Innlent

Hámarkshraði 80 kílómetrar

Víða þyrfti að lækka hámarkshaða úr 90 kílómetrum á klukkustund upp í 80 yrðu reglur Norðmanna um leyfilegan aksturshraða á tveggja akgreina þjóðvegum teknar upp hér á landi. Það er niðurstaða rannsóknar sem Línuhönnun gerði fyrir Vegagerðina. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segir sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar annars staðar á Norðurlöndum. Ekki eigi að breyta reglum í samræmi við niðurstöður hennar. "Hitt er svo annað mál hvort gerðar verða breytingar við endurskoðun á umferðarlögunum," segir Jón. Hann reikni með að tillögur verði lagðar fyrir Alþingi í vetur. Í skýrslu Línuhönnunar kemur fram að lækka þyrfti hámarkshraða á Vesturlandsvegi, milli Þingvallavegar og Borgarfjarðarbrautar, Norðurlandsvegi, milli Blönduóss og Sauðárkróksbrautar, og Vestjarðavegi, um Bröttubrekku, niður í 80 kílómetra sé höfð hliðsjón af aðferðum Norðmanna. Um Bröttubrekku þyrfti hraðinn jafnvel að fara niður í 70 kílómetra á klukkustund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×