóð, sem býr að langmestu leyti utan eiginlegra landamæra Evrópu, er mjög mótuð af íslamskri menningu og er auk þess mun fátækari en nokkur þeirra þjóða sem nú eru í sambandinu, eigi erindi í raðir þess. Margir hafa áhyggjur af því að vinnumarkaður heimalanda þeirra yrði fyrir skakkaföllum ef Tyrklandi, með sína 71 milljón íbúa, yrði hleypt inn í sambandið og reglur innri markaðarins um frjálst flæði launþega tækju gildi fyrir þá. Það veldur sumum jafnframt áhyggjum að samkvæmt spám um mannfjöldaþróun er líklegt að eftir þau 10-15 ár sem nú er talað um að aðildarsamningarnir kunni að taka muni Tyrkland vera orðið fjölmennara en það ríki Evrópusambandsins sem nú er fjölmennast, Þýzkaland. Einnig óar sumum við þeim geópólitísku afleiðingum sem það hefði fyrir Evrópusambandið að eiga landamæri að löndum eins og Íran, Írak og Sýrlandi. Aðrir, sem líta aðild Tyrklands jákvæðari augum, telja að það myndi styrkja stöðu ESB sem veldis í alþjóðastjórnmálum að teygja anga sína með þessum áþreifanlega hætti inn að kjarna Mið-Austurlanda. Í þessu sambandi er athyglisvert að Bandaríkjastjórn hefur stutt ESB-aðildaráform Tyrkja með ráðum og dáð (við misjafnar undirtektir í ESB-ríkjunum). Efasemdir um að Tyrkland sé "ESB-tækt" hafa jafnvel komið fram hjá meðlimum framkvæmdastjórnar ESB, þótt sú stofnun mæli sem slík með því að aðildarviðræðurnar við Tyrki fari fram með fulla aðild að markmiði. "Frelsunin árið 1683 hefði verið til einskis," sagði Hollendingurinn Frits Bolkestein, sem þar til fyrir einum mánuði fór með málefni innri markaðarins í framkvæmdastjórninni. Vísaði hann þar til umsáturs hers Tyrkjasoldáns um Vínarborg, sem ekki tókst að hrinda fyrr en pólski konungurinn Jan Sobieski kom Austurríkismönnum til aðstoðar í fylkingarbrjósti fyrir fjölþjóðlegum her (kristinna) Evrópumanna. Aðrir benda á, að Evrópusamruninn snúist einmitt um það að gleyma ekki sögunni, heldur yfirvinna þann klofning sem hún getur valdið í nútímanum. Meginlandsbúar neikvæðir Í skoðanakönnunum hefur komið í ljós mikill munur á viðhorfum íbúa ESB-landanna til aðildar Tyrklands. Víða mælist mjög lítill stuðningur við hana. Meirihluti Breta er fylgjandi, en á meginlandinu er viðhorfið víðast hvar öllu neikvæðara. Í Frakklandi og Austurríki styður aðeins um fjórði hver kjósandi inngöngu Tyrkja í sambandið. Í Þýzkalandi er líka meirihluti almennings mótfallinn henni, en ríkisstjórn jafnaðarmanna og græningja styður hana afdráttarlaust. Kristilegir demókratar, sem eru í stjórnarandstöðu á þýzka þinginu, hafa markað þá stefnu að beita sér gegn fullri aðild Tyrkja en að þeim skuli þess í stað boðið "forréttindasamstarf" við ESB. Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari sem leiddi kristilega demókrataflokkinn CDU í nær aldarfjórðung, hefur lýst því sem hreinu ábyrgðarleysi af hálfu núverandi ráðamanna í ESB-löndunum að gefa Tyrkjum skuldbindandi fyrirheit um aðild eftir 10-15 ár, vitandi að kjósendur í þeirra eigin löndum muni aldrei samþykkja hana. Þegar þar að kæmi yrðu aðrir að súpa seyðið af því að ekki yrði unnt að standa við þessi fyrirheit. Enn dýpra í árinni en Kohl tekur þó Valerie Giscard d´Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, sem fer fremstur í flokki landa sinna sem berjast gegn ESB-aðild Tyrkja. Að hans mati myndi hún stefna evrópskri sjálfsímynd ESB í voða og raska jafnvæginu innan sambandsins þannig að í óefni stefndi. Neyðarhemill innbyggður Á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum höfðu ríkisstjórnaleiðtogar ESB-landanna ákveðið frest til að komast að niðurstöðu um það hvenær hefja skyldi aðildarviðræður við Tyrki, á grundvelli úttektar framkvæmdastjórnar sambandsins á því hvort landið teldist uppfylla hin pólitísku skilyrði fyrir aðildarviðræðum, eins og þau eru skilgreind í "Kaupmannahafnarskilyrðunum" svonefndu frá árinu 1993. Þau voru ákveðin sem eins konar leiðarvísir fyrir kommúnistaríkin fyrrverandi í Mið- og Austur-Evrópu, sem nú hafa flest fengið inngöngu, um þær umbætur sem þau yrðu að gera til að teljast aðildarhæf. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar, sem birt var 6. október síðastliðinn, er komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd umbótastefnu Tyrklandsstjórnar síðustu árin sé það sannfærandi, að hún verðskuldaði að því yrði ekki slegið lengur á frest að taka ákvörðun um að hefja aðildarviðræður. Í skýrslunni er Tyrklandsstjórn reyndar ekki veitt nein syndakvittun. Hún tengdi meðmælin með upptöku viðræðna við skilyrði um eftirlit með framkvæmd frekari umbóta. Jafnframt var mælt með því að eins konar neyðarhemill yrði byggður inn í ferlið; ef til bakslags kæmi hvað varðar réttarríkisreglur eða mannréttindi í Tyrklandi yrði tafarlaust hlé gert á aðildarviðræðunum. Í samþykkt ESB-leiðtoganna frá því á föstudag er tekið fram að í boðinu um að hefja aðildarviðræður felist ekki skuldbindandi fyrirheit um að þeim muni lykta með inngöngu. Í sjónvarpsviðtali fyrir leiðtogafundinn lét Chirac Frakklandsforseti þess getið að þó hann styddi aðildarviðræður af heilum hug gæti hvaða ESB-land sem er hafnað inngöngunni þegar þar að kæmi, og hann áskildi frönsku þjóðinni rétt til að eiga síðasta orðið. Krafa Tyrkja: "Fær leið" Hvað sem fyrirvörum Evrópubúa líður eru Tyrkir almennt mjög áhugasamir um að verða viðurkenndir sem fullgildir jafnokar Evrópuþjóðanna sem fyrir eru í ESB. Skoðanakannanir sýna að yfirgnæfandi meirihluti Tyrkja styður stefnuna á ESB-aðild, um 75% að meðaltali. Mestur er ESB-áhuginn meðal Istanbúlbúa og annarra íbúa Vestur-Tyrklands. Hann er jafnframt meiri meðal yngri kynslóðarinnar en eldra fólks. Tyrklandsstjórn lítur svo á að innganga í ESB jafngildi því að hrinda að fullu í framkvæmd stefnu ríkisstofnandans Kemals Atatürks um að gera Tyrkland að veraldlegu nútímaríki með evrópsku sniði. Í aðdraganda leiðtogafundarins nú fyrir helgina lagði tyrkneska stjórnin áherzlu á að Tyrkir myndu ekki láta bjóða sér hvað sem er til að fá náðarsamlegast að ganga í sambandið. Forsætisráðherrann Recep Tayyip Erdogan sagði Tyrki myndu "fara sína eigin leið" ef Evrópusambandið setti upp ósanngjörn skilyrði fyrir inngöngu þeirra. Að hans sögn væru það "hræðileg mistök" af hálfu ESB að haga sér eins og "kristinn klúbbur". Hann vænti þess af ráðamönnum sambandsins að þeir byðu Tyrkjum "færa leið" til aðildar og hét því að umbótum á tyrknesku stjórn- og efnahagskerfi yrði markvisst fram haldið. Það er reyndar talsvert sem stjórn Erdogans hefur afrekað í þessa átt. Þrátt fyrir íslamskan bakgrunn sinn í stjórnmálum hefur Erdogan og stjórnin sem hann hefur farið fyrir undanfarin tvö og hálft ár gert mikið átak í að laga tyrknesk lög að löggjöf Evrópusambandsins. Eftirtektarverðustu breytingarnar eru í fyrsta lagi að bundinn hefur verið endir á völd hersins til beinna afskipta af stjórnmálum landsins. Herinn vék frá fjórum ríkisstjórnum á tímabilinu 1960-1997, ýmist fyrir þær sakir að vera veikar eða of hallar undir að blanda trúnni í stjórnmálin. Þá hafa margvísleg lýðræðis- og borgararéttindi verið styrkt með nýjum og breyttum lögum, þar á meðal bann við pyntingum og dauðarefsingu. Loks ber að nefna að stjórnin hefur tekið fast á spillingu í stjórnkerfinu og komið efnahagsmálunum í mun stöðugri farveg. Armenamorð og Kýpur Franska stjórnin lagði í vikunni til viðkvæma viðbót við prófsteina á ESB-aðildarhæfni Tyrklands er hún fór fram á að tyrknesk stjórnvöld viðurkenndu opinberlega sögulega ábyrgð á þjóðarmorðinu á Armenum, sem tyrkneski herinn framdi í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Annað viðkvæmt mál er viðurkenning Tyrklands á kýpverska lýðveldinu sem fékk aðild að ESB þann 1. maí sl. Það var aðeins gríski hluti eyjarinnar sem fékk inngöngu þá, ekki tyrkneski norðurhlutinn sem Tyrkir hafa haldið hersetnum í 30 ár. Tyrklandsstjórn hefur verið óviljug til þess að viðurkenna lýðveldi Kýpur-Grikkja þar sem hún álítur Kýpur-Grikki ekki verðskulda hana eftir að áætlun Sameinuðu þjóðanna um sameiningu Kýpur var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu í gríska hlutanum í vor. Kýpur-Tyrkir staðfestu hana. Þótt Tyrklandsstjórn hefði fyrir leiðtogafundinn ekki verið reiðubúin til að gefa nein fyrirheit um viðurkenningu ESB-aðildarríkisins Kýpur stóð Kýpurstjórn ekki gegn ákvörðuninni um aðildarviðræðurnar, gegn því að ekkert verði dregið undan í kröfugerð Kýpverja á hendur Tyrkjum í aðildarviðræðunum sjálfum. Í leiðtogaráðs-ályktuninni um upptöku aðildarviðræðna er ekki gerð skýlaus krafa um að Tyrkir viðurkenni fyrst Kýpurlýðveldið að fullu. Hins vegar fóru leiðtogarnir fram á að Tyrkir sýndu samstarfsvilja í þessum efnum með því að undirrita Ankara-bókunina svonefndu, sem felur í sér skuldbindingu um að samningur ESB og Tyrklands um tollabandalag nái einnig til nýju aðildarríkjanna tíu, þar á meðal Kýpur. Í þessu sambandi er vert að gefa því gaum að Grikklandsstjórn hefur beitt sér eindregið fyrir aðildarviðræðunum við Tyrki. Samskipti grannþjóðanna tveggja, sem hafa marga hildi háð í gegn um tíðina (og voru fyrir aðeins fáeinum árum nær farnar í stríð vegna landamæradeilna í Eyjahafi), eru nú með betra móti. Vekur þetta vonir um að Grikkir geti miðlað málum við Tyrki í Kýpurdeilunni. Niðurstaðan ekki fyrirfram gefin Sumir sérfræðingar í evrópskum stjórnmálum eru reyndar þeirrar skoðunar, að jafnvel þótt aðildarviðræður fari fram af fullri alvöru næstu árin kunni svo að fara að ekkert verði af aðildinni. Þannig hefur fréttavefur BBC eftir John Palmer, forstöðumanni hjá rannsókna- og ráðgjafarstofnuninni European Policy Centre (EPC) í Brussel, að þær umbætur sem hrint hafi verið í framkvæmd í Tyrklandi fram til þessa dugi til að hafnar verði aðildarviðræður, en þær séu langt frá því að vera nægilegar til að landið teljist uppfylla aðildarskilyrðin. "Þetta verða óvenjulegar viðræður. Báðir samningsaðilar eru sammála um að 15 til 20 ár kunni að líða áður en niðurstaða fæst," segir Palmer. "Að mínu áliti munu Tyrkir ekki gera sér rellu út af tímanum [sem ferlið tekur]. Það sem skiptir máli er að umbótaferlið í Tyrklandi er tengt aðildarsamningaferlinu. Það er síðan spurning út af fyrir sig hvort báðir aðilar komist að jákvæðri niðurstöðu þegar þessu ferli lýkur. Ég tel ekki að sú niðurstaða sé fyrirfram gefin." Áfangar á Evrópuför TyrkjaSkilyrði ESB fyrir að hefja aðildarviðræður við Tyrki 3. október 2005:1949: Tyrkir fá aðild að Evrópuráðinu á stofnári þess - Tyrkland undirriti samning um að láta tollasamstarf þess við ESB ná til nýjustu aðildarríkja þess, þ. á m. Kýpur 1952: Tyrkir fá aðild að Atlantshafsbandalaginu - Aðildarviðræðurnar verði opnar, þ.e. engar tryggingar gefnar fyrir því að samningar um inngöngu náist 1963: Samstarfssamningur við EBE gengur í gildi - Skyldi svo fara að aðildarsamningar náist ekki mun ESB ekki snúa baki við Tyrklandi 1987: Tyrkir sækja formlega um ESB-aðild - Tyrkland verður að halda áfram á braut pólitískra og efnahagslegra umbóta 1996: Tyrkland fær aðild að tollabandalagi ESB - Fyrirvarar kunna að vera gerðir um hömlur á frjálst flæði launþega frá Tyrklandi 1999: Leiðtogar ESB skilgreina Tyrkland sem tilvonandi aðildarríki 2002: Leiðtogar ESB setja sér frest til að ákveða hvenær teknar skuli upp aðildarviðræður 2004: Leiðtogar ESB ákveða að aðildarviðræður skuli hafnar við Tyrki hinn 3. október 2005
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Sjá meira