Steikt gæs 5. nóvember 2004 00:01 Gæsaveiðitímabilið stendur yfir og væntanlega eru ýmsir komnir með fugl í frystinn sem bíður þess að verða matreiddur og borinn á borð. Við báðum Gunnar Karl Gíslason sósumeistara á Vox í Nordica hóteli að gefa okkur góð ráð um meðferð slíkrar bráðar og brást hann vel við því. Gæsarétturinn sem hann matreiddi er einmitt á seðlinum hjá honum núna og verður það á næstunni. En hér er uppskriftin þannig að nú getur hver sem er byrjað að brasa. Steikt gæs Gæsin er brúnuð á pönnu og eldamennskan kláruð í ofni. Kjarnhiti skal verða um 45 gráður, þá er hún enn fallega rauð í miðjunni. Því lægri hiti, því lengri tími og fallegri steiking. Ekki skemmir fyrir að elda hana með nokkrum timian og rosmarin greinum. Kryddið með salti og pipar. Eplið Epli er skorið í hæfilega stærð og eldað í smjöri og sykri líkt og um sykurbrúnaðar kartöflur væri að ræða. Kartaflan Kartafla er skorin í hæfilega stærð og elduð í miklu smjöri ásamt hvítlauk og timian uns hún er orðin meyr. Krydduð með salti og pipar. Rótargrænmetið Gulrætur, sellerirót og rófur er eldað í eldföstu móti með ólífuolíu, hvítlauk og timian greinum við lágan hita uns allt er orðið meyrt. Þá er grænmetið stappað og smakkað til með salti. Timianrjómi Rjóminn er soðinn niður með timian, skarlottulauk og hvítlauk. Smakkaður til með salti, pipar og nokkrum dropum af sherry-ediki eða ferskum sítrónusafa. Rauðkálið Byrjið á því að gylla sykur í potti, hellið út á sykurinn rauðvíni og sjóðið ögn niður. Bætið með ögn af negulnöglum, kanil og einiberjum en gætið þess þó að fjarlægja þau eftir suðu. Setjið rauðkálið út í og sjóðið uns kálið er meyrt. Þyki kálið of súrt er gott að bæta ögn af góðu hunangi út í og síðan er kálið kryddað með salti og pipar. Sósan Brúnn sósugrunnur, lagaður af beinum frá gæsinni er bættur með pistasíum og bláberjum. Gott er að rífa smá af ferskum pistasíum og sáldra yfir réttinn.Mynd/E.ÓlMynd/E.Ól Matur Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Gæsaveiðitímabilið stendur yfir og væntanlega eru ýmsir komnir með fugl í frystinn sem bíður þess að verða matreiddur og borinn á borð. Við báðum Gunnar Karl Gíslason sósumeistara á Vox í Nordica hóteli að gefa okkur góð ráð um meðferð slíkrar bráðar og brást hann vel við því. Gæsarétturinn sem hann matreiddi er einmitt á seðlinum hjá honum núna og verður það á næstunni. En hér er uppskriftin þannig að nú getur hver sem er byrjað að brasa. Steikt gæs Gæsin er brúnuð á pönnu og eldamennskan kláruð í ofni. Kjarnhiti skal verða um 45 gráður, þá er hún enn fallega rauð í miðjunni. Því lægri hiti, því lengri tími og fallegri steiking. Ekki skemmir fyrir að elda hana með nokkrum timian og rosmarin greinum. Kryddið með salti og pipar. Eplið Epli er skorið í hæfilega stærð og eldað í smjöri og sykri líkt og um sykurbrúnaðar kartöflur væri að ræða. Kartaflan Kartafla er skorin í hæfilega stærð og elduð í miklu smjöri ásamt hvítlauk og timian uns hún er orðin meyr. Krydduð með salti og pipar. Rótargrænmetið Gulrætur, sellerirót og rófur er eldað í eldföstu móti með ólífuolíu, hvítlauk og timian greinum við lágan hita uns allt er orðið meyrt. Þá er grænmetið stappað og smakkað til með salti. Timianrjómi Rjóminn er soðinn niður með timian, skarlottulauk og hvítlauk. Smakkaður til með salti, pipar og nokkrum dropum af sherry-ediki eða ferskum sítrónusafa. Rauðkálið Byrjið á því að gylla sykur í potti, hellið út á sykurinn rauðvíni og sjóðið ögn niður. Bætið með ögn af negulnöglum, kanil og einiberjum en gætið þess þó að fjarlægja þau eftir suðu. Setjið rauðkálið út í og sjóðið uns kálið er meyrt. Þyki kálið of súrt er gott að bæta ögn af góðu hunangi út í og síðan er kálið kryddað með salti og pipar. Sósan Brúnn sósugrunnur, lagaður af beinum frá gæsinni er bættur með pistasíum og bláberjum. Gott er að rífa smá af ferskum pistasíum og sáldra yfir réttinn.Mynd/E.ÓlMynd/E.Ól
Matur Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira