Innlent

Þægilegar slóðir

"Þetta eru náttúrlega prýðilegar tölur og í samræmi við aðrar tölur að undanförnu," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. "Við erum á mátulegu róli milli himins og hafs. Þetta er afrakstur af stöðugri vinnu. Það eina sem við eigum eftir er að ná þessu í hlöðu. Þetta er fylgi sem ég myndi sætta mig prýðilega við. Mér finnst athyglisvert hvað ríkisstjórnin er slöpp í þessum mælingum og hvað stólaskiptin hafa litlu skilað. Það er einnig athyglisvert að vinstri flokkarnir tveir mælast ítrekað með meirihluta. Ef við værum það lánsöm að fá kosningar á næstunni væri velferðarstjórn möguleiki. Við skulum vaka í voninni um kosningar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×