Iceguys gefa út sitt fyrsta lag 15. júní 2004 00:01 Fyrsta íslenska strákasveitin, sem var stofnuð í febrúar á þessu ári, hefur skilað fyrsta lagi sínu á útvarpsstöðvarnar. Iceguys er skipuð þremur söngvurum en tveir þeirra, Óli Már og Einar Valur náðu alla leið í 32 manna úrslit Idol stjörnuleitar nú síðast. Kjartan Arnald var svo áður í dúettnum Acoustic. Lagið heitir Let's Get Together og er eftir Stefán Örn Gunnlaugsson, fyrrum hljómborðsleikara Reggea on Ice. Útsetning lagsins er vönduð og lagið fjörugt. Upphaf þess hljómar kunnuglega en það er ákaflega keimlíkt stefi úr Hunts tómatsósuauglýsingu sem sést oft í sjónvarpinu. "Þetta er nú ekki alveg eins," segir Ólafur Már Svavarsson einn liðsmaður sveitarinnar og viðurkennir þannig að lögin séu lík. "Ef maður hefur þau ekki samhliða til viðmiðunnar þá finnst manni þau kannski svipuð. Það eru aðrir hljómar í þessu. Þetta er einfalt stef og svipað. Lagið úr Hunts auglýsingunni er nú stolið líka. Það er tekið frá Wiseguys, þannig að þetta er skemmtilegur hringur." Lagið er komið í spilun á Kiss FM og Rás 2 og segir Ólafur að viðbrögðin séu mjög góð. Lagið verður að finna á safnplötu Skífunnar, Svona er sumarið 2004. Þeir eru einnig farnir að huga að næsta lagi. Samkvæmt fréttatilkynningu segjast þeir kjósa að syngja á ensku til þess að "meikaða í útlöndum" og að enskan passi betur inn í "boybanda" formið. "Við ætlum að sjá hvað þetta gerir og hvort þetta eigi eitthvað erindi á þennan plötumarkað. Núna erum við byrjaðir að undirbúa myndband sem kemur vonandi út von bráðar," segir Ólafur að lokum. IceGuys koma fram í fyrsta skiptið opinberlega á 17. júní hátíðinni í Hafnafirði. Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Sjá meira
Fyrsta íslenska strákasveitin, sem var stofnuð í febrúar á þessu ári, hefur skilað fyrsta lagi sínu á útvarpsstöðvarnar. Iceguys er skipuð þremur söngvurum en tveir þeirra, Óli Már og Einar Valur náðu alla leið í 32 manna úrslit Idol stjörnuleitar nú síðast. Kjartan Arnald var svo áður í dúettnum Acoustic. Lagið heitir Let's Get Together og er eftir Stefán Örn Gunnlaugsson, fyrrum hljómborðsleikara Reggea on Ice. Útsetning lagsins er vönduð og lagið fjörugt. Upphaf þess hljómar kunnuglega en það er ákaflega keimlíkt stefi úr Hunts tómatsósuauglýsingu sem sést oft í sjónvarpinu. "Þetta er nú ekki alveg eins," segir Ólafur Már Svavarsson einn liðsmaður sveitarinnar og viðurkennir þannig að lögin séu lík. "Ef maður hefur þau ekki samhliða til viðmiðunnar þá finnst manni þau kannski svipuð. Það eru aðrir hljómar í þessu. Þetta er einfalt stef og svipað. Lagið úr Hunts auglýsingunni er nú stolið líka. Það er tekið frá Wiseguys, þannig að þetta er skemmtilegur hringur." Lagið er komið í spilun á Kiss FM og Rás 2 og segir Ólafur að viðbrögðin séu mjög góð. Lagið verður að finna á safnplötu Skífunnar, Svona er sumarið 2004. Þeir eru einnig farnir að huga að næsta lagi. Samkvæmt fréttatilkynningu segjast þeir kjósa að syngja á ensku til þess að "meikaða í útlöndum" og að enskan passi betur inn í "boybanda" formið. "Við ætlum að sjá hvað þetta gerir og hvort þetta eigi eitthvað erindi á þennan plötumarkað. Núna erum við byrjaðir að undirbúa myndband sem kemur vonandi út von bráðar," segir Ólafur að lokum. IceGuys koma fram í fyrsta skiptið opinberlega á 17. júní hátíðinni í Hafnafirði.
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Sjá meira