Steikt gæs 5. nóvember 2004 00:01 Gæsaveiðitímabilið stendur yfir og væntanlega eru ýmsir komnir með fugl í frystinn sem bíður þess að verða matreiddur og borinn á borð. Við báðum Gunnar Karl Gíslason sósumeistara á Vox í Nordica hóteli að gefa okkur góð ráð um meðferð slíkrar bráðar og brást hann vel við því. Gæsarétturinn sem hann matreiddi er einmitt á seðlinum hjá honum núna og verður það á næstunni. En hér er uppskriftin þannig að nú getur hver sem er byrjað að brasa. Steikt gæs Gæsin er brúnuð á pönnu og eldamennskan kláruð í ofni. Kjarnhiti skal verða um 45 gráður, þá er hún enn fallega rauð í miðjunni. Því lægri hiti, því lengri tími og fallegri steiking. Ekki skemmir fyrir að elda hana með nokkrum timian og rosmarin greinum. Kryddið með salti og pipar. Eplið Epli er skorið í hæfilega stærð og eldað í smjöri og sykri líkt og um sykurbrúnaðar kartöflur væri að ræða. Kartaflan Kartafla er skorin í hæfilega stærð og elduð í miklu smjöri ásamt hvítlauk og timian uns hún er orðin meyr. Krydduð með salti og pipar. Rótargrænmetið Gulrætur, sellerirót og rófur er eldað í eldföstu móti með ólífuolíu, hvítlauk og timian greinum við lágan hita uns allt er orðið meyrt. Þá er grænmetið stappað og smakkað til með salti. Timianrjómi Rjóminn er soðinn niður með timian, skarlottulauk og hvítlauk. Smakkaður til með salti, pipar og nokkrum dropum af sherry-ediki eða ferskum sítrónusafa. Rauðkálið Byrjið á því að gylla sykur í potti, hellið út á sykurinn rauðvíni og sjóðið ögn niður. Bætið með ögn af negulnöglum, kanil og einiberjum en gætið þess þó að fjarlægja þau eftir suðu. Setjið rauðkálið út í og sjóðið uns kálið er meyrt. Þyki kálið of súrt er gott að bæta ögn af góðu hunangi út í og síðan er kálið kryddað með salti og pipar. Sósan Brúnn sósugrunnur, lagaður af beinum frá gæsinni er bættur með pistasíum og bláberjum. Gott er að rífa smá af ferskum pistasíum og sáldra yfir réttinn.Mynd/E.ÓlMynd/E.Ól Matur Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Gæsaveiðitímabilið stendur yfir og væntanlega eru ýmsir komnir með fugl í frystinn sem bíður þess að verða matreiddur og borinn á borð. Við báðum Gunnar Karl Gíslason sósumeistara á Vox í Nordica hóteli að gefa okkur góð ráð um meðferð slíkrar bráðar og brást hann vel við því. Gæsarétturinn sem hann matreiddi er einmitt á seðlinum hjá honum núna og verður það á næstunni. En hér er uppskriftin þannig að nú getur hver sem er byrjað að brasa. Steikt gæs Gæsin er brúnuð á pönnu og eldamennskan kláruð í ofni. Kjarnhiti skal verða um 45 gráður, þá er hún enn fallega rauð í miðjunni. Því lægri hiti, því lengri tími og fallegri steiking. Ekki skemmir fyrir að elda hana með nokkrum timian og rosmarin greinum. Kryddið með salti og pipar. Eplið Epli er skorið í hæfilega stærð og eldað í smjöri og sykri líkt og um sykurbrúnaðar kartöflur væri að ræða. Kartaflan Kartafla er skorin í hæfilega stærð og elduð í miklu smjöri ásamt hvítlauk og timian uns hún er orðin meyr. Krydduð með salti og pipar. Rótargrænmetið Gulrætur, sellerirót og rófur er eldað í eldföstu móti með ólífuolíu, hvítlauk og timian greinum við lágan hita uns allt er orðið meyrt. Þá er grænmetið stappað og smakkað til með salti. Timianrjómi Rjóminn er soðinn niður með timian, skarlottulauk og hvítlauk. Smakkaður til með salti, pipar og nokkrum dropum af sherry-ediki eða ferskum sítrónusafa. Rauðkálið Byrjið á því að gylla sykur í potti, hellið út á sykurinn rauðvíni og sjóðið ögn niður. Bætið með ögn af negulnöglum, kanil og einiberjum en gætið þess þó að fjarlægja þau eftir suðu. Setjið rauðkálið út í og sjóðið uns kálið er meyrt. Þyki kálið of súrt er gott að bæta ögn af góðu hunangi út í og síðan er kálið kryddað með salti og pipar. Sósan Brúnn sósugrunnur, lagaður af beinum frá gæsinni er bættur með pistasíum og bláberjum. Gott er að rífa smá af ferskum pistasíum og sáldra yfir réttinn.Mynd/E.ÓlMynd/E.Ól
Matur Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira