Ekki draumastarf stjórnmálamanns 14. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson segist ekki viss um að það sé draumastarf hvers stjórnmálamanns að verða forsætisráðherra, því fylgi mikið og reyni heilmikið á. Halldór tekur við embætti forsætisráðherra í dag. Aðspurður segist hann aldrei hafa stefnt beinlínis að því að verða forsætisráðherra. "Þetta er meira eitthvað sem hefur gerst. Það er nánast ekki hægt að skipuleggja pólitíska framtíð. Það fer illa. Menn verða hins vegar að vera tilbúnir að taka að sér verkefni ef svo býður uppá," segir hann. Gengur hraustur til verks Halldór segist ganga hraustur til verks í nýju embætti. Hann hafi gott starfsþrek, vinni langan vinnudag og finnst hann vera ágætlega á sig kominn. Hann hlakkar til að takast á við nýtt verkefni þótt svo að jafnframt örli á eftirsjá eftir utanríkisráðuneytinu og starfsfólki þess, en þar hefur hann starfað undanfarin níu ár. Hann fagnar hins vegr því að hafa nú tækifæri til að beita sér meira inn á við. "Átta árin mín í sjávarútvegsmálunum rifjast upp fyrir mér. Þá þurfti ég, og hafði tækifæri til, að beita mér miklu meira inná við. Ég glímdi við vandasöm mál og þurfti að halda mikið af fundum víðs vegar um land. Verksvið mitt í utanríkisráðuneytinu hefur verið meira út á við. Ég fæ nú tækifæri til að breyta til, hitta fólk í meira mæli og halda fundi bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi," segir hann. Halldór stefnir jafnframt á að eyða meiri tíma með forsvarsmönnum í atvinnulífinu, verkalýðshreyfingunni og sveitarstjórnum. Spurður hverju hann vonast til að fá áorkað næstu þrjú árin segist hann vonast til að hér verði áframhaldandi stöðugleiki og hagvöxtur. Einnig að atvinnustigið verði gott áfram. "Atvinnuleysi er mesta böl af öllu og grundvallaratriði að sérhver fjölskylda geti unnið fyrir sér og sínum. Síðan vonast ég til að við getum jafnframt haldið utan um okkar öfluga samfélags- og velferðarkerfi sem er að mínu mati aðalsmerki íslensks samfélag þó að samkeppnin hafi aukist mikið og skilað okkur miklu, að við gleymum því ekki að við þurfum að standa saman um ákveðin atriði þrátt fyrir ólíkar skoðanir," segir hann. Stoltur af breytingu utanríkisþjónustunnar Halldór hefur setið lengur en nokkur annar utanríkisráðherra. Af þeim verkefnum sem hann hefur sinnt í ráðuneytinu segist hann stoltastur af þeim miklu breytingum sem hafi orðið á utanríkisþjónustunni. "Ég veit um mörg dæmi þess að mikilvæg viðskipti hafi komist á vegna þeirrar þjónustu sem við getum veitt og vegna þeirra samninga sem við höfum verið að gera. Það eru fá lönd í heiminum háðari alþjóðlegum samskiptum og alþjóðlegum viðskiptum. Ég er stoltur af því hvernig hefur tekist að efla þetta starf og koma á móts við breytta þjóðfélagsmynd," segir hann. "Ég er líka stoltur af samningum sem okkur hefur tekist að gera. Okkur tókst að ganga endanlega frá landhelgislínunum milli Grænlands og Íslands og milli Færeyja og Íslands, semja um smuguna, um síldina þó svo að síldarmálin hafi komist í uppnám aftur. Einnig er ég stoltur yfir því að okkur tókst að semja um varnarmálin við Bandaríkjamenn. Vissulega ríkir nokkur óvissa í málefnum varnarliðsins en sá grunnur sem hefur verið lagður er samt sem áður mikilvægur og ég trúi því að það verði farsæl niðurstaða," segir Halldór. Halldór hefur einnig gegnt starfi sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra. Spurður hvaða ráðuneyti hafi hentað honum best segist hann hafa öðlast þroska í þeim öllum. Hann segir að reynsla sín úr sjávarútvegsráðuneytinu hafi komið sér vel í utanríkisráðuneytinu. "Það hefur reynst mér mjög vel í samningum, í samskiptum við erlendar þjóðir að hafa góðan skilning og grundvallarþekkingu á íslenskum sjávarútvegi. Eins finnst mér núna, þegar ég fer í forsætisráðuneytið, að þessi reynsla mín í þessum stöðum sé mikið og gott veganesti. Mér finnst ég hafa lært mjög mikið af fólkinu í landinu á þessum tíma, ég hef verið í miklum samskiptum í gegn um tíðina, ég þekki mjög marga á erlendum vettvangi þannig að þessi reynsla mín eflir mitt sjálfstraust sem er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir þann mann sem að ætlar að vera í forustu fyrir aðra," segir hann. Erum háð Evrópusambandinu Halldór skipaði nefnd sem skoða ætti hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu að teknu tilliti til sjávarútvegsmála. Nefndin var skipuð fulltrúum utanríkisráðuneytisins, sjávarútvegsráðuneytisins og Landssambands íslenskra útvegsmanna og Félagi skipstjórnarmanna. Skilaði nefndin frumskýrslu sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í gær. "Ég fann að það var ákveðin tortryggni á milli aðila í þessu stóra og viðkvæma máli. Jafnvel þótt það séu skiptar skoðanir, eru þarna ákveðnar staðreyndir sem rísa upp. Það er staðreynd að við erum mjög háð samskiptum við Evrópusambandið. Það er staðreynd að það er ávallt að breytast. Það er staðreynd að önnur ríki eru að huga að aðild og Íslendingar þurfa að fylgjast vel með. Það er mjög mikilvægt að við séum sammála um ákveðin grundvallaratriði í þessum efnum ef við eigum einhvern tímann að vænta þess að geta tekist á við þetta með málefnalegum hætti," segir Halldór. Hann segir að grundvallaratriðin í skýrslunni séu þær útlínur sem hann lagði í svokallaðri Berlínarræðu og þeim sjónarmiðum sem hann hafi fært fram í ræðu sem hann flutti á Akureyri fyrir stuttu. "Það færir mér trú um það að ég hafi haft nokkuð rétt fyrir mér í þeim efnum. Ég vil leggja á það áherslu í sambandi við Evrópusambandið að þetta eru ekki léttvægir hlutir. Þetta eru grundvallaratriði íslensks þjóðfélags." Vill meiri vilja af hálfu ESB Halldór segir að á sama tíma og við viðurkennum mikilvægi ESB og mikilvægi þess að við eigum gott samstarf við það þá sé það ljóst að málið sé ekki bara í okkar höndum, heldur einnig í höndum ESB. Hann segist jafnframt vilja sjá meiri vilja af hálfu ESB til að nálgast þarfir þjóðanna í vestri, Íslendinga, Norðmenn, Færeyinga og Grænlendinga. Spurður hvort sú nálgun komi ekki í aðildarviðræðum segir hann að svo sé. "En við verðum að vita hvað við viljum ef við förum í þær. Þá skiptir undirbúningurinn miklu máli, að við séum búin að vinna heimavinnuna, séum ekki að kasta í hvort annað einhverju sem við eigum að geta komið okkur saman um." Hann segir að LÍÚ hafi lagt sig mjög fram í þessu starfi. Vinna á borð við þá sem nefndin hefur lagt í verði til þess að fleiri setji sig inn í málefnið. "Það myndast meiri þekking, þekkingin skapar skilning. Þekkingin skapar framtíðarsýn. Það finnst mér skipta miklu máli því að þetta er spurningin um að vinna í jarðveginum, það tekur sinn tíma." Spurður hvort undirbúningur að aðildarviðræðum sé þá þegar hafinn segir hann að svo sé. "Undirbúningur að hugsanlegum viðræðum einhvern tímann í framtíðinni er að sjálfsögðu hafinn. En það er ekki mitt að segja til um það hvenær eða hvort það verður. Það væri óðs manns æði fyrir mig sem stjórnmálamann að útloka það." Hann segir að það liggi fyrir að ríkisstjórnin hefur ákveðna stefnu varðandi ESB. "Það liggur fyrir að minn flokkur hefur lagt í þetta mikla vinnu og mikla umræðu. Við verðum að hafa burði til að takast á við þetta, ef við getum ekki tekist á við þetta getum við ekki tekist á við framtíðina." Hann vill ekki segja að skoðanaágreiningur sé um málið milli ríkisstjórnarflokkanna. "Það er áherslumunur. Ég veit ekki um neinn sem útilokar að þetta geti gerst. Menn hafa mismunandi sýn á hvenær við gætum staðið frammi fyrir þessari ákvörðun, eftir hvað mörg ár það yrði. Það er ekki skoðanaágreiningur." Síminn seldur á næstu mánuðum Halldór segist jafnframt sáttur við framlag sitt til aukinnar einkavæðingar og bendir á sölu ríkisbankanna sem dæmi. Spurður hvernig standi á töfinni á sölu Símans segir hann að breytingar á mörkuðum í kjölfar árásanna 11. september 2001, þegar áformað var að selja fyrirtækið, hafi komið í veg fyrir að af því yrði. "Þá héldum við að það væri mikilvægast að fá erlend fyrirtæki inn í Símann. Nú erum við sannfærðir um það að innlendur markaður ræður fyllilega við reksturinn. Það vantar enga erlenda þekkingu. Við trúum því að Síminn í höndum innlendra aðila gæti verið fyrirtæki sem færi í heilmikla útrás" Hann segist telja að verðmæti Símans hafi verið að aukast, hins vegar hafi ekki legið á því að selja. "Það hefur ekki verið nein krísa sem hefur komið upp og það er mikilvægt að við vöndum okkar verk." Spurður hvenær af sölunni verði segir hann að Síminn verði seldur á næstu mánuðum. Hann segir að enginn áherslumunur sé milli ríkisstjórnarflokkanna varðandi sölu Símans. "Bæði sjálfstæðismenn og framsóknarmenn vilja að dreifikerfið verð sem best. Uupplýsingahraðbrautin er orðinn grundvöllur svo margs, möguleika byggðarlaga, möguleika fyrirtækja. Við viljum öll hafa þetta sem fullkomnast." Hann segir fulla samstöðu um að bæta eigi dreifikerfið og ef til vill verði hluti af hagnaði fyrirtækisins nýttur til þess. Hins vegar eigi eftir að skilgreina það frekar. "Við getum ekki farið að selja fyrirtækið með einhverjum óskilgreindum skuldbindingum. Við verðum að ákveða hvað við ætlum að verja miklu í þetta og hvaða markmiðum við ætlum að ná." Lækkun tekjuskatts hefur forgang Ríkisstjórnin hefur tilkynnt um að tekjuskattur verði lækkaður um eitt prósent á næsta ári. Sjálfstæðismenn eru sagðir vilja lækka virðisaukaskatt á matvælum úr 14 prósentum í 7 prósent en framsóknarmenn hafa verið hikandi við að samþykkja það. Spurður um hvort sjálfstæðismenn fái sínu framgengt um lækkun virðisauka segir Halldór að það snúist fyrst og fremst um hvaða svigrúm ríkisstjórnin telji sig hafa. "Við reiknuðum með því í síðustu langtímaáætlun fjárlaga að við gætum varið um 20 milljörðum til þessara mála. Það hefur ekkert breyst. Flokkarnir hafa talið að tekjuskatturinn eigi að hafa forgang. Þar á eftir eigi að koma eignaskatturinn því það voru fyrirætlanir um það að eignaskatturinn félli niður þegar fjármagnstekjuskatturinn var tekinn upp. Svo töldu báðir flokkarnir mikilvægt að auka barnabætur og bæta þannig hag barnafjölskyldna. Svo verður það að ráðast hvaða viðbótarsvigrúm við höfum, það á eftir að koma betur í ljós." Ekki mikill tími fyrir frístundir Spurður hvernig hann verji frístundum sínum segir Halldór að þær séu því miður ekki nægilega margar. "Ég geng heilmikið um og stunda líkamsrækt, sem er í raun hluti af minni vinnu. Ég fer á skíði ef ég get. Ég reyni jafnframt að verja tíma með fjölskyldunni, en hann er ekki nægur. Ég hef gaman af myndlist og tónlist, spila bridds með félögunum. Þannig að ég hef ýmis áhugamál," segir hann. Halldór hefur jafnframt yndi af myndlist. Aðspurður segist hann hrifinn af alls kyns myndlist, bæði nútímalist og gömlu meisturunum. Hann hafi hins vegar alltaf verið veikur fyrir málverkum. Tónlist er einnig í miklu uppáhaldi hjá Halldóri. "Ég hef alltaf verið veikur fyrir jazztónlist. Í gamla daga var ég mjög hrifinn af Bítlunum og Rolling Stones og elti uppi hljómsveitir þegar ég var unglingur. Ég fór á tónleika bæði með Bítlunum og Rolling Stones og fleiri hljómsveitum. En núna í seinni tíð hef ég meira og meira gaman af sígildri tónlist, það fylgir aldrinum." Spurður hvort hann hafi verið meiri bítlaaðdáandi eða stónsari segir hann að hann hafi verið hrifnari af Stones á sínum tíma. "En svo tóku Bítlarnir dálítið yfir. Þeirra tónlist var fallegri en Rolling Stones var svona meira rythma og blús og jazz. Það var sá kraftur sem heillaði mig. En þeir eru svo orðnir álíka gamlir og ég," segir hann og hlær. Að lokum er Halldór spurður hvað sé það skemmtilegasta við stjórnmál? "Það er að hitta fólk og eignast góða vini. Það er það sem gefur stjórnmálunum mest gildi, allt þetta góða fólk sem maður hittir. Ég held að menn hitti ekki jafnmikið af fólki í neinu öðru starfi." sda@frettabladid.is Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Halldór Ásgrímsson segist ekki viss um að það sé draumastarf hvers stjórnmálamanns að verða forsætisráðherra, því fylgi mikið og reyni heilmikið á. Halldór tekur við embætti forsætisráðherra í dag. Aðspurður segist hann aldrei hafa stefnt beinlínis að því að verða forsætisráðherra. "Þetta er meira eitthvað sem hefur gerst. Það er nánast ekki hægt að skipuleggja pólitíska framtíð. Það fer illa. Menn verða hins vegar að vera tilbúnir að taka að sér verkefni ef svo býður uppá," segir hann. Gengur hraustur til verks Halldór segist ganga hraustur til verks í nýju embætti. Hann hafi gott starfsþrek, vinni langan vinnudag og finnst hann vera ágætlega á sig kominn. Hann hlakkar til að takast á við nýtt verkefni þótt svo að jafnframt örli á eftirsjá eftir utanríkisráðuneytinu og starfsfólki þess, en þar hefur hann starfað undanfarin níu ár. Hann fagnar hins vegr því að hafa nú tækifæri til að beita sér meira inn á við. "Átta árin mín í sjávarútvegsmálunum rifjast upp fyrir mér. Þá þurfti ég, og hafði tækifæri til, að beita mér miklu meira inná við. Ég glímdi við vandasöm mál og þurfti að halda mikið af fundum víðs vegar um land. Verksvið mitt í utanríkisráðuneytinu hefur verið meira út á við. Ég fæ nú tækifæri til að breyta til, hitta fólk í meira mæli og halda fundi bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi," segir hann. Halldór stefnir jafnframt á að eyða meiri tíma með forsvarsmönnum í atvinnulífinu, verkalýðshreyfingunni og sveitarstjórnum. Spurður hverju hann vonast til að fá áorkað næstu þrjú árin segist hann vonast til að hér verði áframhaldandi stöðugleiki og hagvöxtur. Einnig að atvinnustigið verði gott áfram. "Atvinnuleysi er mesta böl af öllu og grundvallaratriði að sérhver fjölskylda geti unnið fyrir sér og sínum. Síðan vonast ég til að við getum jafnframt haldið utan um okkar öfluga samfélags- og velferðarkerfi sem er að mínu mati aðalsmerki íslensks samfélag þó að samkeppnin hafi aukist mikið og skilað okkur miklu, að við gleymum því ekki að við þurfum að standa saman um ákveðin atriði þrátt fyrir ólíkar skoðanir," segir hann. Stoltur af breytingu utanríkisþjónustunnar Halldór hefur setið lengur en nokkur annar utanríkisráðherra. Af þeim verkefnum sem hann hefur sinnt í ráðuneytinu segist hann stoltastur af þeim miklu breytingum sem hafi orðið á utanríkisþjónustunni. "Ég veit um mörg dæmi þess að mikilvæg viðskipti hafi komist á vegna þeirrar þjónustu sem við getum veitt og vegna þeirra samninga sem við höfum verið að gera. Það eru fá lönd í heiminum háðari alþjóðlegum samskiptum og alþjóðlegum viðskiptum. Ég er stoltur af því hvernig hefur tekist að efla þetta starf og koma á móts við breytta þjóðfélagsmynd," segir hann. "Ég er líka stoltur af samningum sem okkur hefur tekist að gera. Okkur tókst að ganga endanlega frá landhelgislínunum milli Grænlands og Íslands og milli Færeyja og Íslands, semja um smuguna, um síldina þó svo að síldarmálin hafi komist í uppnám aftur. Einnig er ég stoltur yfir því að okkur tókst að semja um varnarmálin við Bandaríkjamenn. Vissulega ríkir nokkur óvissa í málefnum varnarliðsins en sá grunnur sem hefur verið lagður er samt sem áður mikilvægur og ég trúi því að það verði farsæl niðurstaða," segir Halldór. Halldór hefur einnig gegnt starfi sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra. Spurður hvaða ráðuneyti hafi hentað honum best segist hann hafa öðlast þroska í þeim öllum. Hann segir að reynsla sín úr sjávarútvegsráðuneytinu hafi komið sér vel í utanríkisráðuneytinu. "Það hefur reynst mér mjög vel í samningum, í samskiptum við erlendar þjóðir að hafa góðan skilning og grundvallarþekkingu á íslenskum sjávarútvegi. Eins finnst mér núna, þegar ég fer í forsætisráðuneytið, að þessi reynsla mín í þessum stöðum sé mikið og gott veganesti. Mér finnst ég hafa lært mjög mikið af fólkinu í landinu á þessum tíma, ég hef verið í miklum samskiptum í gegn um tíðina, ég þekki mjög marga á erlendum vettvangi þannig að þessi reynsla mín eflir mitt sjálfstraust sem er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir þann mann sem að ætlar að vera í forustu fyrir aðra," segir hann. Erum háð Evrópusambandinu Halldór skipaði nefnd sem skoða ætti hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu að teknu tilliti til sjávarútvegsmála. Nefndin var skipuð fulltrúum utanríkisráðuneytisins, sjávarútvegsráðuneytisins og Landssambands íslenskra útvegsmanna og Félagi skipstjórnarmanna. Skilaði nefndin frumskýrslu sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í gær. "Ég fann að það var ákveðin tortryggni á milli aðila í þessu stóra og viðkvæma máli. Jafnvel þótt það séu skiptar skoðanir, eru þarna ákveðnar staðreyndir sem rísa upp. Það er staðreynd að við erum mjög háð samskiptum við Evrópusambandið. Það er staðreynd að það er ávallt að breytast. Það er staðreynd að önnur ríki eru að huga að aðild og Íslendingar þurfa að fylgjast vel með. Það er mjög mikilvægt að við séum sammála um ákveðin grundvallaratriði í þessum efnum ef við eigum einhvern tímann að vænta þess að geta tekist á við þetta með málefnalegum hætti," segir Halldór. Hann segir að grundvallaratriðin í skýrslunni séu þær útlínur sem hann lagði í svokallaðri Berlínarræðu og þeim sjónarmiðum sem hann hafi fært fram í ræðu sem hann flutti á Akureyri fyrir stuttu. "Það færir mér trú um það að ég hafi haft nokkuð rétt fyrir mér í þeim efnum. Ég vil leggja á það áherslu í sambandi við Evrópusambandið að þetta eru ekki léttvægir hlutir. Þetta eru grundvallaratriði íslensks þjóðfélags." Vill meiri vilja af hálfu ESB Halldór segir að á sama tíma og við viðurkennum mikilvægi ESB og mikilvægi þess að við eigum gott samstarf við það þá sé það ljóst að málið sé ekki bara í okkar höndum, heldur einnig í höndum ESB. Hann segist jafnframt vilja sjá meiri vilja af hálfu ESB til að nálgast þarfir þjóðanna í vestri, Íslendinga, Norðmenn, Færeyinga og Grænlendinga. Spurður hvort sú nálgun komi ekki í aðildarviðræðum segir hann að svo sé. "En við verðum að vita hvað við viljum ef við förum í þær. Þá skiptir undirbúningurinn miklu máli, að við séum búin að vinna heimavinnuna, séum ekki að kasta í hvort annað einhverju sem við eigum að geta komið okkur saman um." Hann segir að LÍÚ hafi lagt sig mjög fram í þessu starfi. Vinna á borð við þá sem nefndin hefur lagt í verði til þess að fleiri setji sig inn í málefnið. "Það myndast meiri þekking, þekkingin skapar skilning. Þekkingin skapar framtíðarsýn. Það finnst mér skipta miklu máli því að þetta er spurningin um að vinna í jarðveginum, það tekur sinn tíma." Spurður hvort undirbúningur að aðildarviðræðum sé þá þegar hafinn segir hann að svo sé. "Undirbúningur að hugsanlegum viðræðum einhvern tímann í framtíðinni er að sjálfsögðu hafinn. En það er ekki mitt að segja til um það hvenær eða hvort það verður. Það væri óðs manns æði fyrir mig sem stjórnmálamann að útloka það." Hann segir að það liggi fyrir að ríkisstjórnin hefur ákveðna stefnu varðandi ESB. "Það liggur fyrir að minn flokkur hefur lagt í þetta mikla vinnu og mikla umræðu. Við verðum að hafa burði til að takast á við þetta, ef við getum ekki tekist á við þetta getum við ekki tekist á við framtíðina." Hann vill ekki segja að skoðanaágreiningur sé um málið milli ríkisstjórnarflokkanna. "Það er áherslumunur. Ég veit ekki um neinn sem útilokar að þetta geti gerst. Menn hafa mismunandi sýn á hvenær við gætum staðið frammi fyrir þessari ákvörðun, eftir hvað mörg ár það yrði. Það er ekki skoðanaágreiningur." Síminn seldur á næstu mánuðum Halldór segist jafnframt sáttur við framlag sitt til aukinnar einkavæðingar og bendir á sölu ríkisbankanna sem dæmi. Spurður hvernig standi á töfinni á sölu Símans segir hann að breytingar á mörkuðum í kjölfar árásanna 11. september 2001, þegar áformað var að selja fyrirtækið, hafi komið í veg fyrir að af því yrði. "Þá héldum við að það væri mikilvægast að fá erlend fyrirtæki inn í Símann. Nú erum við sannfærðir um það að innlendur markaður ræður fyllilega við reksturinn. Það vantar enga erlenda þekkingu. Við trúum því að Síminn í höndum innlendra aðila gæti verið fyrirtæki sem færi í heilmikla útrás" Hann segist telja að verðmæti Símans hafi verið að aukast, hins vegar hafi ekki legið á því að selja. "Það hefur ekki verið nein krísa sem hefur komið upp og það er mikilvægt að við vöndum okkar verk." Spurður hvenær af sölunni verði segir hann að Síminn verði seldur á næstu mánuðum. Hann segir að enginn áherslumunur sé milli ríkisstjórnarflokkanna varðandi sölu Símans. "Bæði sjálfstæðismenn og framsóknarmenn vilja að dreifikerfið verð sem best. Uupplýsingahraðbrautin er orðinn grundvöllur svo margs, möguleika byggðarlaga, möguleika fyrirtækja. Við viljum öll hafa þetta sem fullkomnast." Hann segir fulla samstöðu um að bæta eigi dreifikerfið og ef til vill verði hluti af hagnaði fyrirtækisins nýttur til þess. Hins vegar eigi eftir að skilgreina það frekar. "Við getum ekki farið að selja fyrirtækið með einhverjum óskilgreindum skuldbindingum. Við verðum að ákveða hvað við ætlum að verja miklu í þetta og hvaða markmiðum við ætlum að ná." Lækkun tekjuskatts hefur forgang Ríkisstjórnin hefur tilkynnt um að tekjuskattur verði lækkaður um eitt prósent á næsta ári. Sjálfstæðismenn eru sagðir vilja lækka virðisaukaskatt á matvælum úr 14 prósentum í 7 prósent en framsóknarmenn hafa verið hikandi við að samþykkja það. Spurður um hvort sjálfstæðismenn fái sínu framgengt um lækkun virðisauka segir Halldór að það snúist fyrst og fremst um hvaða svigrúm ríkisstjórnin telji sig hafa. "Við reiknuðum með því í síðustu langtímaáætlun fjárlaga að við gætum varið um 20 milljörðum til þessara mála. Það hefur ekkert breyst. Flokkarnir hafa talið að tekjuskatturinn eigi að hafa forgang. Þar á eftir eigi að koma eignaskatturinn því það voru fyrirætlanir um það að eignaskatturinn félli niður þegar fjármagnstekjuskatturinn var tekinn upp. Svo töldu báðir flokkarnir mikilvægt að auka barnabætur og bæta þannig hag barnafjölskyldna. Svo verður það að ráðast hvaða viðbótarsvigrúm við höfum, það á eftir að koma betur í ljós." Ekki mikill tími fyrir frístundir Spurður hvernig hann verji frístundum sínum segir Halldór að þær séu því miður ekki nægilega margar. "Ég geng heilmikið um og stunda líkamsrækt, sem er í raun hluti af minni vinnu. Ég fer á skíði ef ég get. Ég reyni jafnframt að verja tíma með fjölskyldunni, en hann er ekki nægur. Ég hef gaman af myndlist og tónlist, spila bridds með félögunum. Þannig að ég hef ýmis áhugamál," segir hann. Halldór hefur jafnframt yndi af myndlist. Aðspurður segist hann hrifinn af alls kyns myndlist, bæði nútímalist og gömlu meisturunum. Hann hafi hins vegar alltaf verið veikur fyrir málverkum. Tónlist er einnig í miklu uppáhaldi hjá Halldóri. "Ég hef alltaf verið veikur fyrir jazztónlist. Í gamla daga var ég mjög hrifinn af Bítlunum og Rolling Stones og elti uppi hljómsveitir þegar ég var unglingur. Ég fór á tónleika bæði með Bítlunum og Rolling Stones og fleiri hljómsveitum. En núna í seinni tíð hef ég meira og meira gaman af sígildri tónlist, það fylgir aldrinum." Spurður hvort hann hafi verið meiri bítlaaðdáandi eða stónsari segir hann að hann hafi verið hrifnari af Stones á sínum tíma. "En svo tóku Bítlarnir dálítið yfir. Þeirra tónlist var fallegri en Rolling Stones var svona meira rythma og blús og jazz. Það var sá kraftur sem heillaði mig. En þeir eru svo orðnir álíka gamlir og ég," segir hann og hlær. Að lokum er Halldór spurður hvað sé það skemmtilegasta við stjórnmál? "Það er að hitta fólk og eignast góða vini. Það er það sem gefur stjórnmálunum mest gildi, allt þetta góða fólk sem maður hittir. Ég held að menn hitti ekki jafnmikið af fólki í neinu öðru starfi." sda@frettabladid.is
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira