Kópavogur braut eigin reglur 22. október 2004 00:01 Byggingarfélagið Viðar ehf. fékk úthlutað lóð fyrir 30 íbúða fjölbýlishús við Ásakór í Kópavogi í febrúar þrátt fyrir að hafa verið stofnað aðeins tveimur mánuðum áður. Fjöldi byggingafyrirtækja sótti um lóðina og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru byggingaverktakar mjög ósáttir við vinnubrögð bæjaryfirvalda og telja þeir úthlutunina vera brot á reglum um úthlutun á byggingarétti. Í þriðju grein reglnanna kemur skýrt fram að meta eigi umsóknir með tilliti til upplýsinga um fjárhagsstöðu umsækjanda og fyrri byggingarverkefni. Þá er fyrirtækjum gert að leggja fram endurskoðaðan ársreikning síðasta árs, sem vandséð er hvernig Byggingarfélagið Viðar hefur getað gert. Samkvæmt lögfræðingum sem Fréttablaðið ræddi við virðist skýrt að Kópavogsbær er að brjóta eigin reglur um úthlutun á byggingarétti. Þar sem ljóst er að fyrirtækið hefur ekki getað skilað endurskoðuðum ársreikningi vaknar einnig spurning hvort jafnræðis hafi verið gætt. Byggingarfélagið var stofnað í desember í fyrra og fékk byggingaréttinum úthlutað 26. febrúar. Í reglum um úthlutun á byggingarétti segir að óheimilt sé að framselja byggingarétt áður en hús sé fokhelt. Heimildir blaðsins herma að eftir að fyrirtækið fékk byggingaréttinum úthlutað hafi eigendurnir boðið nokkrum aðilum fyrirtækið sjálft til sölu með byggingaréttinum enda er ekkert í lögum sem bannar það. Fyrirtækið var síðan selt hæstbjóðanda og skipti um eigendur í apríl. Talið er að eigendur Byggingarfélagsins Viðars ehf. hafi hagnast um tugi milljóna króna á sölu fjögurra mánaða gamals fyrirtækis. Hagnaðinn má að langstærstum hluta eða nær eingöngu rekja til byggingaréttarins í Ásakórum, sem bæjarfulltrúar í Kópavogi úthlutuðu fyrirtækinu. Þegar Fréttablaðið bar dæmið undir borgarfulltrúa í Reykjavík urðu þeir forviða og sögðu þetta skýrt brot á reglum. Aldrei hefði komið til greina að úthluta tveggja mánaða gömlu fyrirtæki fjölbýlishúsalóð í borginni. Í Reykjavík eru lóðir boðnar út en í Kópavogi er þeim úthlutað af pólitískt kjörnum fulltrúum bæjarins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Byggingarfélagið Viðar ehf. fékk úthlutað lóð fyrir 30 íbúða fjölbýlishús við Ásakór í Kópavogi í febrúar þrátt fyrir að hafa verið stofnað aðeins tveimur mánuðum áður. Fjöldi byggingafyrirtækja sótti um lóðina og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru byggingaverktakar mjög ósáttir við vinnubrögð bæjaryfirvalda og telja þeir úthlutunina vera brot á reglum um úthlutun á byggingarétti. Í þriðju grein reglnanna kemur skýrt fram að meta eigi umsóknir með tilliti til upplýsinga um fjárhagsstöðu umsækjanda og fyrri byggingarverkefni. Þá er fyrirtækjum gert að leggja fram endurskoðaðan ársreikning síðasta árs, sem vandséð er hvernig Byggingarfélagið Viðar hefur getað gert. Samkvæmt lögfræðingum sem Fréttablaðið ræddi við virðist skýrt að Kópavogsbær er að brjóta eigin reglur um úthlutun á byggingarétti. Þar sem ljóst er að fyrirtækið hefur ekki getað skilað endurskoðuðum ársreikningi vaknar einnig spurning hvort jafnræðis hafi verið gætt. Byggingarfélagið var stofnað í desember í fyrra og fékk byggingaréttinum úthlutað 26. febrúar. Í reglum um úthlutun á byggingarétti segir að óheimilt sé að framselja byggingarétt áður en hús sé fokhelt. Heimildir blaðsins herma að eftir að fyrirtækið fékk byggingaréttinum úthlutað hafi eigendurnir boðið nokkrum aðilum fyrirtækið sjálft til sölu með byggingaréttinum enda er ekkert í lögum sem bannar það. Fyrirtækið var síðan selt hæstbjóðanda og skipti um eigendur í apríl. Talið er að eigendur Byggingarfélagsins Viðars ehf. hafi hagnast um tugi milljóna króna á sölu fjögurra mánaða gamals fyrirtækis. Hagnaðinn má að langstærstum hluta eða nær eingöngu rekja til byggingaréttarins í Ásakórum, sem bæjarfulltrúar í Kópavogi úthlutuðu fyrirtækinu. Þegar Fréttablaðið bar dæmið undir borgarfulltrúa í Reykjavík urðu þeir forviða og sögðu þetta skýrt brot á reglum. Aldrei hefði komið til greina að úthluta tveggja mánaða gömlu fyrirtæki fjölbýlishúsalóð í borginni. Í Reykjavík eru lóðir boðnar út en í Kópavogi er þeim úthlutað af pólitískt kjörnum fulltrúum bæjarins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira