Iceguys gefa út sitt fyrsta lag 15. júní 2004 00:01 Fyrsta íslenska strákasveitin, sem var stofnuð í febrúar á þessu ári, hefur skilað fyrsta lagi sínu á útvarpsstöðvarnar. Iceguys er skipuð þremur söngvurum en tveir þeirra, Óli Már og Einar Valur náðu alla leið í 32 manna úrslit Idol stjörnuleitar nú síðast. Kjartan Arnald var svo áður í dúettnum Acoustic. Lagið heitir Let's Get Together og er eftir Stefán Örn Gunnlaugsson, fyrrum hljómborðsleikara Reggea on Ice. Útsetning lagsins er vönduð og lagið fjörugt. Upphaf þess hljómar kunnuglega en það er ákaflega keimlíkt stefi úr Hunts tómatsósuauglýsingu sem sést oft í sjónvarpinu. "Þetta er nú ekki alveg eins," segir Ólafur Már Svavarsson einn liðsmaður sveitarinnar og viðurkennir þannig að lögin séu lík. "Ef maður hefur þau ekki samhliða til viðmiðunnar þá finnst manni þau kannski svipuð. Það eru aðrir hljómar í þessu. Þetta er einfalt stef og svipað. Lagið úr Hunts auglýsingunni er nú stolið líka. Það er tekið frá Wiseguys, þannig að þetta er skemmtilegur hringur." Lagið er komið í spilun á Kiss FM og Rás 2 og segir Ólafur að viðbrögðin séu mjög góð. Lagið verður að finna á safnplötu Skífunnar, Svona er sumarið 2004. Þeir eru einnig farnir að huga að næsta lagi. Samkvæmt fréttatilkynningu segjast þeir kjósa að syngja á ensku til þess að "meikaða í útlöndum" og að enskan passi betur inn í "boybanda" formið. "Við ætlum að sjá hvað þetta gerir og hvort þetta eigi eitthvað erindi á þennan plötumarkað. Núna erum við byrjaðir að undirbúa myndband sem kemur vonandi út von bráðar," segir Ólafur að lokum. IceGuys koma fram í fyrsta skiptið opinberlega á 17. júní hátíðinni í Hafnafirði. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Fyrsta íslenska strákasveitin, sem var stofnuð í febrúar á þessu ári, hefur skilað fyrsta lagi sínu á útvarpsstöðvarnar. Iceguys er skipuð þremur söngvurum en tveir þeirra, Óli Már og Einar Valur náðu alla leið í 32 manna úrslit Idol stjörnuleitar nú síðast. Kjartan Arnald var svo áður í dúettnum Acoustic. Lagið heitir Let's Get Together og er eftir Stefán Örn Gunnlaugsson, fyrrum hljómborðsleikara Reggea on Ice. Útsetning lagsins er vönduð og lagið fjörugt. Upphaf þess hljómar kunnuglega en það er ákaflega keimlíkt stefi úr Hunts tómatsósuauglýsingu sem sést oft í sjónvarpinu. "Þetta er nú ekki alveg eins," segir Ólafur Már Svavarsson einn liðsmaður sveitarinnar og viðurkennir þannig að lögin séu lík. "Ef maður hefur þau ekki samhliða til viðmiðunnar þá finnst manni þau kannski svipuð. Það eru aðrir hljómar í þessu. Þetta er einfalt stef og svipað. Lagið úr Hunts auglýsingunni er nú stolið líka. Það er tekið frá Wiseguys, þannig að þetta er skemmtilegur hringur." Lagið er komið í spilun á Kiss FM og Rás 2 og segir Ólafur að viðbrögðin séu mjög góð. Lagið verður að finna á safnplötu Skífunnar, Svona er sumarið 2004. Þeir eru einnig farnir að huga að næsta lagi. Samkvæmt fréttatilkynningu segjast þeir kjósa að syngja á ensku til þess að "meikaða í útlöndum" og að enskan passi betur inn í "boybanda" formið. "Við ætlum að sjá hvað þetta gerir og hvort þetta eigi eitthvað erindi á þennan plötumarkað. Núna erum við byrjaðir að undirbúa myndband sem kemur vonandi út von bráðar," segir Ólafur að lokum. IceGuys koma fram í fyrsta skiptið opinberlega á 17. júní hátíðinni í Hafnafirði.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira