Sport

Jermaine O Neal fékk bannið stytt

Jermaine O Neal leikmaður Indiana Pacers í bandaríska NBA körfuboltanum fékk í dag leikbann stytt úr 25 leikjum í 15 sem hann var upphaflega úrskurðaður í fyrir þátttöku sína í slagsmálum við leikmenn og áhorfendur í leik gegn Detroit Pistons 19. nóvember sl. Gerðardómsmaður komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa tekið fyrir mál þeirra leikmanna sem dæmdir voru í bann eftir slagsmálin margumtöluðu. Í 28 blaðsíðna skýrslu sem Gerðardómsmaðurinn Roger Kaplan sendi frá sér í dag standa óhreyfðir dómar yfir þeim Stephen Jackson (30 leikja bann) og Anthony Johnson (5 leikja bann) og Ron Artest sem fékk lengsta bannið eða út tímabilið. NBA deildin ætlar að berjast gegn þessari niðurstöðu og hafa verið settar á yfirheyrslur í fyrramálið, fimmtudagsmorgun þar sem ákvörðun Kaplan gæti hugsanlega verið ógild. Ef ekki þá verður O Neal löglegur með Indiana á laugardaginn þegar liðið tekur á móti Detroit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×