Innlent

Sjö handteknir í nótt

Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt sjö menn eftir að talsvert af þýfi úr ýmsum innbrotum og eitthvað af fíkniefnum fanst í íbúð, sem þeir voru saman í. Upphaflega fór lögreglan á vettvang um hálf þrjú leitið í nótt, þar sem nágrannar höfðu kvartað undan hávaða. Við nánari athugun fanst þýfið og fíkniefnin þannig að allir voru handteknir. Þegar er búið að rekja hluti úr þýfinu til tiltekinna innbrota og í framhaldi af handtökunum hófust húsleitir heima hjá þeim, sem voru gestkomandi í íbúðinni. Árangur af þeim liggur ekki endanlega fyrir, en mennirnir, sem voru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, verða yfirheyrðir í dag. Meðal þess sem þegar er komið í leiltirnar eru stafrænar myndavélar, skjávarpar, hljómtæki úr bílum og af heimilum. Einhverjir mannanna hafa áður gerst brotlegir við lög vegna innbrota og þjófnaða. Þá var tilkynnt um innbrot í tölvufyrirtæki í Höfðahverfi undir morgun og er það mál í rannsókn. Engin hefur verð handtekinn í sambandi við það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×