Menning

Bætir ímynd og eflir öryggi

"Á námskeiðinu verður fjallað um að tjá sig fyrir framan hóp og öðlast öryggi.Fólki er leiðbeint um hvernig það á að koma fram og búa til ímynd sem aðrir sjá, til dæmis með raddbeitingu, líkamstjáningu og klæðaburði. Þetta er ekki beint ræðunámskeið en fólk lærir vissulega hvernig það á að koma fram," segir Ingibjörg Vigfúsdóttir, einn af leiðbenundunum á námskeiðinu. Stefnt er á að hafa námskeiðið í átta vikur, eitt skipti í viku og er verðhugmynd í kringum 20.000 krónur. Námskeiðinu lýkur því 2. mars. Námskeiðið verður haldið að Digranesvegi 12 í Kópavogi og eru fyrirlesarar og þjálfarar aðilar úr ITC-samtökunum sem hafa mikla reynslu á þessu sviði. "Ég held að þetta sé mjög þarft því margir geta ekki komið fram opinberlega. Þetta nýtist fólki bæði í leik og starfi," segir Ingibjörg en nánari upplýsingar um námskeiðið gefur hún í síma 822 1022 og Hildur Jónsdóttir í síma 663 2799. Einnig er hægt að sjá vefsíðu samtakanna simnet.is/itc.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×