Vill láta gott af sér leiða 28. nóvember 2004 00:01 Gleðigjafinn André Bachmann stendur að jólahátíð fyrir fatlaða sunnudaginn 5. desember. Að þessu sinni verður hátíðin í Gullhömrum sem er nýr veislusalur í Grafarholti. "Undanfarin ár hefur hátíðin verið haldin í Súlnasalnum á Hótel Sögu en hann hefur fyrir löngu sprengt hana utan af sér," segir André. Gullhamrar rúma eitt þúsund manns og ætti því að verða rúmt um alla. "Ég hef alla tíð hugsað um þá sem minna mega sín í samfélaginu," segir André þegar hann er spurður að því hvers vegna hann hafi staðið fyrir þessu öll þessi ár. "Sjálfsagt kemur það til af því að ég fæddist ekki eins og allir aðrir og hef þurft að berjast áfram í lífinu og alltaf sigrað. Þess vegna finnst mér gaman að láta gott af mér leiða." Andé segir mikið í hátíðina lagt, fjölmargir skemmtikraftar koma fram og má þar nefna Ladda, Kalla Bjarna, Jón Sigurðsson, Rúnar Júlíusson, strákana úr 70 mínútum, Nælon og Jóka trúð. Einnig verða þar Lúðrasveit verkalýðsins, Vallagerðisbræður, unglingahljómsveitin Hásin, leikhópurinn Perlan og André sjálfur ásamt hljómsveitinni Stefnumóti og Huldu Geirs. "Það er voðalega gaman að finna að þetta er einhvers metið og það sem ég fæ út úr þessu er að sjá brosið á fólkinu og ánægjuna sem skín úr andliti þess." André er þakklátur þeim fjölmörgu sem leggja honum lið við hátíðarhöldin og tekur fram að hann standi ekki í þessu einn, enda ekki á eins manns færi að skipuleggja svo umfangsmikla dagskrá. Stekkjastaur kemur á jólaball fatlaðra á sunnudaginn. Innlent Jól Menning Mest lesið Viðheldur týndri hefð Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Forfallinn kökukarl Jólin Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól Jólin alls staðar Jól Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Svona gerirðu graflax Jól Ný jólakúla komin Jól
Gleðigjafinn André Bachmann stendur að jólahátíð fyrir fatlaða sunnudaginn 5. desember. Að þessu sinni verður hátíðin í Gullhömrum sem er nýr veislusalur í Grafarholti. "Undanfarin ár hefur hátíðin verið haldin í Súlnasalnum á Hótel Sögu en hann hefur fyrir löngu sprengt hana utan af sér," segir André. Gullhamrar rúma eitt þúsund manns og ætti því að verða rúmt um alla. "Ég hef alla tíð hugsað um þá sem minna mega sín í samfélaginu," segir André þegar hann er spurður að því hvers vegna hann hafi staðið fyrir þessu öll þessi ár. "Sjálfsagt kemur það til af því að ég fæddist ekki eins og allir aðrir og hef þurft að berjast áfram í lífinu og alltaf sigrað. Þess vegna finnst mér gaman að láta gott af mér leiða." Andé segir mikið í hátíðina lagt, fjölmargir skemmtikraftar koma fram og má þar nefna Ladda, Kalla Bjarna, Jón Sigurðsson, Rúnar Júlíusson, strákana úr 70 mínútum, Nælon og Jóka trúð. Einnig verða þar Lúðrasveit verkalýðsins, Vallagerðisbræður, unglingahljómsveitin Hásin, leikhópurinn Perlan og André sjálfur ásamt hljómsveitinni Stefnumóti og Huldu Geirs. "Það er voðalega gaman að finna að þetta er einhvers metið og það sem ég fæ út úr þessu er að sjá brosið á fólkinu og ánægjuna sem skín úr andliti þess." André er þakklátur þeim fjölmörgu sem leggja honum lið við hátíðarhöldin og tekur fram að hann standi ekki í þessu einn, enda ekki á eins manns færi að skipuleggja svo umfangsmikla dagskrá. Stekkjastaur kemur á jólaball fatlaðra á sunnudaginn.
Innlent Jól Menning Mest lesið Viðheldur týndri hefð Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Forfallinn kökukarl Jólin Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól Jólin alls staðar Jól Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Svona gerirðu graflax Jól Ný jólakúla komin Jól