Húsdýr í sprengjuregni 27. desember 2004 00:01 Dýr bera lítið skynbragð á það hvort hvellir, sprengingar og eldglæringar eru eldgos, stríðsátök eða gamlárskvöld. Gælu- og húsdýraeigendur verða því að sinna dýrunum sínum sérstaklega vel þegar áramótasprengingarnar ganga í garð. Sif Traustadóttir hjá Dýralæknastofu Dagfinns gefur góð ráð varðandi dýrin okkar yfir áramótin: Hundar og kettir · Á gamlársdag, gamlárskvöld, nýarsdagskvöld og þrettándanum er æskilegt að halda hundum og köttum inni við. Það er mikilvægt að passa að kettir séu inni allan gamlársdag, þar sem margir virðast byrja að sprengja strax eftir morgunmatinn. Gott er að útbúa fyrir hunda skjól í einhverju rými sem þeir þekkja og eru öruggir í, til dæmis undir borði þar sem þeir geta haft dýnuna sína eða teppið hjá sér. Hafið hjá þeim dót sem þeir þekkja. Gætið þess að það sé ekkert í rýminu sem hundurinn getur slasað sig á eða skemmt. Ef þú átt búr þar sem hundurinn er reglulega er gott að hafa hann í því. Kettir sækja gjarnan í dimm skot, til dæmis undir rúmi eða inn í skáp. · Gott er að draga fyrir glugga á gamlárskvöld í herberginu þar sem dýrið er og hafa opið fyrir útvarp þannig að hvellir og ljósagangur að utan hafi minni áhrif. · Ekki er ástæða til að gefa hundum og köttum róandi lyf nema í mjög slæmum tilfellum. Ef eigandi telur að dýrið þurfi róandi lyf þarf að leita tímanlega til dýralæknis og ráðfæra sig við hann. · Það er vel hægt að venja hunda við hljóðið af flugeldum, til dæmis með því að spila hljóðupptöku af sprengingum og hækka styrkinn smám saman. Þetta verður þó að athuga tímanlega. Sum dýr leita í fang eigandans þegar þau verða hrædd, en önnur vilja vera ein. Ef dýrið leitar sjálft skjóls er best að leyfa því að vera í friði þar til það kemur fram af sjálfsdáðum. · Ef hundar virðast ekki mjög hræddir má fara með þá út fyrir, en bara í taumi, þar sem þeir geta orðið hræddir og hlaupið frá eigandanum. Hestar · Best er að hafa hestana inni í hesthúsum á gamlársdag og á þrettándanum sem mest, ekki lausa úti í gerðum og alls ekki eftirlitslausa. Gott er að líta eftir hrossunum eftir miðnætti þegar mesti atgangurinn er yfirstaðinn. · Gott er að byrgja rúður í hesthúsum á gamlárskvöld og hafa opið fyrir útvarp þannig að hvellir og ljósagangur að utan hafi minni áhrif. · Hestamenn eru hvattir til að hafa sérstakan vara á þegar farið er í útreiðatúra á þessum árstíma. Þeir sem eiga ekki hesta eða gæludýr átta sig margir ekki á því að hvellir og ljós geta fælt skepnur. · Bændum og þeim sem eiga hross eða stóð í nágrenni við þéttbýli eða sumarhús er bent á að gera ráðstafanir og smala hrossum heim eða hafa eftirlit með þeim á meðan mestu lætin ganga yfir. Hestar ættu ekki að vera utandyra á meðan á sprengingunum stendur.Hundar finna til öryggis undir borði með teppið sitt.Rjetur Heilsa Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Dýr bera lítið skynbragð á það hvort hvellir, sprengingar og eldglæringar eru eldgos, stríðsátök eða gamlárskvöld. Gælu- og húsdýraeigendur verða því að sinna dýrunum sínum sérstaklega vel þegar áramótasprengingarnar ganga í garð. Sif Traustadóttir hjá Dýralæknastofu Dagfinns gefur góð ráð varðandi dýrin okkar yfir áramótin: Hundar og kettir · Á gamlársdag, gamlárskvöld, nýarsdagskvöld og þrettándanum er æskilegt að halda hundum og köttum inni við. Það er mikilvægt að passa að kettir séu inni allan gamlársdag, þar sem margir virðast byrja að sprengja strax eftir morgunmatinn. Gott er að útbúa fyrir hunda skjól í einhverju rými sem þeir þekkja og eru öruggir í, til dæmis undir borði þar sem þeir geta haft dýnuna sína eða teppið hjá sér. Hafið hjá þeim dót sem þeir þekkja. Gætið þess að það sé ekkert í rýminu sem hundurinn getur slasað sig á eða skemmt. Ef þú átt búr þar sem hundurinn er reglulega er gott að hafa hann í því. Kettir sækja gjarnan í dimm skot, til dæmis undir rúmi eða inn í skáp. · Gott er að draga fyrir glugga á gamlárskvöld í herberginu þar sem dýrið er og hafa opið fyrir útvarp þannig að hvellir og ljósagangur að utan hafi minni áhrif. · Ekki er ástæða til að gefa hundum og köttum róandi lyf nema í mjög slæmum tilfellum. Ef eigandi telur að dýrið þurfi róandi lyf þarf að leita tímanlega til dýralæknis og ráðfæra sig við hann. · Það er vel hægt að venja hunda við hljóðið af flugeldum, til dæmis með því að spila hljóðupptöku af sprengingum og hækka styrkinn smám saman. Þetta verður þó að athuga tímanlega. Sum dýr leita í fang eigandans þegar þau verða hrædd, en önnur vilja vera ein. Ef dýrið leitar sjálft skjóls er best að leyfa því að vera í friði þar til það kemur fram af sjálfsdáðum. · Ef hundar virðast ekki mjög hræddir má fara með þá út fyrir, en bara í taumi, þar sem þeir geta orðið hræddir og hlaupið frá eigandanum. Hestar · Best er að hafa hestana inni í hesthúsum á gamlársdag og á þrettándanum sem mest, ekki lausa úti í gerðum og alls ekki eftirlitslausa. Gott er að líta eftir hrossunum eftir miðnætti þegar mesti atgangurinn er yfirstaðinn. · Gott er að byrgja rúður í hesthúsum á gamlárskvöld og hafa opið fyrir útvarp þannig að hvellir og ljósagangur að utan hafi minni áhrif. · Hestamenn eru hvattir til að hafa sérstakan vara á þegar farið er í útreiðatúra á þessum árstíma. Þeir sem eiga ekki hesta eða gæludýr átta sig margir ekki á því að hvellir og ljós geta fælt skepnur. · Bændum og þeim sem eiga hross eða stóð í nágrenni við þéttbýli eða sumarhús er bent á að gera ráðstafanir og smala hrossum heim eða hafa eftirlit með þeim á meðan mestu lætin ganga yfir. Hestar ættu ekki að vera utandyra á meðan á sprengingunum stendur.Hundar finna til öryggis undir borði með teppið sitt.Rjetur
Heilsa Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira