Arnaldur í sérflokki 24. desember 2004 00:01 "Ég átti von á því að Kleifarvatn myndi seljast vel, en það eru mikil tíðindi ef hún selst í 20 þúsund eintökum," segir Sigurður Svavarsson hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda um bókasöluna fyrir jólin. Arnaldur Indriðason er konungur jólabókaflóðsins í ár og stefnir í metsölu í bókstaflegri merkingu og margt bendir til að Kleifarvatn muni seljast í um 20 þúsund eintökum þegar upp er staðið. "Ég hef haldið því fram að það væri ekki hægt að selja meira en tólf til fimmtán þúsund eintök af einum titli fyrir jól á þessum litla markaði. Arnaldur hefur hitt á eitthvað einstakt." Samkvæmt upplýsingum frá Hagkaup hefur bókin Fiskréttir Hagkaupa líka selst í um 20 þúsund eintökum fyrir þessi jól. Arnaldur ber höfuð og herðar yfir aðra höfunda samkvæmt spá bókaútgefenda, því talið er að bók Guðrúnar Helgadóttur, Öðruvísi fjölskylda, seljist í um tólf þúsund eintökum. Sigurður segir að fyrir utan Arnald sé fátt sem komi á óvart. Guðrún sé fyrir löngu búin að festa sig í sessi og nái mjög vel til barna og Óttar Sveinsson eigi fastan og dyggan lesendahóp. Mest seldu bækurnar þessi jól samkvæmt spá Félags íslenskra bókaútgefenda. Spáin byggir á prentuðu upplagi titla og á sölulistum bókabúða og forleggjara.1. Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason.2. Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur.3. Útkall: Týr sekkur eftir Óttar Sveinsson.4. Barn að eilífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson.5. Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.6. Englar og djöflar eftir Dan Brown.7. Belladonna skjalið eftir Ian Caldwell og Dustin Thomason.8. Baróninn eftir Þórarinn Eldjárn.9. Dauðans óvissi tími eftir Þráin Bertelsson.10. Halldór eftir Halldór Guðmundsson/ Heimsmetabók Guinnes/ Arabíukonur eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Innlent Jól Menning Mest lesið Sálmur 86 - Heiðra skulum vér Herran Krist Jól Súkkulaðikransatoppar Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember Jól Jólalag dagsins: Jónsi og Selma með Þú komst með jólin til mín Jól Simmi: Hreindýralundir og jólaís Jólin Fiskur er hátíðarmatur á Ítalíu Jól Núðlur í bland við KFC um jólin í Japan Jól Ljósastjörnur Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Sálmur 72 - Nóttin var sú ágæt ein Jól
"Ég átti von á því að Kleifarvatn myndi seljast vel, en það eru mikil tíðindi ef hún selst í 20 þúsund eintökum," segir Sigurður Svavarsson hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda um bókasöluna fyrir jólin. Arnaldur Indriðason er konungur jólabókaflóðsins í ár og stefnir í metsölu í bókstaflegri merkingu og margt bendir til að Kleifarvatn muni seljast í um 20 þúsund eintökum þegar upp er staðið. "Ég hef haldið því fram að það væri ekki hægt að selja meira en tólf til fimmtán þúsund eintök af einum titli fyrir jól á þessum litla markaði. Arnaldur hefur hitt á eitthvað einstakt." Samkvæmt upplýsingum frá Hagkaup hefur bókin Fiskréttir Hagkaupa líka selst í um 20 þúsund eintökum fyrir þessi jól. Arnaldur ber höfuð og herðar yfir aðra höfunda samkvæmt spá bókaútgefenda, því talið er að bók Guðrúnar Helgadóttur, Öðruvísi fjölskylda, seljist í um tólf þúsund eintökum. Sigurður segir að fyrir utan Arnald sé fátt sem komi á óvart. Guðrún sé fyrir löngu búin að festa sig í sessi og nái mjög vel til barna og Óttar Sveinsson eigi fastan og dyggan lesendahóp. Mest seldu bækurnar þessi jól samkvæmt spá Félags íslenskra bókaútgefenda. Spáin byggir á prentuðu upplagi titla og á sölulistum bókabúða og forleggjara.1. Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason.2. Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur.3. Útkall: Týr sekkur eftir Óttar Sveinsson.4. Barn að eilífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson.5. Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.6. Englar og djöflar eftir Dan Brown.7. Belladonna skjalið eftir Ian Caldwell og Dustin Thomason.8. Baróninn eftir Þórarinn Eldjárn.9. Dauðans óvissi tími eftir Þráin Bertelsson.10. Halldór eftir Halldór Guðmundsson/ Heimsmetabók Guinnes/ Arabíukonur eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur.
Innlent Jól Menning Mest lesið Sálmur 86 - Heiðra skulum vér Herran Krist Jól Súkkulaðikransatoppar Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember Jól Jólalag dagsins: Jónsi og Selma með Þú komst með jólin til mín Jól Simmi: Hreindýralundir og jólaís Jólin Fiskur er hátíðarmatur á Ítalíu Jól Núðlur í bland við KFC um jólin í Japan Jól Ljósastjörnur Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Sálmur 72 - Nóttin var sú ágæt ein Jól