Erlent

Hörmungarástand í Falluja

Sjö menn féllu fyrir stundu í sprengingu í Bagdad í Írak. Hernaðurinn í Falluja, skammt frá höfuðborginni, hefur leitt til öngþveitis og hörmungarástands að sögn hjálparstarfsmanna í Írak. Óttast er að mikið mannfall hafi orðið í stórsókn þúsunda bandarískra hermanna og írakskra þjóðvarðsliða gegn uppreisnarmönnum súnníta í borginni. Engin leið er fyrir hjálparstarfsmenn að koma særðum til aðstoðar þar sem harðir bardagar geisa og skotið er úr öllum áttum. Hryðjuverkamenn hafa hóta að drepa þrjá ættingja forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraks, sem þeir halda í gíslingu, verði árásin á Falluja ekki stöðvuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×